Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 ✝ Sigurður HeiðarÞorsteinsson fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík 2. mars árið 1988. Hann lést 14. nóv- ember árið 2008. Sigurður Heiðar var sonur hjónanna Þorsteins Arnar Björgvinssonar, f. 7.4. 1959, og Huldu Sigurðardóttur, f. 18.3. 1960. Systkini Sigurðar Heiðars eru Ásta Særún, f. 17.2. 1979, og Birkir, f. 23.10. 1989. Ásta Særún er gift Hinriki Inga Guðbjarg- arsyni, f. 26.3. 1979, og eiga þau einn son, Þorstein Loga, f. 26.7. 2008. Sig- urður Heiðar ólst upp á Neskaupstað og bjó þar sína ævi. Eftir grunnskóla byrjaði hann að vinna á Vélaverk- stæði G. Skúlason- ar. Útför Sigurðar Heiðars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku hjartans drengurinn minn, í dag kveðjum við þig með harm í hjarta. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég fékk fréttirnar um að þú værir dáinn, þú sem áttir allt lífið eftir. Ég man hvað það var gott að fá þig í faðminn þegar þú fæddist. Þú varst svo fallegur og yndisleg- ur. Þegar þú eltist varst þú alltaf svo mikil félagsvera, vildir alltaf hafa einhvern til að leika við og ekki stóð á vinahópnum þínum. Þú varst ekki svo gamall þegar þú fórst að hafa áhuga á vélsleðum og mótorkrossi, það var líf þitt og yndi. Núna í haust fórum við sam- an í það að taka mótorhjólapróf, þú varst ekki lengi að klára prófið þitt, gerðir það á rúmri viku. Ég er enn að, mig vantar þig sárlega, elsku sonur, til að telja í mig kjark og til að hvetja mig áfram eins og þú gerðir. Það sem ég var stolt af þér þegar þú varst kominn með prófið þitt. Þú, elsku Sigurður, fékkst stundum að prófa stóra hjól- ið hans pabba þíns og það sem þú beiðst spenntur eftir því að verða 21 árs og fá þá réttindi á hjólið hans. Ég man hvað þú varst stoltur og sæll þegar hún systir þín eignaðist hann Þorstein Loga. Þú varst góð- ur vinur systkina þinna og vinur vina þinna. Hún Hera þín saknar þín svo og leitar að þér úti um allt hús, bíður við útidyrnar eftir að þú komir heim, elsku Sigurður. Ekki er hægt að útskýra fyrir henni Heru að þú komir ekki aftur heim, elsku vinur. Elsku Sigurður. Það hafa verið felld mörg tár og þung eru sporin frá því þú kvaddir þennan heim. En ég veit að hún mamma mín um- vefur þig sinni gæsku og hjarta- hlýju, hún hefur tekið á móti þér með hlýjan faðminn og þar munt þú vera þar til við hittumst á ný og ég fæ þig í fang mitt að nýju. Elsku hjartans Sigurður Heiðar minn, megir þú hvíla í friði, Hjartans kveðja. Mamma. Elsku Sigurður Heiðar. Nú þeg- ar þú er farinn frá okkur viljum við biðja góðan guð að leiða þig og styrkja foreldra þína og systkini og okkur öll sem syrgjum þig svo sárt. Sofið er ástaraugað þitt sem aldrei brást að mætti mínu, mest hef ég dáðst að brosi þínu, andi þinn sást þar allt með sitt. Slokknaði fagurt lista ljós. Snjókólgudaga hríðir harðar til heljar draga blómann jarðar; fyrst deyr í haga rauðust rós. (Jónas Hallgrímsson.) Með kveðju frá ömmu Ernu og afa Björgvin. Elsku hjartans bróðir minn, nú hefur þú kvatt okkur. Þegar ég lít í fljótu bragði yfir þína stuttu ævi ærist bros á vör, ég hafði gaman af þér og gat sko ald- eilis hlegið með þér. Alltaf var ég afar stolt af þér og það var þannig að allt sem þú gerðir lék í höndum þínum. Þú áttir auðvelt með að læra í skóla, varst vel liðinn í vinnu og varst innilegur og sannur vinur vina þinna og síðast en ekki síst þá varstu einn af tveim bestu bræðr- um í heimi. Ásamt því að vera systkini áttum við einstaklega gott vinasamband, þó að það væru níu ár á milli okkar gátum við oftast talað saman um allt á milli himins og jarðar. