Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 22

Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 22
Hagyrðingakvöld var nýlegahaldið í Aratungu með úrvals- hagyrðingum víðsvegar að af land- inu undir stjórn Ólafs G. Einars- sonar, fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis. Jón Ingvar Jóns- son orti þegar bifreiðin renndi í hlað í Reykholti: Séra Hjálmar heims frá slarki hingað ók í kulda og trekki, vegum fylgdi að vissu marki en vinstri beygjur tók hann ekki. Ólafur Stefánsson tók á móti hag- yrðingunum, þar sem Sigrún Har- aldsdóttir var með í för: Öll þau komu í einum bíl, æstist vestan strengur, en Sigrún hefur sexapíl, sama á hverju gengur. Séra Hjálmar Jónsson kynnti sig um kvöldið með þessari vísu: Í minningunni grasi grónar grundir brostu við mér ungum. Í Dómkirkjunni Drottni þjónar drengur austan úr Biskupstungum. Og Hjálmar orti um „ástandið“: Fjármál ræða út í eitt einkum þeir sem missa en við sem áttum aldrei neitt erum bara hissa. Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráð- herra, orti um bændurna í Biskups- tungum, hvað þeir hefðu það gott þegar verktakar væru komnir í hey- skapinn, en tók það fram að þeir tækju ekki verktaka í inniverkin: Ölvaðir af sumri og sól svífa karlar inní ból, en hrútarnir þeir hrista tól, helst þá fer að nálgast jól. Þá mælti Sigrún Haraldsdóttir: Hér þarf að minna á það aftur og enn svo enginn í heimsku vaði, að við þessir fágætu framsóknarmenn erum frábær í alla staði. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af hrútum og bændum 22 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 veginn skemmtilegt,“ segir Halldór hugsandi og lítur á hrúgu af teikn- ingum sínum í hillu rétt við borðið. „Mér finnst það svolítið stress- andi,“ segir Halldór um það að hafa tekið við af Sigmund á síðum Morg- unblaðsins. „Hann er auðvitað svo mikill hluti af íslenskri menningu og þjóðarvitund. Ég er fæddur 1965 og Sigmund byrjaði að teikna 1964 þannig að ég hef algjörlega alist upp við að sjá teikningu frá honum á hverjum degi og myndirnar hans eru á einhvern hátt samofnar manni,“ segir Halldór. „Já, það er ábyrgðar- hlutverk að koma í hans starf.“ Þegar hann var 5–6 ára var Hall- dór viss um að hann væri góður að teikna og langaði þá þegar mest af öllu að vera teiknari eins og Sigmund. „Þá var ég farinn að teikna myndir af kennurunum og svona, fékk athygli út á það í bekknum að teikna skrípó- myndir. Þær voru stundum hengdar upp á vegg og krakkarnir hlógu að þeim.“ Þó að hugur Halldórs hafi þá strax hneigst til teikninga hafði það áhrif að lítil teiknihefð er á Íslandi. „Það var því frekar óraunsætt að ætla sér að verða teiknari. Öll skila- boðin úr samfélaginu voru í þá átt. Ég ákvað því að verða arkitekt eða grafískur hönnuður, svo myndlistar- maður og byrjaði að læra það.“ Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum og segir: „Svo end- aði það bara með því að ég fór að gera það sama og þegar ég var sjö ára.“ Og hlær. Aftur til barnæskunnar Morgunblaðið/RAX Á vinnustofunni Halldór sér skoplegu hliðarnar á þjóðmálunum og færir þær yfir á blað með nítjándu aldar teiknaraáhöldum.  Halldór Baldursson endurspeglar þjóðarsálina í skopmyndum sínum  Fær sjaldan teiknistíflu en hugmyndirnar telur hann þó misgóðar Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is ÁLÚTUR situr teiknarinnyfir verki sínu á vinnustof-unni. Eina lýsingin semhann nýtir sér er gamal- dags lúxor-lampi. Fleira er gamal- dags í vinnustofunni því þótt hann hafi um tíma nýtt sér tölvuna við teikningar sínar notar hann nú orðið eingöngu fjaðurpenna og blekbyttan stendur opin á borðinu. Halldór Baldursson teiknaði frá upphafi útgáfu Blaðsins eina teikn- ingu í það á dag. Þegar Blaðið fékk nafnið 24 stundir hélt hann áfram á síðum þess. Núna teiknar hann í Morgunblaðið og hefur tekið við skopkyndlinum af meistara Sigmund sem hefur látið af störfum. „Ég fylgist mjög vel með,“ svarar Halldór spurningunni um hvaðan hann fær allar sínar hugmyndir. „Ég brása á netinu og les allar þessar nöldursíður [bloggið],“ bætir hann við, „og svo vinn ég úr þessu.