Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 32
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
FYRIR tæpum
20 árum horfði
ég á umræðuþátt
þar sem fram
komu sérfræð-
ingar í málefnum
Þýskalands,
þetta var fyrir
sameiningu Aust-
ur- og Vestur-
Þýskalands. Sérfræðingarnir voru
sammála um að það mundi taka
heilan mannsaldur að sameina þessi
tvö ríki, svo ólík væri þeirra menn-
ing og hagkerfi.
Sex mánuðum síðar hrundi Berl-
ínarmúrinn og stutt var í að allt
kommúnistakerfið riðaði til falls.
Þótt nýfrjálshyggjan hafi endanlega
sungið sitt síðasta þá er ekki hægt
að segja að kapítalíska kerfi sé fall-
ið þótt margt sem hefur verið að
gerast upp á síðkastið líkist í mörgu
hruni „hins“ kerfisins.
Það sem hefur gerst hér á landi
og annars staðar í heiminum virðist
hafa komið flestum að óvörum þótt
fyrirboðar fallsins í báðum tilfellum
hefðu átt að vera mjög kunnuglegir.
Í báðum tilfellum misstu menn
trú á ágæti kerfisins. Í komm-
únistakerfinu hafði hvorki almenn-
ingur né ráðamenn mikla trú á
kerfinu svo það féll einsog spilaborg
og lítil mótspyrna varð gegn breyt-
ingum.
Núverandi fjármálakreppa varð
til m.a. af því að bankar hættu að
lána hver öðrum. Þeir hættu að
teysta hver öðrum því þeir vissu að
hinir voru jafn gjaldþrota og þeir
sjálfir þrátt fyrir að nota flott orð
einsog góða EBITU eða góða „eig-
infjárstöðu“.
Hins vegar er tvenns konar mun-
ur á „falli“ þessara tveggja kerfa: Í
fyrsta lagi þá trúir fólk ennþá í dag
að hægt sé að endurreisa kapítal-
ismann – þó með meira regluverki.
Í öðru lagi, að nú er ekki til neitt
annað módel, ekkert annað kerfi til
að taka upp.
Þegar kommúnisminn féll þá var
til staðar sterkt kapítalískt kerfi og
þá þurfti bara að „söðla um“.
Nú er ekkert slíkt kerfi í augsýn
nema þá helst norræna velferð-
arkerfið, sem að vísu er ákveðin
þrautalending en varla til þess fallið
að blása mönnum byr í brjóst og
yrkja kvæði um ágæti þess. Erfitt
er að segja hvernig framtíðarskip-
anin verður, samt er það svo að
þótt núna takist tímabundið að
stöðva lekann, að lappa upp á hand-
ónýtt kerfið þá mun ekki líða á
löngu þangað til fólk missir algjöra
trú á því og þá mun það hrynja
einsog Sovétið forðum. Það er eng-
inn heimsendir í nánd, bara mikil
kerfisbreyting þar sem sumt mun
gjörbreytast og annað halda velli.
Það er ekkert að því að kerfi breyt-
ist, það hefur oft gerst í sögu
mannsins og hann haldið áfram á
sinni þróunarbraut.
Á Íslandi höfum við þau forrétt-
indi að standa nú frammi fyrir því
að geta skapað okkar eigin framtíð
og það er það jákvæða við þessa
kreppu. Mikið er rætt og margt
skoðað í grunninn. Spurningin er:
hvers konar framtíð viljum við?
Þótt ekki séu komnar neinar nýjar
hugmyndir um nýtt hagkerfi þá
held ég að við getum öll sammælst
um nokkur grundvallaratriði sem
munu gera okkur kleift að róa með
samstilltu átaki inn í framtíðina
þótt hún verði veðrasöm og oft erfið
að eiga við.
1. Við getum verið sammála um
að æskilegt sé að framtíðin verði
góð fyrir mannveruna, fyrir hvern
og einn, ekki bara fyrir fyrirtækin
eða ríkið eða dómsvaldið heldur fyr-
ir manninn sjálfan.
2. Við getum þá líka sammælst
um að til að mannverunni líði vel
þurfum við að tryggja hverjum og
einum þau réttindi sem því fylgja
að vera maður. Í grundvall-
aratriðum að fara eftir mannrétt-
indasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Að mannverunni líði vel, andlega
sem líkamlega og að hún búi í um-
hverfi þar sem ríkir friður og sátt
en ekki ofbeldi.
Hvernig framtíð
viljum við?
Pétur Guðjónsson,
talsmaður húmanista á Íslandi.
HALLVEIG – ungir jafnaðarmenn í Reykjavík sendi
frá sér ályktun með tillögum að lausnum hinn 11. nóv-
ember. Henni er hér fylgt eftir. Við köllum eftir upp-
lýsingum og lausnum til framtíðar. Umræðunnar
vegna leggjum við fram tillögur að lausnum sem mætti
skoða.