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman í haust þegar ég var hjá ykkur mömmu með litla frændann þinn hann Þor- stein Loga. Það var gaman hjá okkur þegar við tókum í spil eins og í gamla daga og að sjálfsögðu rústaðir þú mér alltaf. Eins fannst mér gaman þegar við fórum út að labba með Þorstein Loga og þú varst alveg ákveðinn í því að þú yrðir að keyra vagninn, það var víst betra. Það sem þú varst góður við hann litla frænda þinn, hann mátt ekki fara að sofa áður en þú kysstir hann góða nótt og ef ég gleymdi að koma með hann til þín varðstu að kíkja smá á litla frænd- ann og smella á hann kossi. Ég á eftir að segja honum frá þessum yndislega frænda sem hann átti en náði að eiga svo lítinn tíma með. Kvöldsögurnar hans verða minn- ingar mínar um yndislegan bróður. Elsku Sigurður. Á þessum erfiðu tímum er erfitt að koma hugsunum sínum í orð, ég reyni að grípa í eina og eina og hripa þær niður. Ég er búin að búa til minningasíðu tileinkaða þér þar sem ég mun minnast þín um ókomna tíð. Slóðin á síðuna er: minningumbrodur- .bloggar.is Elsku Sigurður Heiðar bróðir. Núna ertu farinn á betri stað þar sem ég vona að þú hafir fundið þá sálarró sem þú leitaðir að. Ég vona og trúi að hún móðuramma okkar hafi tekið á móti þér með sínum hlýju örmum og að hún umvefji þig núna í þessum nýja heimi sem þú ert farinn í. Elsku bróðir, þín verður sárt saknað, ég er harmi slegin og felli tár í minningu þinni, ég vona og trúi að þú vakir yfir okkur og pass- ir upp á okkur. Þú hefur fengið nýtt hlutverk, hlutverk sem ég er ekki sátt við, en verð að sættast við það sem orðið er. Hvíl þú í friði, elsku bróðir. Þín systir, Ásta Særún. Fréttin um að Sigurður Heiðar, bróðursonur minn, hefði kvatt þetta líf kom eins og reiðaslag. Eftir sitjum við harmi slegin. Við munum eins og gerst hafi í gær þegar Sigurður Heiðar fæddist. Fórum við niður á spítala til að skoða þennan nýja frænda. Það var stolt fjölskylda sem sýndi okkur prinsinn. Stóra systir var 9 ára þegar hann fæddist og var hún að springa úr monti yfir þessum fal- lega bróður. Tuttugu mánuðum seinna fæddist Birkir. Þar sem svo stutt var á milli þeirra bræðra í aldri voru þeir mikið saman og miklir vinir. Hann var ekki gamall þegar hann var farinn að byggja úr legó- kubbum heilu borgirnar, kastala og hvað svo sem hugmyndaflug hans náði yfir. Það var alveg með ólík- indum hvað hann svona ungur hafði kunnáttu til. Það lék einhvern veginn allt í höndunum á honum. Hann hafði mikinn áhuga á mót- orsporti og átti hann sín eigin mót- orkrosshjól. Kom þá sér vel hversu handlaginn hann var þegar gera þurfti við þessar græjur. Sigurður Heiðar hafði nýlokið við að taka mótorhjólapróf og beið spenntur eftir að ná 21 árs aldri því þá myndi hann öðlast réttindi á stóra hjólið hans pabba síns. Þeir feðgar deildu þessum mótorhjólaáhuga ásamt mömmu hans sem nýlega var byrjuð í æfingaakstri. Sigurður Heiðar vann á véla- verkstæði G. Skúlasonar og líkaði honum það vel og þótti hann góður starfsmaður. Hann hafði mikinn áhuga á nuddi og langaði til að mennta sig á því sviði. Sem krakki var hann farinn að gefa gott axlanudd og munum