“ Hann neitar því hlæjandi að hann fylgist með öllu því sem fram fer í þinginu. „Ég hef engan tíma til að hlusta á all- ar þessar ræður og það allt. Þess vegna er gott að hafa blaða- og fréttamenn,“ segir hann og glottir. Halldór hefur nú teiknað í þó nokkur ár og kannski viðbúið að ein- hvern tímann myndist stífla þegar draga á skopmynd dagsins upp. Hann segir þó: „… neeei, það er sjaldan stífla, hugmyndirnar eru þá frekar misgóðar. En það er ekkert sérstakt vandamál, yfirleitt er ég með svona tvær-þrjár hugmyndir í kollinum.“ Hugmyndirnar koma gjarnan til hans á meðan hann er að skissa og kannski má þá lýsa því á þann hátt að þær renni úr fjaður- penna hans á blaðið. „Þetta er svolít- ið eins og framlenging á heilanum og oft verða hugmyndir til mjög mynd- rænt. Brandarinn getur jafnvel orð- ið til á eftir. Ég sé fyrir mér tákn- ræna massíva myndlíkingu og þá er ég viss um að brandarinn sé til stað- ar, þó að hann komi seinna.“ Stund- um sprettur hugmyndin þó fram full- sköpuð. Tvo-þrjá tíma tekur að teikna hverja mynd. Þegar teikningin er tilbúin skannar Halldór hana inn og sendir hana rafrænt til Morgun- blaðsins. „Það er auðvitað hægt að teikna í tölvu,“ segir Halldór um aft- urhvarfið til fjaðurpennans, „ég teiknaði einu sinni allt þannig. En svo hef ég þróast frá henni, aftur í vatnslitina og nítjándu aldar teikn- araáhöld. Þau eru klassísk í svona teikningu, ég held að flestir noti þau. Það er alltaf best að teikna á pappír. Líka það að eiga hlutinn er einhvern Í dag verður opnuð gátt að teikn- ingum Halldórs Baldurssonar í gegnum mbl.is. Ingvar Hjálmars- son, vefstjóri mbl.is, segir hana fyrst og fremst hugsaða sem þjón- ustu fyrir lesendur vefjarins. „Hug- myndin er sú að notendur mbl.is geti farið inn á vefinn og skoðað mynd dagsins, sem Halldór velur sjálfur,“ segir Ingvar. Stefnt er að því að opna þetta með þrjátíu myndum og smám saman verður aukið við. Hægt er að kaupa myndirnar ýmist rafrænt eða í viðhafnarútgáfu. mbl.is er í samstarfi við Hans Pet- ersen, sem sér um framköllun, og viðhafnarútgáfan er afhent innrömmuð. Allir bloggarar, skráðir á blog.is, geta tjáð sig um myndirnar. Hnappur verður á forsíðu mbl.is, vinstra megin, undir „nýtt“. Slóðin er mbl.is/halldor. Halldór á gagnvirku vefsvæði TAFLA sem sendir frá sér rétt magn lyfja þegar búið er að gleypa hana hefur verið hönnuð af vís- indamönnum segir breska dag- blaðið Daily Telegraph. Taflan inniheldur örgjörva, rafhlöðu, þráðlaust radíó, dælu og lyfjabirgð- ir, en hún dælir réttu magni lyfja í fyrirfram ákveðinn líkamshluta. Pillan, sem kölluð er „iPill“ er hönnuð af hollenska rafeindafyr- irtækinu Philips og er hún með skynjara sem mælir sýrustig til að meta staðsetningu sína í meltinga- færum. Talsmaður fyrirtækisins segir að töfluna verði hægt að nota til að meðhöndla meltingafæra- sjúkdóma á borð við svæðisgarn- arbólgu (Chron’s). Þar sem taflan dælir lyfinu á nákvæmlega réttan stað er hægt að hafa skammtana smærri og dregur það úr hættunni á aukaverkunum. Búist er við að fyrirtækið kynni töfluna á ársþingi bandarískra lyfjavísindamanna sem haldið er í Atlanta nú í nóvember. Skammtur mældur með pillu Tækni Tafla sem sjálf sér um að mæla lyfjaskammtinn felur í sér minni skammtastærðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.