Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 mbl.is/moggaklubburinn Klúbbtilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Heilsukoddi fylgir Fullkominn og þægilegur stuðningur þegar þú sefur. Með hverju King Koil heilsurúmi, sem áskrifendur Morgunblaðsins kaupa, fylgir heilsukoddi. Verð 7.900 kr. Moggaklúbburinn Greiðandi áskrifendur í Mogga- klúbbnum eru um leið félagar í Moggaklúbbnum. Áskrifendur Morgunblaðsins fá King Koil heilsurúm frá Rekkjunni á 30% afslætti og heilsukodda í kaupbæti. King Koil heilsurúm eru þau einu á markaðnum sem eru bæði með vottun frá stærstu neytendasamtökum í Bandaríkjunum (Good Housekeeping) og alþjóðasambandi kírópraktora (FCER). King Koil þarf aldrei að snúa því þau hafa aðeins eina svefnhlið. Tveir heilsukoddar fylgja með tvíbreiðum rúmum, einn með einbreiðu. Tilboðið sem getur sparað þér frá 62.300 kr. Frábær afsláttarkjör af King Koil heilsurúmum afsláttur fyrir áskrifendur Rekkjan, Bláu húsunum Faxafeni NÚ HEFUR sól sortnað og fold sig- ið í mar. Garpur hefur geyjað fyrir Gnipahelli, festar hafa slitnað og freki runnið með fjármálakerfi þjóð- arinnar í kjaftinum. Heiðar stjörnur af himni horfnar og efnahagur heim- ilanna í uppnámi. Það geysar eimi við aldurnara. En völvan í Völuspá sá fyrir sér, að upp kæmi öðru sinni jörð úr ægi iðjagræn, þar sem fossar féllu og örn flygi yfir. Þar myndu og á eftir undursamlegar gullnar töflur í grasi finnast. Það verður að vona, að fulltrúum þjóðarinnar, sem við höfum kjörið til að bera ábyrgð á fjármálum henn- ar, hafi ekki endanlega tekist að eyðileggja framtíð hennar líka með athöfnum sínum og þá öllu fremur at- hafnaleysi. Þjóð án vonar á enga framtíð. En hvernig skyldi þá þetta Ísland framtíðarinnar þurfa að líta út, þegar það rís úr ægi iðjagrænt á nýjan leik? Ég vil sjá röskan helming Alþingis skipaðan nýjum fulltrúum hófsemdar, heiðarleika og virðingar fyrir landinu. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn kominn í fram- sóknarfylgi og Framsóknarflokkinn í helftina af því sem eftir er, þótt lítið sé. Þessi öfl bera öðrum fremur ábyrgð á uppnáminu. Ég vil sjá forseta lýðveldisins starfa fyrir þjóðina, í sátt við þjóðina og löglega kjörin stjórnvöld. Hann á að tala skýrt og njóta virðingar og trausts. Hann á að greiða götu allra réttlætismála og sýna ráðdeild og ábyrgð í athöfnum og embættisrekstri. Hann starfi að hámarki í átta ár. Ég vil sjá vammlausa ríkisstjórn, sem veitir trausta verkstjórn, forsjá og fyrirhyggju þannig að tekið sé á aðsteðjandi vandamálum í tæka tíð. Ég vil sjá bankastjórn Seðlabankans leysta frá störf- um og hana skipaða að nýju hæfum einstaklingum og aldrei aftur uppgjafa stjórnmálamönnum. Aldrei aftur verði banki þjóðnýttur eða yfirtekinn nema að vel at- huguðu máli þannig að afleiðingar slíks verknaðar liggi fyrir áður en hann fer fram. Ég vil sjá Fjármálaeftirlitið hafa virkt eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja þannig að aldrei aftur komi til þess að þjóðin þurfi að borga fyrir afglöp í stjórnsýslunni tengd slíkri starfsemi. Kostnað við þetta nauðsynlega eftirlit þarf ríkissjóður að greiða en ekki fjármálastofnanirnar, sem þannig öðlast yfirráð yfir eftirlitinu. Ég vil sjá traust og trúverðugt uppgjör banka og sparisjóða og umfram allt að eignir séu rétt skráðar og óbólgnar vegna ímyndaðrar viðskiptavildar. Ég vil banna lífeyrissjóðum að fjárfesta í öðru en rík- isskuldabréfum. Fulltrúar þeirra eiga ekkert erindi í stjórnir hinna og þessara félaga og stofnana. Ég vil að óspillt jörð rísi úr ægi. Laun séu hófstillt og réttlát. Eftirlaunaósómi þingmanna og ráðherra horf- inn. Sjálftaka stjórnenda á þóknunum á kostnað hlut- hafa félaga sé úr sögunni. Innborgun hlutafjár félaga fari fram lögum samkvæmt og án undantekninga. Ég vil sjá hátekjuskatt á nýjan leik. Ég vil að stjórnvöld viðurkenni í verki, að þau starfi í umboði fólksins í landinu og veiti því trúverðugar upp- lýsingar í samræmi við beztu vitund og án