Sættum okkur ekki við skuldafangelsi
Ungir Íslendingar sætta sig ekki við að verða fangar
í skuldafangelsi eigin húsnæðis. Við viljum leiðarvísi
um inngöngu í ESB og upptöku evru. En einnig leiðarvísi um skamm-
tímalausnir þar til að Ísland tekur upp evruna.
Stjórnvöld reyna nú með veikum mætti að koma gjaldeyrisviðskiptum
í gang. Það gengur illa að ganga frá láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
og fá lán hjá erlendum seðlabönkum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur
áður reynt að setja gjaldmiðla á flot. Árangurinn var ekki glæsilegur.
Stjórnvöld taka því mikla áhættu með stefnu sinni.
Við eigum ónýtan gjaldmiðil en niðurstaðan eftir fleytingu krónunnar
gæti verið ónýtur gjaldmiðill og að auki sex milljarða dollara skuldsetn-
ing. Þessi áhætta kallar á alvarlegar umræður um aðrar lausnir án taf-
ar. Það er ábyrgðarleysi að fara þessa leið áður en aðrar lausnir eru
skoðaðar.
Þak á hækkun verðbóta
Ungt fólk hefur á síðustu árum keypt húsnæði dýru verði og skuldsett
sig mikið. Einhverjar fjölskyldur eru nú þegar komnar í greiðsluerf-
iðleika. Stjórnvöld vinna að því að koma til móts þær fjölskyldur og er
það gott. Þau verða þó að vinna hraðar.
Spáð er mikilli verðbólgu og hruni á fasteignaverði. Ef ungar skuld-
ugar fjölskyldur sjá ekki fram á annað en frelsisskerðingu, að skuldir
vaxi yfir eignir, munum við sjá fram á landflótta. Flóttinn er þegar haf-
inn. Skoða verður aðrar lausnir en þær að lengja í hengingarólinni með
því að lengja í lánum. Skoða þarf hvort hægt sé að setja þak á hversu
hratt verðbætur á verðtryggðum lánum geta hækkað. Við tókum verð-
tryggðu lánin því við treystum stjórnvöldum til að halda sig við verð-
bólgumarkmiðin.
Lausaféð undan koddanum
Það þarf að athuga lausnir til þess að ná lausafénu undan koddunum
og aftur inn í bankana. Koma þarf til móts við þá sem enn eiga sparifé.
Sparnaðinn þarf að verðtryggja svo hann gufi ekki upp. Skoða þarf
möguleikann á að stytta þriggja ára bindiskyldu á verðtryggðum inn-
lánum þannig að það fjármagnið komist fyrr aftur í umferð. Verði bindi-
skyldan stytt mun það auka hvata til innlána sem hlýtur að styrkja
bankana í núverandi stöðu.
Stjórnvöld í lið með fólkinu í landinu
Það sem skiptir öllu máli ef við eigum að komast yfir þessar þreng-
ingar er að halda vinnufæru fólki í landi og mæta grundvallarþörf þess
að eiga öruggt húsaskjól. Ef ekki verður komið í veg fyrir að óréttlát
verðtrygging éti upp eignir fólksins í landinu þá upplifir almenningur
ekki þá liðsheild sem nú er svo nauðsynleg.
Ungir íbúðaeigendur
þurfa svör strax
Guðlaugur Kr. Jörundsson
varaformaður Hallveigar – ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík
SUMIR hagfræðingar telja
að inngrip íslenska ríkisins
með kaupum á hlutafé í Glitn-
isbanka hafi verið afglöp þar
sem sú aðgerð leiddi af sér nið-
urfærslu á öllu lánshæfismati
bankanna sem leiddi til lok-
unar erlendra banka á lánal-
ínum til þeirra. Aðrir telja að
hlutafjárinnspýting við þessar
aðstæður sé hin rétta leið út úr vandanum. Má
ljóst vera að hvort sem Glitnisbanka hefði verið
lánað eða hlutafé hans aukið með hlutafjár-
innspýtingu var hrint af stað atburðarás sem varð
ekki stjórnað.
Íslenska ríkið gat aldrei eitt séð bönkunum fyr-
ir nauðsynlegri endurfjármögnunarþörf. Hlutfall
bankakerfisins var 12 sinnum íslenska hagkerfið.
Annað var ekki í stöðunni en að þjóðnýta bankana
til þess að unnt væri að skilja erlenda starfsemi
þeirra frá með neyðarlögum og minnka endur-
fjármögnunarþörfina. Önnur niðurstaða hefði
leitt til þjóðargjaldþrots. Ómögulegt hefði verið
fyrir íslenska ríkið að standa undir slíkum risa-
vöxnum skuldbindingum. Íslenska ríkið og þar
með þjóðin hefði orðið gjaldþrota ef reynt hefði
verið að taka við rekstri bankanna eins eða fleiri.
