Morgunblaðið - 26.11.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
FULLTRÚAR hollenskra Icesave
sparifjáreigenda sem funduðu með
skilanefnd Landsbankans á landinu í
síðustu viku hafa nú sent íslenskum
þingmönnum opið bréf.
Í bréfinu er óskað eftir því að Al-
þingi gangist fyrir því að þeir 469
Hollendingar sem áttu yfir 100 þús-
und evrur á Icesave reikningum fái
féð greitt út sem fyrst. „Við erum
sannfærð um að þetta sé framkvæm-
anlegt með lítilli fyrirhöfn með því að
bæta upphæðinni við það lán sem
þegar hefur verið samþykkt frá hol-
lensku ríkisstjórninni, byggt á þeirri
skuldbindingu að greiða fyrstu
20.870 evrur af hverri innistæðu,“
segir í bréfinu.
Gerard van Vliet, talsmaður hóps-
ins, segist engin viðbrögð hafa fengið
enn við tillögunni, en bréfið var sent
þingmönnum á sunnudag. Hann seg-
ir að tap sparifjáreigendanna, alls
um 40 milljónir evra, sé ekki há upp-
hæð miðað við þá 1,3 milljarða evra
sem Hollendingar ætli að lána Ís-
landi til að geta
staðið við skuld-
bindingarnar, en
hún muni hins-
vegar afar miklu
fyrir hvern ein-
stakling.
Frumkvæði ís-
lenskra stjórn-
valda að slíku
samkomulagi
myndi skapa mikla velvild í Hollandi
og sýna að Íslendingum stæði ekki á
sama, að mati van Vliet.
„Íslensk stjórnvöld gætu unnið
sér inn mikinn móralskan stuðning
með því að sýna framtakssemi í stað
þess að vera alltaf í vörn.“ Ákjósan-
legast væri að greiða spariféð út fyr-
ir jól og létt þannig frekari áhyggj-
um af hollenskum sparifáreigendum.
„Ef það er rétt sem okkur var sagt
að Landsbankinn eigi enn eignir til
að bæta fyrir þetta tap þegar fram
líða stundir þá væri lítil fyrirhöfn, en
mikill ávinningur, að gera sparifjár-
eigendum í Hollandi kleift að ná pen-
ingunum sínum út sem allra fyrst,“
segir van Vliet.
Í bréfinu til íslenskra þingmanna
kemur einnig fram að heimsókn
sparifjáreigendanna til Íslands hafi
verið þeim innblástur til að leggja
sitt af mörkum til að aðstoða Ísland
við að komast aftur á réttan kjöl.
„Við erum nú að þróa vefvettvang
sem ber nafnið Niceland.nl þar sem
verða upplýsingar um viðskipti og
dægradvöl á Íslandi. N-ið stendur
þar fyrir ný tækifæri, nýjan vinskap,
ný viðskiptatækifæri, nýja reynslu
og nýja þekkingu,“ segir í bréfinu.
Viðskiptatengsl landanna efld
Að frumkvæði van Vliet hefur því
verið komið á samkomulagi milli Við-
skiptaráðs Íslands og Viðskiptaráðs
Hollands um að stuðla að samvinnu
milli íslenskra og hollenskra fyrir-
tækja og um verkefni sem geti vakið
athygli á Íslandi sem áfangastað.
Finnur Oddsson framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs staðfestir þetta.
„Það er sameiginlegt hagsmunamál
beggja að samskipti landanna séu
með besta móti og þau má augljós-
lega styrkja á sviði viðskipta.“ Sam-
starfið er þó enn á byrjunarstigi.
Sendu opið bréf til
Alþingis Íslendinga
Hollenskir sparifjáreigendur sem áttu meira en 100.000 evrur
hjá Icesave biðja þingmenn að taka af skarið um samkomulag
Gerard van Vliet
GUNNAR Ólafsson var svo heppinn
að kaupa skál, sem augljóslega er
með sama mynstri og stell sem
fjallað hefur verið um í Morgun-
blaðinu, í Góða hirðinum á litlar 300
krónur. Gunnar hafði samband við
Morgunblaðið og upplýsti að fyrir
um ári hefði hann keypt stóra skál
með sama mynstri og títtnefnt stell.
Ekki hefur áður komið ábending um
stóra skál. „Ég keypti þetta fyrir um
ári í Góða hirðinum,“ rifjar Gunnar
upp og er upprifinn yfir því hversu
merkilegan hlut hann hefur hnotið
um í þeirri góðu verslun. Hann hef-
ur nú gefið móður sinni skálina.
Gunnar segir að hann hafi ætlað
skálinni ómerkilegt hlutverk í
fyrstu. „Ég notaði þetta fyrst bara
sem sælgætisskál,“ segir hann, „ég
borgaði nefnilega bara 300 krónur
fyrir hana. Svo þegar ég áttaði mig
á því hvað þetta er merkilegt flýtti
ég mér að setja hana upp í skáp,“
segir hann ánægður. Má þannig
segja að skálin hafi fengið uppreisn
æru.
Gunnar bendir á að fólk setji
gjarnan muni úr dánarbúum í Góða
hirðinn án þess kannski að vita
verðmæti þeirra. Hann fer þangað
þrisvar í viku en segir að þriðjudag-
arnir séu bestu dagarnir.
sia@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Keypti skál úr marg-
frægu stelli á 300 krónur
Í HNOTSKURN
»Fyrstu gripirnir komu íljós á munadegi Þjóð-
minjasafnsins fyrir stuttu.
»Næst verður munadagur íÞjóðminjasafninu í mars.
Forngripur Gunnar Ólafsson ætlaði skálinni í fyrstu ómerkilegt hlutverk. Skálin hefur nú hlotið uppreisn æru.
Jólaskreytingar
frumlegar pakkaskreytingar,
kertaskreytingar,
borðskreytingar
Hefðirnar á
aðventu
undirbúningurinn,
maturinn, skreytingarnar,
tónlistin og bækurnar
Hvernig voru
jólin þá?
Viðtöl við fólk sem man
tímana tvenna
Jólablað
Morgunblaðsins
Blaðið sem þú geymir
Njóttu jólanna til fulls.
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
F
í
t
o
n
/
S
Í
A