Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 Litli maðurinn var dæmd- ur fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri. Getur verið að það sé meiri glæpur en að koma heilli þjóð á hausinn? En þeir eru fleiri sem bera mikla ábyrgð og ber því að víkja þegar í stað. ’ HÉR skal í fáum orðum reynt að benda á þær hörmungar sem verðtryggingin er að leiða yfir þjóð- ina þessa dagana. Verðtryggð kró- nulán eru að éta upp eignastöðu heimilanna í landinu með ógnarhraða. Fjöldi fólks á eftir að standa uppi eignalaust þegar þessum hremm- ingum lýkur. Nýkynntar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til verndar heim- ilum í landinu breyta þar engu um. Spáð er hækkandi verðbólgu á næstu misserum og verðtryggingin mun fylgja á eftir með gapandi ginið. Guð má vita hvað verður um krónuna. Nú er spurt; hvað verður um þær eignir sem verðtryggingin hefur étið upp til agna og munu þá skuldir vera hærri en matsverð eigna. Íbúðaverð fer í dag snarlækkandi. Fær fólk að búa áfram í húsnæði sínu eftir að það er komið í þrot og þá – á hvaða kjör- um? Ef eignastaðan er engin gagn- vart lánum, hver mun þá eiga að sjá um viðhald viðkomandi eigna sem bankar og þá sérstaklega Íbúðalána- sjóður hefur sogað til sín? Þessara áleitnu spurninga hvað varðar framtíð fólksins í landinu sem hefur misst heimili sín í gin verð- tryggingarinnar, spyr ég hér með fé- lagsmálaráðherra og vænti snöggra svara. Svo má benda á þá hrollvekju að ef aðeins 5% þjóðarinnar komast í þrot og geta ekki borgað reikninga sína um mánaðamót, hrynur pen- ingakerfi þjóðarinnar innan frá og verður þá engu bjargað. Þetta vita hagfræðingar mæta vel. Þetta verður að koma í veg fyrir með öllum til- tækum ráðum. Hrun hagkerf- is – innan frá Sigurjón Gunnarsson, matreiðslumeistari. JÁ, litli maðurinn er ekki ánægður um þessar mundir þar sem þjóðarskútan er strand og brimgarðar ganga yfir hana í flæðarmálinu. Áhöfnin með skipstjórann í fararbroddi er komin á þurrt og telur sig ekki bera neina ábyrgð á strandinu. Strandið sé öðrum að kenna, jafnvel litla manninum sem gagnrýnt hefur skipstjór- ann og aðra yfirmenn skútunnar fyrir eyðslusemi og stefnuleysi undanfarin ár. Litla manninum fari best að þegja þar sem hann sé bæði vitlaus og gamaldags og skilji því ekki mikilvægi útrásarinnar fyrir efnahag þjóðarinnar. Það eigi hins vegar ekki við um forseta vorn og stjórn- málamenn sem haldið hafi útrásarvíkingunum veislur og veitt þeim orð- ur eftir þörfum fyrir góð störf í þágu þjóðfélagsins. Skipstjórinn gengur í burtu af strandstað og raular lagið Ekki benda á mig Þjóðarskútan marar í kafi Meðan brimið brýtur skútuna niður í flæðarmálinu berast fréttir utan úr heimi að hjálp sé á leiðinni. Til standi að senda fjármagn til landsins til að byggja skútuna upp á ný. Vissulega fylgi því verulegur kostnaður eða yfir 4 milljónir á hvert mannsbarn á Íslandi sem setji þannig kom- andi kynslóðir í mikla skuldaklafa. Er skrítið að litli maðurinn sé hugsi? Hann lætur hugann reika heim til Bessastaða, hann sér fyrir sér að verkafólk verði áberandi í boðum forsetans á næstu árum, takandi við orðum og viðurkenningum fyrir gott uppbyggingarstarf. Það er fólkið sem enn og aftur þarf að taka á sig byrðar „auðmanna“ sem komið hafa þjóðinni í þrot. Litli maðurinn ber sig mannalega þrátt fyrir ástandið enda kominn með skóflu í hönd til góðra verka. Hann telur að byggja eigi upp nýtt þjóðfélag á grunni jafnaðar og félagshyggju í stað frjálshyggju sem tröllriðið hefur samfélaginu og gert Ísland að einu skuldugasta landi í heimi. Fyrst þurfi þó að ná þjóðarskútunni af strandstað og stoppa í göt- in. Hagfræði litla mannsins segir jafnframt að eðlilegra sé að veita 500 manns vinnu en einum fyrir sambærileg laun. Þar vitnar hann til þess þegar hann gerði athugasemdir við að forstjóri Kaupþings hefði í mán- aðartekjur sömu laun og um 500 verkamenn. Sá litli gerir reyndar ekki mikið úr hagfræðikunnáttu sinni enda með sömu hagfræðimenntun og seðlabankastjóri, sem sagt enga. Skipt verði um áhöfn Litli maðurinn auglýsir eftir ábyrgð útrásarvíkinganna sem varið hafa ofurlaun með þeim