Fjárhagsleg tilvist þjóðarinnar og sjálfstæði var í
hættu og því var beiting sjálfsvarnarréttar þjóð-
arinnar að þjóðarrétti með neyðarlögunum eina
færa leiðin í stöðunni.
Fram hefur komið að stjórn Seðlabankans hafði
ítrekað farið fram á það við bankana fyrir banka-
kreppuna að þeir drægju úr starfsemi sinni er-
lendis og/eða að þeir þyrftu að sameinast (frétt í
Financial Times 14. október um aðgerðir Seðla-
bankans). Tilraunir voru ítrekað gerðar til þess að
afla bakstuðnings erlendra seðlabanka áður en
ur að þrjú skilyrði þurfi að vera uppfyllt í efna-
hagskerfi lands til þess að evran geti þjónað efna-
hagslífinu sem gjaldmiðill. Þau eru: Hagsveiflur
ríkja innan evrusvæða séu þær sömu, vinnuafl sé
hreyfanlegt og laun sveigjanleg. Erfitt er að sjá
að við eigum samleið með meginlandsþjóðum Evr-
ópu í öllum þessum þáttum. Síðasta ferð Norrænu
fór nú til Færeyja í október og ferjusiglingar hefj-
ast aftur næsta vor! Hagsveifla Íslands er og hefur
verið afar ólík hagsveiflum annarra Evrópuríkja.
Laun hafa verið sveigjanleg með sérstakri sátt
launþegahreyfingar og atvinnulífsins en á grund-
velli heildarkjarasamninga. Það kerfi er einstakt
og séríslenskt.
Stjórnvöld geta gert ýmislegt til þess að ná
fram stöðuleika með öryggi í gjaldeyrisverslun
með íslensku krónuna. Már Guðmundsson, fyrr-
verandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, lagði til
að koma ætti upp sameiginlegum gjaldeyrismark-
aði smáríkja til þess að styðja við gengið á óró-
leikatímum. Þegar efnahagslífið er orðið bein-
tengt þeirri framleiðslu sem fram fer í landinu er
líklegt að krónan fái rétta skráningu á markaði.
Vegna smæðar markaðarins ætti einnig að vera
hægt að fylgjast með gengishreyfingum sem eru
ótengdar beinum viðskiptum með vöru og þjón-
ustu. Hagkerfið hefur liðið fyrir áhrifaþætti eins
og krónubréf sem veikja alla stjórn peningamála.
Staða íslensks efnahagslífs til lengri tíma litið
hlýtur að styrkjast af sjálfstæðri og gegnsærri
peningamálastefnu sem brugðist getur við
sveiflukenndu íslensku atvinnulífi landsmanna
hratt og örugglega. Endurreisn landsins verður
að eiga rætur í sjálfu efnahagslífinu og byggja á
styrk þess og sveigjanleika.
bankakreppan skall á til þess að fjármagna þá (at-
hugasemdir frá Seðlabanka 9.10.2008), – án ár-
angurs. Ísland stóð eitt í samfélagi þjóðanna í
glímu sinni við endurfjármögnunarþörf banka-
kerfisins. Líklegt er að sú afstaða erlendra ríkja
hafi öðru fremur markast af því hversu stórt
bankakerfið var orðið við hlið efnahags íslenska
ríkisins auk ófullkominna reglna Evrópusam-
bandsins um fjármálafyrirtæki sem reka starf-
semi sína yfir landamæri innan Evrópu.
Veik staða krónunnar er alvarleg fyrir íslenskt
efnahagslíf. Margir hagfræðingar hafa lagt til að
krónunni sé skipt út t.d. fyrir evru til lausnar á
efnahagsvandanum. Ásgeir Jónsson, for-
stöðumaður greiningardeildar Kaupþings, rekur
það á hinn bóginn í grein í Fréttablaðinu þann
12.11.2008, að það sé áhættusamt að taka evru
upp einhliða. Það kalli hugsanlega á aðra banka-
kreppu með nýju áhlaupi á bankana vegna lausa-
fjárskorts. Við gjaldmiðlaskipti leggst af seðla-
prentun landsins sem varið getur bankana fyrir
áhlaupi innlánseigenda. Hann telur af fáum kost-
um í stöðunni að betra sé að búa við of lágt skráð-
an gjaldmiðil en bankakerfi án lausafjár. Lágt
skráður gjaldmiðill stuðlar að endurreisn efna-
hagslífsins með aukningu útflutningstekna. Ro-
bert Z. Aliber, fyrrverandi prófessor við Chicago-
háskóla, telur í viðtali við Mbl. 13.11.2008, að það
sé jákvætt að búa áfram við óbreytt gengi á krónu
til þess að ná aftur jafnvægi í efnahagslífinu.
