Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „MÉR líður vel með það. Það er gott að geta farið að vinna við það sem maður hefur menntað sig til og geta gert það á eigin forsendum,“ segir Skúli Guðbjarnarson, náttúrufræð- ingur og kennari. Hann keypti eign- ir fiskeldisstöðvar á Lambanes- reykjum í Fljótum fyrir tveimur og hálfu ári og er að hefja eldi á bleikju. Skúli telur að ýmsir möguleikar séu í fiskeldinu. „Nokkur smærri fyrirtæki hafa staðið erfiðleikana af sér. Þau framleiða lítið en gera það vel og fólkið lifir á því. „Í þessum mönnum felst von fyrir fiskeldið, að mínu mati,“ segir Skúli. Hann hyggst fara þessa leið í sín- um rekstri. Byrja smátt og ná tökum á eldinu og safna í varasjóð vegna hugsanlegra skakkafalla, áður en farið er út í mikla stækkun. „Þegar menn hafa viljað stækka ört hefur orðið að gera það með miklum lán- tökum. Það verða líka áföll í fiskeldi. Menn verða því að sýna mikla ráð- deildarsemi og nota góðu árin til að safna í sjóði til þeirra mögru. Þegar það er komið er í lagi að stækka við sig,“ segir hann. Hætti í fiskeldinu Skúli fór til Noregs 1984 til að læra fiskeldi. Lagði hann stund á náttúrufræði í Björgvin. Hann komst í sumarvinnu hjá frumherjum í eldi sjávarfiska í Noregi og vann meðal annars við sandhverfu og lúðu með góðum árangri. Hann fékk vinnu við þetta að námi loknu. Þegar heim var komið vann hann um tíma við bleikjueldi hjá fiskeld- isstöð í Tálknafirði. Þar stóð hann fyrir tilraun með eldi á sandhverfu. Flutt voru inn hrogn frá Frakk- landi. Klakið gekk vel en þegar seiðin voru að komast á legg urðu óvænt afföll sem síðar kom í ljós að voru vegna sníkjudýrs. „Það var til sáraeinföld lausn við þessu en við fundum ekki út hvað var að fyrr en of seint. Tilraunin var verðmæt og nú er sá fiskur sem út úr þessu kom hluti af þeim stofnfiski í sandhverfu sem til er í landinu,“ segir Skúli. „Ég lagði mikið á mig í Tálknafirði og eftir að ég hætti þar hugsaði ég með mér að koma ekki nálægt fisk- eldi aftur, nema ég gæti gert það á eigin forsendum,“ segir Skúli sem fór að kenna í framhaldsskólum og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og stofnaði eigið fyrirtæki í garða- þjónustu. Eldi að hefjast En aðstæður fólks geta breyst á skömmum tíma. Skúli slasaðist illa í bílslysi fyrir þremur árum. Hann fór þá að hugsa aftur um fiskeldið. Hann hafði fylgst með fiskeldisstöð í Fljótum sem hafði verið til sölu um hríð, bauð í hana og fékk á vægu verði. „Ég ætlaði að nota þetta til að koma mér af stað í vinnu aftur. Það tók lengri tíma að verða vinnufær en ég hafði vonast til,“ segir Skúli. Hann fór til endurhæfingar í hálft ár á gamlar slóðir í Björgvin og skráði sig til náms í fiskadýralækn- ingum. Í fyrra fór hann síðan að huga aftur að stöðinni sinni fyrir norðan. Fiskeldisstöðin er á Lambanes- reykjum í Fljótum. Hún var byggð af Miklalaxi á sínum tíma og Máki endurbyggði hana til eldis sjáv- arfiska. Segir Skúli að þetta sé mikil aðstaða og stöðin sé í góðu standi eftir að þau hjónin hafi tekið hana í gegn og þrifið. Þótt áhugi hans og reynsla liggi meira í eldi sjávarfiska ákvað Skúli að hefja bleikjueldi. Telur hann stöð- ina henta betur fyrir eldi í fersku vatni. „Það er verkefnið núna að koma henni í rekstur aftur,“ segir Skúli. Hann keypti bleikjuhrogn á Hólum í fyrravetur og er að ala þau í aðstöðu í nágrenni Reykjavíkur. Hann ætlar að flytja seiðin norður einhvern næstu daga og setja eldið í fullan gang. Hann er