orðum að þeir beri svo mikla ábyrgð umfram alþýðu þessa lands. Hann telur að nú sé komið að skuldadögum og eðlilegt sé að draga þá til ábyrgðar og þeir verði dæmdir líkt og aðrir afbrotamenn. Litli maðurinn var dæmdur fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri. Getur verið að það sé meiri glæpur en að koma heilli þjóð á hausinn? En þeir eru fleiri sem bera mikla ábyrgð og ber því að víkja þegar í stað. Í þeim flokki eru seðlabankastjóri og Fjármálaeftirlitið sem sofnaði á verðinum, en var vakið aftur til lífsins og falið að endurreisa fjármála- lífið á Íslandi. Það skal tekið fram að þetta er ekki brandari heldur fúlasta alvara. Sömu menn og klúðruðu málum eiga að sjá um eftirlitið áfram og end- urreisa fjármálalífið. Að síðustu er það krafa litla mannsins að kosið verði til Alþingis í síð- asta lagi í vor. Þannig gefist kjósendum kostur á að skipta út áhöfninni á Alþingi sem ber mikla ábyrgð á því hvernig komið er fyrir okkur Ís- lendingum. Það mun ekki færast ró yfir íslenskt samfélag fyrr en öllum þeim sem klúðruðu málum verður komið frá og mál þeirra rannsökuð í þaula. Litli maðurinn er klár í brúna enda ekki siðblindur eða blindaður af græðgi. Speki litla mannsins Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar-stéttarfélags. NÚ Á þessum síðustu og verstu tímum berst það til manns úr öllum áttum, hvað sé mikilvægast í líf- inu. Það eru jafnt ráðamenn sem andlegir leiðtogar sem endurtaka það, sem ég tel mig lengi hafa vitað. En hvað skyldi þetta nú vera? Jú, börnin okkar og fjölskyldan. Það þurfti sem sagt ekki fall íslensku bankanna og útrásarvíkinganna til þess að ég áttaði mig á þessu. Ég á þrjú börn og eina stjúp- dóttur. Það sem alla tíð hefur staðið mér næst eru börnin mín ásamt klettinum sem ég giftist en hann samþykkti líka þegar við giftum okkur, að ganga með mér í gegnum súrt og sætt. Uppeldi hefur alltaf verið mér hugleikið efni, enda er ég menntuð á því sviði. Ég hef alltaf látið börnin mín í forgang og þurfti engan til að segja mér það. Já, látið þau í forgang en ég var ekkert að raða, þetta lá alltaf í augum uppi. Ég á margar góðar minningar frá æskuárum þeirra, sérstaklega við bóklestur og sakna ég oft þeirra stunda. Við lásum t.d. Pollýönnu saman og ég hjálpaði þeim við að skilja jákvæðni hennar enda gat hún eins og flestir vita alltaf séð eitthvað jákvætt við hlutina. Ég fylgdi þeim gegnum íþróttafer- ilinn og geri enn og stundum þeg- ar ég var spurð hvort ég væri bú- in að skipuleggja sumarfríið sagði ég: „Það verður Esso-mótið á Ak- ureyri“ eða eitthvað í þeim dúr. Sumir horfðu bara til himins en þarna eignaðist ég marga góða vini, sem ég hefði ekki viljað missa af. En nóg um það. Ég starfa sem grunnskólakenn- ari í einum elsta grunnskóla Reykjavíkur. Alltaf hef ég haft það að leiðarljósi í minni kennslu „að aðgát skal höfð í nærveru sál- ar“ og reynt að gera mitt besta. Nú dynur yfir okkur kennarana að við þurfum að vera vel á varð- bergi vegna barnanna í skólunum. Við vitum að ástandið er erfitt, það á eftir að versna og bitna á þeim sem síst skyldi. En hverju á ég að breyta? Oft hefur maður þurft að virka sem kennari, for- eldri, sálfræðingur og nánast geð- læknir í starfinu. Það er ekkert nýtt og verður þannig áfram. Ráðamenn þjóðarinnar hafa á tyllidögum stært sig af góðu skólakerfi en svo gleymist alveg hverjir það eru sem halda því uppi. En nú spyr sá sem ekki veit. Hvað með okkur kennarana? Fyr- ir nokkrum árum, þegar ég kenndi við annan skóla, lenti ég í mikilli áfallaröskun í mínu starfi án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Þá var lítið um hjálp. Ef ég hefði ekki farið sjálf og barist, hefði hún engin verið. Við kenn- arar erum mjög berskjaldaðir í okkar starfi en höfum okkar siða- reglur, nokkuð sem fleiri hefðu þurft að hafa, því þá væri kannski ekki eins illa komið fyrir okkur í dag. Ég barðist við kvíða í langan tíma en gat ekki sannað það, það var ekki hægt að taka mynd af honum og þar sem hann fellur undir geðsvið var hann ekki bóta- skyldur. Já, það var ekki hægt að taka mynd af honum en ég er ágæt í að teikna, bara nokkuð góð, svo ég hefði getað teiknað upp líðan mína. Myndina hefði ég haft rauða og svarta en það hafði enginn í kerfinu áhuga á að hjálpa mér nema einn aðili hjá mínu fag- félagi. Nú er ég beðin um að vera á varðbergi varðandi líðan barnanna. Málið er bara að mér finnst það sjálfsagt og hefur alltaf fundist. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að börnunum líði sem best. Því þau eiga ekkert annað skilið. En um leið vil ég nota tækifær- ið og hvetja ráðamenn til þess að hlúa betur að kennarastéttinni í landinu þannig að hún megi sækja úrræði og stuðning þegar erf- iðleikar koma upp. Að lokum skulum við muna að samúð sýnd í verki er kjarni hvers góðs manns eins og heim- spekingurinn okkar Gunnar Dal orðaði það svo vel. Ég hef alltaf vitað það … Hildur Kristjánsdóttir, kennari. KÆRU ráðherrar mennta- og atvinnumála; Þorgerð- ur og Jóhanna. Ég er 29 ára, með stúdentspróf og um 4 milljónir í tekjur fyrir árið 2008. Ég er í sambúð og barnlaus. Mér var sagt upp störfum 1. ágúst síðastliðinn og hef frá þeim tíma horft upp á atvinnuhorfur mínar breytast úr erfiðum í vonlausar. Ég hef velt fyrir mér kostum mínum eins og aðrir í sömu sporum. Í ljósi þess að engin störf eru í boði og háskólarnir hafa ákveðið að bjóða nýnema inn á vor- önn þá lá ljóst fyrir að besti kostur minn í þessari stöðu ætti að vera að fara í skóla. Eftir að hafa tekið ákvörðun um að verða mér úti um frekari menntun var næsta skref að leita mér upplýsinga hjá LÍN um hvaða kjara ég mætti vænta þaðan. Útlitið er vægast sagt ekki beysið, mín fyrirgreiðsla hjá þeim ágæta sjóði mun vera 70.000 kr. á mánuði. Áætlanir mínar um að verða mér úti um aukna menntun eru því fallnar í sama flokk og at- vinnuhorfur mínar; úr erfiðum í vonlausar. Augljóst er orðið að eina færa leiðin fyrir mig til að halda velli er að sitja heima með 136.000 kr. á mánuði í atvinnuleysisbætur. Ég sit því eftir með þessar spurningar: 1) Er ekki hagkvæmara og vænlegra fyrir íslenska þjóð og ríki að lána mér þessa upphæð í formi námsláns, sem ég mun þá borga til baka, frekar en að borga mér hana sem atvinnuleysisbætur? 2) Er ekki mögulegt að LÍN og Vinnumálastofnun fari í samstarf og tryggt verði að námslán verði ekki lægri en atvinnuleysisbætur? Og gefa þar með fólki eins og mér, og við erum mörg, tækifæri til að fara í nám og auka þar með verðmæti mannauðs á Íslandi, frekar en að sitja heima iðju- og atvinnulaus? Svar óskast. Kæru ráðherrar mennta- og atvinnumála – svar óskast Ása Björg Valgeirsdóttir, Karlsrauðatorgi 26g, 620 Dalvík Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Breyting á aðalskipulagi Hornafjarðar Vegstæði yfir Hornafjarðarfljót Sveitarfélagið Hornafjörður í samvinnu við Vegagerðina boðar til íbúafundar skv, 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 4. desember 2008 nk. í Nýheimum og hefst kl: 20:00. Fundarefni er breyting á aðalskipulagi Hornafjarðar - Vegstæði yfir Hornafjarðarfljót leið 3b og nýjar námur. Sveitarfélagið mun kynna legu nýs vegstæðis yfir Hornafjarðarfljót ásamt námum sem teknar verða inn á aðalskipulag í tengslum við framkvæmdina. Ennfremur kynnir Háskólasetrið á Höfn drög að umhverfisskýrslu aðalskipulagsins sem unnin er í tengslum við breytingartillöguna. Sérstök athygli er vakin á því að hagsmunaaðilar geta nú kynnt sér drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að umhverfisskýrslu á bæjarskrifstofum Hornafjarðar og á slóðinni: http://www.hornafjordur.is/stjornsysla. Vakin er athygli á að hægt verður að gera skriflegar athugasemdir við tillögu og umhverfisskýrslu þegar sveitarstjórn auglýsir breytingartillöguna skv. skipulags- og byggingarlögum. Vegagerðin kynnir breytingu á leið 3 eins og hún var kynnt í frummatsskýrslu, leið 3b og hagsmunaraðilum er gefin kostur á að gera athugasemdir við leið 3b til Vegagerðarinnar innan 14 daga frá og með 5. desember nk. Síðasti dagur til að skila inn athugasemdum er því fimmtudagurinn 18. des. nk. Einnig geta hagsmunaaðilar kynnt sér leið 3b á heimasíðu Vegagerðarinnar á www.vegagerdin.is Bæjarstjórn Hornafjarðar og Vegagerðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.