Morgunblaðið - 26.11.2008, Page 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
✝ Matthildur Ingi-björg Ein-
arsdóttir fæddist á
Fáskrúðsfirði 7.
september 1946.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans við Hring-
braut 18. nóvember
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Einar Kr. Ei-
ríksson, f. 1905, d.
2003, og Unnur
Pétursdóttir, f.
1915, d. 1980.
Systkini Matthildur eru Jóhanna,
f. 1938, d. 1997, Kristbergur, f.
1942, Pétur, f. 1945, Erlingur, f.
Arason, f. 2.2. 1970, dætur þeirra
eru a) Svanhildur, f. 8.12. 1995,
og b) Matthildur, f. 2.10. 2002. 3)
María Ben, f. 3.6. 1974, maki Ósk-
ar Einarsson, f. 2.10. 1970. 4) Ein-
ar, f. 1.10. 1976. 5) Guðný, f. 26.4.
1979, maki Gunnar Jökull Guð-
mundsson, f. 23.4. 1981, þeirra
börn eru a) Ólafur Ben, f. 7.3.
2002, og b) Elínborg Ben, f. 23.11.
2008.
Matthildur ólst upp á Fáskrúðs-
firði og vann meðal annars á
yngri árum við sveitastörf í Vopn-
arfirði, sem ráðskona á prests-
setrinu Kolfreyjustað, á vertíðum
í Grindavík og Seyðisfirði og
vann á Sólvangi í Hafnarfirði. Ár-
ið 1966 fluttist Matthildur á Sel-
fossi og var búsett þar síðan.
Mesta hlutan starfsævinnar helg-
aði Matthildur sig fjölskyldunni
og heimilinu sem hún ræktaði
bæði af mikilli alúð og umhyggju.
Matthildur verður jarðsungin
frá Selfosskirkju í dag kl. 14.
1948, og Stefán, f.
1951. Matthildur
giftist 1. júní 1968
Ólafi Ben Snorra-
syni, f. 6.9. 1948.
Börn Matthildar og
Ólafs eru 1) Unnur
Ben, f. 9.5. 1966,
maki Viðar Bergs-
son, f. 28.11. 1965,
dætur þeirra eru a)
Hildur, f. 17.8.1984, í
sambúð með Guðríði
Ingvarsdóttur, f.
19.7.1967, og eiga
þær eina dóttur Unni
Ben, f. 7.8. 2008, og b) Sandra
Ósk Ben, f. 18.8. 2008. 2) Ólöf
Þóra, f. 14.3. 1971, maki Sverrir
Elsku mamma. Það er ekki hægt
að trúa því að þú sért farin frá okk-
ur, svo erfitt að hugsa sér lífið án
þín. Þú varst okkar besti vinur og til
þín gátum við alltaf leitað. Þú varst
fyrirmynd okkar í öllu sem þú gerð-
ir og kenndir okkur að takast á við
mótlæti með æðruleysi og gefast
aldrei upp. Þú gafst okkur enda-
lausa ást og hlýju. Það var svo gam-
an að koma til þín í heimsókn á
Reynivellina og aldrei vantaði
veislukræsingarnar. Þú varst svo
skemmtilegur ferðafélagi og erum
við sérstaklega þakklát fyrir sein-
ustu ferðina okkar allra saman til
Kaupmannahafnar í vor þegar við
héldum upp á 40 ára brúðkaups-
afmælið ykkar pabba. Þú hugsaðir
alltaf um okkur öll og passaðir alltaf
að enginn yrði útundan þegar átti
að gera eitthvað saman. Við eigum
yndislegar minningar af þér sem
erfitt er að koma frá sér á svona
stundu en við getum yljað okkur við
þær um ókomna tíð. Takk fyrir allt
sem þú gafst okkur, þú varst besta
mamma í heimi og þú munt alltaf
eiga stóran hlut í hjarta okkar.
Unnur Ben, Ólöf Þóra, María
Ben, Einar og Guðný.