mikið í Skagafirði vegna starfa sinna sem kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Möguleikar í útflutningi „Þetta er spennandi verkefni og miklir möguleikar í útflutningi nú, þegar svona gott verð fæst fyrir af- urðirnar,“ segir Skúli. Hann ætlar að einbeita sér að því að ná tökum á eldinu í upphafi, hafa hlutina eins einfalda og mögulegt er. Von er á fyrstu afurðunum næsta sumar. Reiknar hann með að framleiða um 50 tonn af bleikju á ári í upphafi og bæta síðan við hægt og sígandi upp í 100 tonn. Hann segir tæknilega mögulegt að framleiða þrefalt það magn en mikilvægara sé að láta eld- ið ganga örugglega og sjá til þess að það skili útflutningstekjum og borgi sig, en að spenna framleiðsluna upp. Hann valdi bleikjuna vegna þeirr- ar reynslu sem fyrir hendi er á bleikjueldi hér á landi, vegna þess hversu lítil heimsframleiðslan er og góðs og stöðugs verðs fyrir afurð- irnar. „Fiskur sem framleiddur er í svona litlum mæli mun seint fella sjálfan sig í verði eins og gerst hefur með lax, barra og fleiri tegundir þegar framleiðslan hefur náð ákveðnu marki,“ segir Skúli. Mikil áskorun Fiskeldi er ein af þeim atvinnu- greinunum sem bundnar hafa verið vonir við, og það oftar en einu sinni. „Það er mikil áskorun,“ segir Skúli þegar hann er spurður hvernig gangi að fjármagna nýja starfsemi í þessari umtöluðu grein. Hann segist hafa fjármagnað reksturinn með eigin fé fram undir þetta en þurfi lánsfjármögnun á meðan verið sé að byggja eldið upp. Þá segist hann vera í sambandi við erlenda fagfjár- festa sem væru áhugasamir um að nýta möguleika sem stöðin býður upp á. Fleiri kostir eru í skoðun til fjármögnunar. Í þeim tilgangi hefur Skúli boðið erlendu fyrirtæki að gera við það framvirkan sölusamn- ing. „Það hafa greinilega margir brennt sig á fiskeldinu. Ég var úti í Noregi þegar þetta gerðist og þekki söguna ekki nógu vel. Hitt veit ég að fiskeldið er fólki minnisstætt og ef menn muna jafn vel eftir banka- hruninu og erfiðleikum fiskeldisins, þá þarf að bíða í mannsaldur þangað til fordómar í garð bankareksturs hverfa. En það eru sem betur fer enn til menn sem hafa trú á fiskeld- inu,“ segir Skúli. Gott að geta unnið á eigin forsendum Eldi Skúli hyggst byrja smátt Af stað Skúli Guðbjarnarson hugar að seiðum sínum. Hann er byrjaður í fiskeldi aftur eftir langt hlé og telur að þar séu ýmsir möguleikar. Skúli Guðbjarnarson hefur fengið styrk frá Orkusjóði til að rannsaka möguleika á notkun fallsins í ferskvatnsleiðslunni inn í fiskeldisstöðina til að spara orku við rekstur stöðv- arinnar. „Ég er með þetta uppfinn- ingamannseðli í mér. Fljótlega eftir að ég tók við stöðinni fór ég að athuga með aðrar lausn- ir. Þarna er allt of mikið af málmum sem ryðga hratt í sjó og eru þungir í viðhaldi,“ segir Skúli. Hann ætlar að vera með eldi í ferskvatni. Því mun hann opna gömlu ferksvatnsleiðsluna sem liggur ofan úr fjalli og leiða hana aftur inn í stöð. Hyggst hann nýta orkuna sem það skapar og jektora til að leiða vatnið um vatnskerfið, í stað rafknúinnar dælu. Þannig mun inntaksvatnið knýja kerfið áfram að hluta. „Ég veit ekki hversu mikið er hægt að spara, rannsóknin leiðir það í ljós. Þetta einfaldar hlutina og dreg- ur úr viðhaldi,“ segir Skúli. Bunan knýr vatnskerfið  Möguleikar í fiskeldinu til gjaldeyrisöflunar  Fiskeldismaður og framhaldsskólakennari keypti fiskeldisstöð í Fljótum  Gott að vinna við það sem maður hefur menntað sig til, segir hann Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is