vandræða- gangs. Ég vil að leitað sé í smiðju erlendra óvilhallra aðila við endurskipan fjármálakerfis þjóðarinnar. Hin vel menntaða þjóð virðist því miður til þess vanhæf að stjórna fjármálum sínum. Við höfum góða reynslu af innflutningi réttlætis frá útlöndum og slíkur innflutn- ingur skemmir ekki viðskiptajöfnuðinn. Ég vil sjá nýja mynt leysa af hólmi hina annars alsak- lausu krónu, sem er fórnarlamb misviturrar stjórn- sýslu. Ég vil sjá, að fólkið í landinu kjósi eftir málefnum og einstaklingum í stað þess að rígbinda sig í staðnað kerfi misheppnaðra stjórnmálaflokka. Þannig og aðeins þannig nýtir það vald sitt til að koma á breytingum. Ég vil sjá frjálsa, öfluga og óháða fjölmiðla þannig að menn geti tjáð skoðanir sínar óttalausir um að vegna þeirra þurfi þeir að þola stöðumissi, sviptingu tækifæra og tekna. Hin bláa hönd heyri sögunni til. Yfirskrift þessa greinarkorns er samhljóða heiti á bók, sem Sir Thomas Moore, fyrrverandi ríkiskanslari Englands á valdatíma Hinriks 8, skrifaði og gaf út á árinu 1516. Í henni er lýst ímynduðu fyrirmyndarríki, sem var í hrópandi andstöðu við það sem þá tíðkaðist. Sir Thomas var annálaður fyrir góðsemi, réttsýni, umburðarlyndi, hófsemd og miskunnsemi. Fyrirmynd- arríkið tekur mjög mið af þessum gildum. Hann var hins vegar fastur fyrir í skoðunum og lét ekki bláhenta tækifærissinna hagga sér. Hann var enda hnepptur í fangelsi fyrir skoðanir sín- ar, sem voru skilgreindar sem landráð, og höggvinn af honum hausinn árið 1535. Vonandi verður ekki ógæfu Íslands allt að liði. Útópía – fyrirmyndarríkið Sverrir Ólafsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi sjálfstæðismaður. NÚ ER svo komið að allir Íslendingar, ungir sem aldn- ir, liggja undir því ámæli að vera þjófar og svindlarar af verstu gerð. Þetta mun verða svo þar til þeir aðilar koma fram sem ábyrgðina bera og viðurkenna afglöp sín opinberlega. Gildir þá einu hvort menn eru þessa dag- ana í skjóli verkalýðsfélaga, embætta eða undir vernd- arvæng núverandi stjórnvalda. Hreinsun og um leið end- urnýjun í öllu fjármálakerfinu er algerlega nauðsynleg til endurnýjunar á trausti okkar Íslendinga. Forgangsröðun í hinu nýja Íslandi verður að vera skýr. Jakkafatamömmudrengir hafa fengið sitt tækifæri og nú verðum við að tryggja okkar minnstu bræðrum og systrum betra líf. Mannsæmandi kjör. Aðgang að okkar þjóðfélagi á jafnréttisgrunni og er þá allt innifalið; menntun, atvinna og tómstundir svo eitthvað sé nefnt. Flokkshlýðni er nokkuð sem ekki má há okkur næstu árin. Við verðum öll að gera okkar besta fyrir Ísland næstu árin. Ég skora á málsmetandi fólk að setjast niður og bjóða sig fram til næstu alþingiskosninga; fagfólk, verkafólk, listamenn, virkjanasinna og náttúruverndarsinna. Allar tegund- irnar. Sjúklingafélög hafa mörg hver tapað öllu því fé sem nurlað hefur verið saman, með sjálfboðavinnu, á undanförnum árum. Nú reynir á að stjórn- völd taki til við að veita þeim styrk til starfa áfram og sjái um að bæta þess- um félögum þann skaða sem þau hafa orðið fyrir. Öflugt starf þeirra er ákaflega mikilvægt einmitt núna. Heilbrigðisþjónusta er sá grunnur sem ekki má skaða á neinn hátt. Stöndum vörð um frábæra þjónustu og bætum það sem betur má fara. Félagsþjónusta á Íslandi er í skötulíki sé miðað við Norðurlöndin. Hún er nokkuð góð miðað við Mongólíu og spurningin er: Hvaða viðmið viljum við hafa? Við búum við norrænt velferðarkerfi segja ráðamenn okkur. Þetta er einhver mesta lygi sem uppi hefur verið. Við erum langt frá því að búa við norrænt velferðarkerfi. Ég skora á ráðamenn að mjaka okkur í rétta átt í þessari þjónustu. Hættum augljósri sóun á almannafé. Dæmi um augljósa sóun er t.d. Ör- yggisráðið, lofthelgisvarnir og sendiráð í öllum krummaskuðum, svo eitt- hvað sé nefnt af gæluverkefnum veraldarfirrtra embættismanna. Áfram Ísland – stöndum saman að alvöru uppbyggingu. Hvernig getum við gengið eða ekið upprétt aftur? Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.