Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 21

Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 21
Erlent 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama, verðandi for- seti Bandaríkjanna, hefur valið virta hagfræðinga í þau embætti sem mest mæðir á þegar reynt verður að blása lífi í efnahag landsins á næstu misserum. Hagfræðingarnir hafa hingað til beitt sér fyrir varfærnis- legri stefnu í ríkisfjármálum, aukn- um sparnaði og minni fjárlagahalla. Þeir hafa aðhyllst þá skoðun að tak- mörkuð ríkisútgjöld geti ásamt frjálsum viðskiptum skapað varan- legan hagvöxt. Verkefnið sem Obama hefur falið helstu efnahagsráðgjöfum sínum er að ýmsu leyti í andstöðu við það sem þeir og fleiri hagspekingar hafa boð- að til þessa. Hann hefur sagt þeim að setja fjármálakerfinu nýjar regl- ur og semja áætlun um ráðstafanir til að blása lífi í efnahaginn, aðgerðir sem gert er ráð fyrir því að kosti rík- issjóð allt að 700 milljarða dollara á næstu tveimur árum. Innviðir efldir Fénu verður meðal annars varið til að byggja brýr, leggja vegi, bæta almannasamgöngur og fjárfesta í nýjum og vistvænum orkugjöfum, svo eitthvað sé nefnt. Obama segir þetta nauðsynlegt til að skapa eða vernda um 2,5 milljónir starfa á næstu tveimur árum. Svo umfangsmikil ríkisafskipti með stórauknum útgjöldum hafa verið eitur í beinum margra hag- spekinga í Bandaríkjunum, einkum á tímum gífurlegs fjárlagahalla, og álitin jaðra við sósíalisma. Nú er hins vegar öldin önnur og efnahagsástandið orðið svo slæmt að margir hagfræðingar og þingmenn fagna boðuðum aðgerðum Obama og telja að ráðamennirnir í Washington séu þeir einu sem geti komið efna- hagnum á skrið að nýju. Þeir eru sammála um að gera þurfi ráðstaf- anir til að hjálpa milljónum húseig- enda sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Ennfremur þurfi að halda áfram að bjarga fjármálafyrirtækjum, þótt sum þeirra eigi það ekki skilið, til að afstýra hrinu gjaldþrota fyrirtækja og einstaklinga. Helstu efnahagsráðgjafar Obama snúa við blaðinu Lögðu áður áherslu á minni fjárlaga- halla en boða nú stóraukin ríkisútgjöld                            !  "    !         #          %  !  %! & '( !                     )%                          !   "# !   !    " $ !#%% %  &!      !!  !&%  "#'( !%) !   !   % "! " !&   %$    *+,-./0-1- *+,-./01-1-,.23-0++-- +24,2 - !    "   #$   %       ,  *  $            ,  5   +       ! ,,  )%                   #-  !            6 /7  . !   * /        !   Í HNOTSKURN » FjármálaráðherraefniObama, Timothy Geithner, var aðstoðarráðherra í fjár- málaráðuneytinu í forsetatíð Clintons. Lawrence Summers, sem á að fara fyrir efnahags- ráðinu, var fjármálaráðherra í stjórn Bill Clintons. » Þeir lögðu áherslu á frjálsviðskipti og telja að efna- hagsuppganginn í valdatíð Clintons megi að miklu leyti rekja til minnkandi fjár- lagahalla. UM 25.000 fram- haldsskólanem- endur í Dan- mörku mega eiga von á, að kenn- arar þeirra biðji þá að afhenda farsímann svo hægt sé að kanna innihaldið, til dæmis sms- skeyti og myndir. Þetta er gert vakni grunur um, að nemendur hafi brotið af sér með ein- hverjum hætti. Í Oure Efterskole hefur nokkrum nemendum verið vís- að burt vegna þess, sem í ljós kom við athugun á farsímanum þeirra. Ole Hjorth, forstöðumaður skól- ans, segir, að gripið sé til þessa u.