Elsku besta amma mín, mikið
sakna ég þín. Ekki hélt að ég þyrfti
að skrifa minningagreinina þína
nærri því strax. Þú sagðir líka við
mig daginn áður en þú fórst að þú
ætlaðir að lifa til sjötugs. Ég veit
ekki hvar ég á að byrja að minnast
þín, því þegar ég hugsa um þig,
elsku amma, streyma endalausar
minningar fram í huga minn. Þú
varst uppáhaldsmanneskjan mín og
til þín gat ég alltaf leitað, þú varst
alltaf svo blíð og góð og hugsaðir
svo vel um mann. Það var alltaf svo
gott að koma til þín. Hjá þér fann
ég til svo mikils öryggis. Þú gerðir
allt fyrir mann. Gaman var að
ferðast með þér til útlanda eða fara
í bæjarferð til Reykjavíkur og kíkja
í búðir og á kaffihús. Þú hafðir svo
gaman af því. Við ferðuðumst margt
saman og mikið fannst mér gaman
að dröslast með ykkur afa hingað og
þangað. Það var alltaf svo mikið fjör
í kringum þig. Þegar við fórum sam-
an til Köben á tónleikana með Cher
og svo í Tívolíið og þú sast svo lengi
í sólinni og beiðst eftir okkur meðan
við vorum í tækjunum og fékkst far
á hendurnar, eftir bolinn, sem aldrei
fór. Ég veit ekki hvað ég á eiginlega
að gera án þín, þú varst svo góð vin-
kona mín. Þú varst líka svo mikill
húmoristi og oft gátum við hlegið
saman að hinu og þessu og þegar þú
heyrðir vitlaust var það oft svo
fyndið.
Ég er mjög þakklát fyrir það að
hún Unnur mín fékk að finna þína
yndislegu nærveru. Ég mun sko
segja henni endalausar sögur af þér.
Þú áttir svo fallegt heimili og garð,
þér fannst svo gaman að hafa fallegt
í kringum þig, þú varst algjör fag-
urkeri. Fannst svo gaman að búa til
góðan mat, þú gerðir þetta allt frá
hjartanu og varst stundum allan
daginn að elda kvöldmatinn, dúllaðir
þér í þessu, pældir í uppskriftinni,
sendir svo afa út í búð og eldaðir
síðan eitthvað gott. Þú leist líka allt-
af svo rosalega vel út og hugsaðir
vel um útlitið enda varstu líka fal-
legust. Það höfðu margir orð á því
hvað þú værir einstaklega glæsileg
kona og ungleg, þó að þú hefðir
gengið í gegnum öll þín veikindi. Þú
tókst öllum veikindunum með hetju-
skap. Þegar þú fórst upp á spítala
fimm dögum áður en þú fórst áttir
þú bara að vera þar til þess að ná
vatninu úr lungunum og koma svo
heim en það var alvarlegra ástandið,
hjartað var að gefa sig.
Ég er þakklát fyrir daginn áður
en þú fórst að ég gat talað svolítið
við þig og kvatt en þegar ég kvaddi
þig og sagðist elska þig ætlaði ég
bara að sjá þig daginn eftir en síðan
um nóttina þegar mamma hringdi
og sagði að læknarnir gætu ekkert
gert meira fyrir þig brunuðum við í
bæinn og vorum hjá þér seinasta
spölin, það var mjög erfitt en ég
hefði hvergi annars staðar viljað
vera en hjá þér.
Seinustu dagar eru búnir að vera
ansi skrítnir og ég trúi því varla að
þú sért farin frá okkur, mér finnst
þú bara vera á ferðalagi og ég hitti
þig í næstu viku.
Ég hef aldrei fundið fyrir svona
djúpri sorg. Ég veit að þú ert á góð-
um stað núna og finnur hvergi til,
ég elska þig óendanlega mikið og þú
munt alltaf búa innra með mér
þangað til ég kem svo til þín og við
hittumst á ný.
Hildur Ben Guðmundsdóttir.
Meira: www.mbl.is/minningar
Elsku amma mín, ég vildi að þú
hefðir aldrei farið. Ekki svona
snemma. Ég er ekki tilbúin að
missa þig og verð það ábyggilega
aldrei.