VIÐTAL G. Péturs Matthíassonar við Geir H. Haarde forsætisráðherra frá því í janúar 2007 hefur vakið mikla athygli síðan G. Pétur Matt- híasson birti það á bloggsíðu sinni síðastliðinn föstudag. Þar sést for- sætisráðherra bregðast afar illa við spurningum G. Péturs sem er fyrr- verandi fréttamaður Ríkissjónvarps- ins. Páll Magnússon útvarpsstjóri krafðist þess í gær að G. Pétur skil- aði upptöku af viðtalinu og bæðist af- sökunar á framferði sínu. Að öðrum kosti myndi lögfræðingur stofnunar- innar fá málið sent til skoðunar. Krafa Páls meiri álitshnekkir G. Pétur segir erfitt að átta sig á því hvað Páll meini með afsökunar- beiðni en hann vilji biðja þjóðina af- sökunar á því að hafa ekki birt við- talið strax á sín- um tíma. „Hafi Ríkissjónvarpið, minn gamli vinnustaður, beð- ið álitshnekki þá biðst ég afsökun- ar á því líka,“ seg- ir G. Pétur. Af þeim viðbrögðum að dæma, sem hann hefur fengið vegna málsins, sé þó líklegra að Rík- isútvarpið hafi beðið álitshnekki vegna kröfu Páls Magnússonar. Mörgum hefur þótt orðsending Páls hljóma sem aðvörun til núver- andi starfsfólks. Búinn að skila spólunni G. Pétur segir að sér þyki ólíklegt að RÚV höfði mál gegn sér úr því sem komið sé. Strax í gær sendi hann Páli spóluna með hinni upp- runalegu upptöku í ábyrgðarpósti. Þar með telur G. Pétur sig hafa orðið við kröfum Páls. Hins vegar er myndbandið auðvitað öllum aðgengi- legt á netinu eftir sem áður. „Hefði átt að birta það fyrr“  Útvarpsstjóri krafðist þess að fá myndbandsupptöku af viðtali við forsætisráð- herra afhenta  Vildi einnig fá afsökunarbeiðni en fékk hana senda öfuga til baka G. Pétur Matthíasson PÁLL Magn- ússon útvarps- stjóri sendi í gær starfsmönnum RÚV bréf vegna málsins. Þar seg- ir hann fram- göngu G. Péturs svo ómerkilega og óheiðarlega að ekki verði við unað, auk þess sem G. Pétur brjóti gegn hags- munum RÚV með gerðum sínum. Páll segir viðmælendur Rík- issjónvarpsins ekki eiga að þurfa að sæta því að viðtalsbrot séu tekin út úr samhengi og birt á bloggsíðum löngu síðar, hugsanlega í þeim til- gangi að sverta viðmælandann. Ríkisútvarpið þurfi að sýna heil- indi og hreinskiptni í samskiptum við fólk. Þetta stefni trausti og trú- verðugleika frétta- og dagskrár- gerðarmanna RÚV í hættu og tor- veldi þeim að rækja skyldustörf sín. Sendi skilaboð til starfsfólks Ríkisútvarps Páll Magnússon G. Pétur spurði Geir um stöðu krónunnar. Geir skammaði Pétur fyrir að spurningar hans væru gall- aðar, spurði hvort hann væri með spurningar eða málflutning og sleit viðtalinu. „Ég er með spurn- ingar! Ég hlýt að mega spyrja þig, ég hlýt að mega leggja eitthvert upplegg í spurninguna, í ljósi um- ræðunnar sem er. Þú getur þá náttúrlega bara svarað nei. Það er bara í þínu valdi, þá bara notum við það þannig,“ segir G. Pétur þá. Geir: „Búinn að því. Þakka þér fyrir. Fínt viðtal.“ Pétur: „Láttu ekki svona Geir!“ Geir: „Láti ég ekki svona?“ Pétur: „Ég er ekki að halda ein- hverju fram.“ Geir: „Ertu að rífast við mig hérna, drengur?“ Pétur: „Já ég er að því. Ég er bara ósáttur við þetta.“ Geir: „Það er nefnilega það. Það er gott að vita af því.“ Þá er klipping í myndskeiðinu og komið aftur inn í samtalið þar sem G. Pétur og Geir þrefa um það hvort Geir beri að svara spurn- ingum hans eða ekki. Geir segist þar m.a. ósáttur við að þurfa að svara „öllu röfli sem upp kemur í þjóðfélaginu“. Rifrildi við ráðherra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.