þ.b. fimm sinnum á ári en þó því aðeins, að talin sé sérstök ástæða til. Ekki eru allir hrifnir af þessu og segja farsímann í raun dagbók, sem ekki eigi að vera öðrum opin. svs@mbl.is Farsímar nemenda rannsakaðir Síminn Dagbók unga fólksins. Eins og að hafa að- gang að dagbókinni EFTIR árangurslausar tilraunir í fimm daga hefur bandarískum geimförum loks tekist að nota tæki sem breytir þvagi í drykkjarvatn. Tækið er hluti af vatnshreinsibún- aði sem geimferjan Endeavour flutti í Alþjóðlegu geimstöðina. Sex geimfarar eiga að dvelja í geim- stöðinni á næsta ári, í stað þriggja nú, og tækið verður mikilvægur þáttur í því að sjá þeim fyrir vatni. bogi@mbl.is Tókst að breyta þvagi í vatn ÞESSI indversku börn skemmtu sér vel á meðan full- orðna fólkið var við vinnu sína á kartöfluakrinum en þau eiga þau heima í þorpinu Baraikapurva í Uttar Pradesh. Ekki fylgdi fréttinni hvort jarðeplin væru gullauga eða Rauður Eyvindur en líklega er sett niður og tekið upp oftar en á Ísa köldu landi. AP Líf og fjör í kartöflugarðinum CONNIE Hedegaard, loftslags- og orkumálaráðherra í dönsku stjórninni, hefur varað við hugmyndum um fleiri risastórar verslanamiðstöðvar í Danmörku. Segir hún, að þær eigi sinn þátt í aukinni mengun vegna meiri akst- urs og séu auk þess beint tilræði við mannlífið í borg- unum, einkum miðborgunum. Til að standa vörð um lífið í borgunum ákvað danska þingið fyrir aðeins ári að takmarka fjölda nýrra versl- anamiðstöðva en þær eru yfirleitt nokkuð fyrir utan borgirnar. Nú virðist stjórnin hins vegar vera að semja um það við Danska þjóðarflokkinn að auðvelda byggingu fleiri verslanamiðstöðva. Hedegaard, sem er í Íhaldsflokknum, minnir á, að samþykkt þingsins í fyrra hafi verið gerð til að stuðla að fjölbreyttara mannlífi í borgunum. Segir hún, að þess séu mörg dæmi, einkum í Bandaríkjunum en til dæmis líka í Svíþjóð, að bæir séu orðnir líflausir með öllu vegna þess, að öll verslun fari fram í risastórum verslana- kjörnum utan bæjar- eða borgarmarkanna. Henrik Harder, lektor í skipulags- og samgöngu- málum við Álaborgarháskóla, segir, að kannanir sýni einnig, að fólk noti ekki almenningsfarartæki eins og strætisvagna til að komast í verslanamiðstöðvarnar og frá þeim, heldur næstum eingöngu einkabílinn. Það þýði ekkert annað en meiri akstur og meiri mengun. svs@mbl.is Á móti risaverslunum ÞRIÐJUNGUR Gulár í Kína er svo mengaður, að vatnið er ekki einu sinni hæft til iðnaðarnota. Fljótið er hins vegar aðaluppspretta neyslu- vatns tugmilljóna manna. Nýjustu rannsóknir sýna, að 34% vatnsins í Gulá eru orðin svo eitruð, að það er óhæft til drykkjar og allra annarra nota, til dæmis í fiskeldi, í iðnaði eða landbúnaði. Raunar voru aðeins 16% af vatninu fullkomlega drykkjarhæf. Mengunin hefur aukist í takt við iðnaðaruppbygginguna í Kína og frá iðnaði koma 70% af óþverranum. Þá er eins komið fyrir mörgum þverám Gulár enda segir Wen Bo, sem starf- ar fyrir umhverf- isverndarstofnun í Kaliforníu, að fljótið sé bara eins og eitt alls- herjarskolpræsi. Margar af menguðustu borgum í heimi eru í Kína og þar er fjöldi fljóta og vatna steindauð- ur vegna mikillar mengunar. Virðast tilraunir stjórnvalda til að draga úr henni litlu hafa skilað hingað til. svs@mbl.is Mengun gæti valdið vatnsskorti í Kína Eins og gríð- armikið skolpræsi. NICOTINELL Fæst nú hjá okkur! ® Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Fæst á sölustöðum Shell á höfuðborgarsvæðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.