Ég sakna þess alls sem við gerð-
um saman, fórum í búðir, í göngu-
túra,
spjölluðum um allt milli himins og
jarðar og hlógum svo að öllu saman.
Þú gerðir lífið alveg einstakt fyrir
mig.
Hvað sem gerist í lífinu, mun ég
alltaf muna eftir þér. Þú sagðir mér
sögur af mömmu og hennar óhöpp-
um. Þú hafðir alltaf frá svo mörgu
að segja, skemmtilegar frásagnir
frá því sem þú hefur lent í.
Ég trúi því að við munum þó hitt-
ast á ný, gera allt það sama og við
gerðum saman, get einfaldlega ekki
beðið eftir því. Við munum sitja
saman á litlu skýi, ræða um okkar
líf á jörðinni og tala saman um allt
mögulegt.
Æ, ég bara sakna þín, amma, ég
trúi því ekki ennþá að þú sért farin.
Innst inni held ég ennþá að þú sért
bara í ferðalagi og komir bráðlega
heim með bros á vör og fullt af gjöf-
um eins og þetta var alltaf.
Núna þegar ég er að semja þetta
þá fellur tár, það fellur tár því ég
sakna þín svo, þú varst hetja,
amma,
hetjan mín, þú munt alltaf vera í
hjarta mér.
Ég elska þig, amma.
Þín barnabörn,
Sandra Ósk, Svanhildur,
Ólafur Ben, Matthildur
og Elínborg Ben.
Elsku Metta mín
Ég trúi því varla að þú sért búin
að yfirgefa þetta jarðneska líf og ég
eigi ekki eftir að kíkja aðeins við í
kaffi og smá-spjall. Það var fyrir 28
árum að við urðum nágrannar og
upp byggðust traust og góð vináttu-
bönd.
Á undanförnum dögum hafa
minningarnar hrannast upp í huga
minn. Allar utanlandsferðirnar okk-
ar og gamlárskvöldin þar sem
keppst var um hver næði að skjóta
upp fleiri flugeldum, Már eða Óli, og
á eftir var svo kíkt aðeins á Reyni-
vellina eða Skólavellina og nýju ári
fagnað. Svo var það ekki ósjaldan að
ég fór yfir á pallinn til þín á góðum
sumardegi, sem endaði svo oft á
góðri grillveislu þegar kvölda tók.
Þú helgaðir fjölskyldunni, heim-
ilinu og vinunum krafta þína og allt
bar það vitni um hversu einstök
kona þú varst. Þú hafðir yndir af því
að ferðast og hafa fallegt í kringum
þig og varst mikill fagurkeri í eðli
þínu. Já, minningarnar eru svo ótal
margar og þær geymi ég vel.
Elsku Metta, það er ómetanlegt
að hafa átt þig sem vinkonu. Stuðn-
ingur ykkar Óla var mér og fjöl-
skyldu minni ómetanlegur í veik-
indum Más. Það var lærdómsríkt að
sjá hvað þú tókst veikindum þínum
af miklu æðruleysi, þú kvartaðir
aldrei heldur reyndir ávallt að sjá
björtu hliðarnar og njóta lífsins.
Mikið á ég eftir að sakna þín, Metta
mín, en minningin um hávaxna,
glæsilega og fallega konu lifir í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Blessuð sé minning þín.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku Óli, Unnur, Ólöf Þóra,
María, Einar, Guðný og fjölskyldur,
við sendum ykkur innilegustu sam-
úðarkveðjur og biðjum góðan Guð
að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Bryndís Tryggvadóttir
og fjölskylda.
Hún Metta er fallin frá og það
kom okkur öllum ákaflega á óvart.
Við vorum vön því að hún hristi öll
veikindi af sér á undraverðan hátt
og þess vegna tókum við þessum
síðustu veikindum ekki eins alvar-
lega og við sjálfsagt hefðum átt að
gera. En hérna verður ekki fjallað
um veikindi hennar því hún gerði
það aldrei sjálf og það var enginn
sem heyrði hana nokkurn tíma
kvarta. Við sem þekktum Mettu
komum til með að minnast hennar
sem ákaflega stoltrar konu sem bar
mikla virðingu fyrir því góða sem
lífið hafði upp á að bjóða.