Krónan myndi verða enn ódýrari gagnvart evru
og Bandaríkjadollar. Hann telur að það örvi út-
flutning enn frekar en innflutningur dragist sam-
an vegna ódýrrar krónu. Færri Íslendingar
myndu ferðast til útlanda en fleiri ferðamenn
kæmu hingað í staðinn, með tilheyrandi gjaldeyr-
istekjum. Robert Mundell, nóbelsverðlaunhafi í
hagfræði sem kallaður er faðir evrusvæðisins, tel-
Bankakreppan og íslenska krónan
Magnús Ingi Erlingsson,
framkvæmdastjóri.
Ef ungar skuldugar fjöl-
skyldur sjá ekki fram á
annað en frelsisskerð-
ingu, að skuldir vaxi yfir
eignir, munum við sjá fram á land-
flótta. Flóttinn er þegar hafinn.
Skoða verður aðrar lausnir en þær
að lengja í hengingarólinni með því
að lengja í lánum. ’
MIKIÐ hefur
verið sagt und-
anfarið um
kreppuna og
rætt við hag-
fræðinga frá hin-
um og þessum
stofnunum og
löndum, samt er
einhvern veginn
eins og þeir séu ekki að tala sama
tungumálið.
Það er talað um að vandamálið
sé þetta eða hitt eða eitthvað allt
annað og enginn segir það sama, ja
nema að Seðlabankinn og fjármála-
eftirlitið hafa ekki starfað sem
skyldi.
Svo segja sumir aðilar í rík-
isstjórninni að fólk eigi ekki að leita
að sökudólgum en staðreyndin er
sú að kannski er hún líka sökudólg-
ur. En hvað er til ráða? Mörg fyr-
irtæki hafa sagt upp flestum sínum
starfsmönnum og sum farin á haus-
inn eða hanga á bláþræði. Önnur
fyrirtæki hafa lækkað laun hjá sínu
fólki og hætt allri yfirvinnu eða
minnkað starfshlutfall hjá starfs-
mönnum. En hvað um ykkur, þing-
menn, ætlið þið að lækka ykkar
laun til dæmis um 10%? Hvernig er
með eftirlaunafrumvarpið, ætlið þið
ekki að breyta því? Var það ekki
kosningaloforð hjá Samfylkingunni?
Einn þingmaður af landsbyggðinni
ákveður að vera ekki með aðstoð-
armann, það er sparnaður, skil
reyndar ekki af hverju þingmenn
þurfa aðstoðarmann, eiga þing-
menn ekki að vinna fyrir kaupinu
sínu?
Svo eigum við að standa saman,
segja ráðamenn, en við sjáum ekki
samstöðu hjá þeim, er það? munum
við sjá þá lækka launin sín? Ég
hreinlega efast um það.
Margir landsmanna hafa misst
starf sitt og fá þar af leiðandi at-
vinnuleysisbætur sem eru fyrstu
þrjá mánuðina um tvö hundruð og
þrjátíu þúsund og síðan um hundr-
að og þrjátíu þúsund, en þessar
upphæðir eru til dæmis minni en
hækkunin á eftirlaunum hjá ráð-
herrum og þingmönnum. Af hverju
er það svo? Ja, maður spyr sig,
þetta er kannski einhvers konar
samstaða og af hverju lækka at-
vinnuleysisbætur eftir þrjá mánuði?
Kæra ríkisstjórn, þetta útspil hjá
ykkur með lánin, er þetta allt, þetta
lengir bara í snörunni, af hverju
getið þið ekki sett húsnæðis- og líf-
eyrissjóðslán í tengingu með launa-
vísitölu. Það gæti verið erfitt fyrir
bankana, lífeyrissjóðina og Íbúða-
lánasjóð, en er betra að margt fólk
missi húsnæði sitt. Ríkið á bankana
svo það tekur skellinn sem er bara
betra því það er ömurleg tilhugsun
að margt fólk missi húsnæði sitt því
ríkið á sinn þátt í þessum skakka-
föllum. Þið hljótið að geta gert bet-
ur, við almúginn getum ekki ein
tekið á okkur allan skellinn.
Er ekki málið að fá færa hag-
fræðinga og loka þá inni í herbergi
láta þá klára málið, það hefur verið
gert áður.
Þið hljótið að átta ykkur á því að
við erum kjósendur og við sem
kjósendur getum sent ykkur upp-
sagnarbréfið.
PS. Nú er hafin önnur útrás, at-
vinnumiðlanir frá öðrum löndum
eru hér til að bjóða fram aðstoð
sína og fólk fer út og kemur
kannski ekki til baka.
Hvað er
til ráða?
Emil Gústafsson
húsasmiður.
,,