Metta hafði mikinn metnað fyrir
heimilinu sínu og fjölskyldu og lagði
mikið upp úr að hafa sína nánustu
hjá sér. Það voru ótal ferðalög,
veislur og fagnaðir sem Metta átti
með okkur sem hún og við öll höfð-
um mikla ánægju af. Hún var alltaf
manna fjörugust og leitaði stöðugt
að nýjum stöðum til að uppgötva
eða nýjum mat og skemmtun til að
upplifa með fjölskyldunni sinni. Við
erum öll ákaflega heppin að hafa
upplifað staði og stund með henni
Mettu því hún sýndi okkur alltaf sitt
einstæða og jákvæða sjónarhorn á
öllu. Maðurinn í lífi Mettu vék aldrei
frá henni og okkur fannst alltaf
gaman að sjá hvað Metta og Óli
voru skotin hvort í öðru. Við tökum
öðru hvoru fram myndirnar sem við
tókum af þeim í Danmörku þar sem
Óli var alltaf að reyna að stela kossi
og Metta þóttist ekki vilja sjá þetta
kossaflens. Metta og Óli voru alla
tíð frekar eins og kærustupar að
hefja tilhugalífið heldur en hjón sem
nýbúin eru að halda upp á fjörutíu
ára brúðkaupsafmælið sitt.
Metta skilur eftir sig stóra sam-
heldna fjölskyldu og ótalmarga
trygga vini og við sem vorum svo
heppin að fá að kynnast Mettu mun-
um alltaf minnast hennar með því
stolti og virðingu sem hún sýndi
sjálfri sér og öllum sem hún hitti.
Við söknum þín ákaft en vitum að
þú ert á góðum stað og að núna líð-
ur þér vel.
Sverrir Arason.
Matthildur Ingibjörg
Einarsdóttir
✝
Okkar ástkæri
VALDIMAR JÖRGENSSON,
Laugarnesvegi 87,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 17. nóvember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
27. nóvember kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið,
endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem
hefur fengið krabbamein.
Arndís Jónsdóttir,
Jörgen H. Valdimarsson, Björg Valsdóttir,
Jórunn Valdimarsdóttir, Sigurður Freysson,
Gunnar Valdimarsson, Lára Á. Kristjánsdóttir
og barnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi,
bróðir og mágur,
INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON
bifreiðastjóri,
Fannborg 7,
áður Kársnesbraut 72,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn
19. nóvember.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. nóvember
kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna s. 588-7555 eða hjúkrunarheimilið Sóltún
s. 590-6000.
Kristrún Daníelsdóttir,
Ragnheiður Ingimundardóttir, Sigurður Gunnar Sveinsson,
Guðmunda Ingimundardóttir, Þórarinn Björn Guðmundsson,
Daníel Gunnar Ingimundarson, María Antonía Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn,
Elsa Drageide, Halldór Örn Svansson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTA KATRÍN JÓNSDÓTTIR,
Háteigi,
Borgarfirði eystra,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
24. nóvember.
Útförin fer fram frá Bakkagerðiskirkju mánudaginn
1. desember kl. 14.00.
Þorsteinn Kristjánsson, Katrín Guðmundsdóttir,
Sigrún Kristjánsdóttir, Björgvin Ólafsson,
Guðjón Björn Kristjánsson,
Jakobína Birna Kristjánsdóttir,
Kristján Karl Kristjánsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
HULD ÞORVALDSDÓTTIR
frá Svalvogum
í Dýrafirði,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn
22. nóvember.
Útförin verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi
fimmtudaginn 4. desember kl. 15.00.
Elís R. Helgason, Inga G. Guðmannsdóttir,
Unnur R. Helgadóttir,
Sigurborg Þóra Helgadóttir, Sigtryggur Ingi Jóhannsson,
Marta B. Helgadóttir, Jón Magnússon
og ömmubörn.