við eftir honum í Svíþjóð þar sem fjölskyldurnar voru á ferðalagi saman en þar bauð hann nudd gegn vægu gjaldi. Nýttum við okkur það óspart því hann hafði einstaklega góðar nuddhendur. Um síðustu verslunarmannahelgi sat ég í eldhúsinu hjá fjölskyldunni og bauð hann þá töntu sinni upp á axl- anudd sem ég þáði. Fjölskyldurnar hafa ferðast mik- ið saman í gegnum árin, bæði hér heima og eins farið í margar ferðir til sólarlanda. Í þessum ferðum okkar var margt brallað og allir skemmtigarðar þræddir með til- heyrandi fjöri og glensi. Síðasta ferð sem við fórum í með Sigurði var til Costa del Sol fyrir þremur árum og vorum við þar 14 saman úr fjölskyldunni. Þessi ferð var í alla staði vel heppnuð og fóru þau frændsystkinin m.a. oft í ka- raókí og tóku lagið og var mikið sprellað. Vorum við eins og ítölsk stórfjölskylda þegar við mættum á veitingastaðina og töluðum öll hvert í kapp við annað. Sigurður Heiðar eignaðist lítinn frænda í lok júlí þegar Ásta Sæ- rún, systir hans, og Hinni eign- uðust lítinn dreng. Var hann afar stoltur af litla frænda sínum. Elsku frændi, við kveðjum þig með sorg í hjarta og munum ávallt minnast hversu fallegur og góður drengur þú varst. Minning þín lifir í hjörtum okkar um ókomin ár. Elsku Þorsteinn, Hulda, Birkir, Ásta, Hinni, Þorsteinn Logi og aðr- ir ástvinir, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi guðs englar umvefja ykkur í sorginni. Elsku hjartans Sigurður Heiðar, guð geymi þig og leiði þig inn í ljósið. Vildís, Charles, Björgvin Orri, Aron Hugi og Arnar Tjörvi. Þegar ég fékk þá frétt að Sig- urður frændi væri dáinn helltust yfir mig alls konar minningar og ég fylltist sorg og ótta. Ég vissi ekki hvort ég væri reiður eða sár eða hvort tveggja. Ég vildi bara ekki sætta mig við það að einn besti vinur minn væri farinn frá mér og kæmi aldrei aftur. Ég man svo vel hvað þú varst skemmti- legur og hress strákur. Þú varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda og studdir mig í öllu sem ég gerði og ef ég átti erfitt varst þú alltaf fyrstur að koma til mín og hughreysta mig. Þú varst svo traustur vinur. Manstu þegar við vorum litlir og ég gisti hjá þér og mamma þín bannaði okkur að fara út. Þá auð- vitað urðum við að fara út að bralla eitthvað. Svo þegar við vorum bún- ir að gera allt mögulegt af okkur sem okkur datt í hug yfir nóttina ákváðum við að kíkja aðeins heim til mín og steinsofnuðum. Svo vöknuðum við um morguninn við það að pabbi var kominn að vekja okkur, alveg brjálaður yfir því að við stálumst út. Já, margt bröll- uðum við saman yfir tíðina, stund- um vorum við skammaðir og stund- um vorum við bara góðir strákar. Ég er búinn að setja mér stórt markmið, það er að verða Íslands- meistari í snjókrossinu í vetur. Þetta markmið ætla ég að standa við fyrir þig, elsku kallinn minn. Það skiptir mig öllu máli að þú sért stoltur af frænda þínum. Þú fylgdir okkur á öll snjókrossmóti sem við fórum á og stóðst þig eins og hetja, varst alltaf tilbúin að stökkva til þegar það kom að viðgerðum, alltaf beiðstu eftir mér með drykk þegar ég kom úr keppni og það þarf ekki að spyrja að því að þú varst alltaf klár með hrein og nýbónuð gler- augu fyrir næstu keppni. Snjó- krossið verður aldrei eins án þín hér eftir, þess vegna ætla ég að vinna fyrir þig. Manstu þegar við fórum á Enduro-keppnina á Klaustri saman. Náðum í kross- arann þinn á Klaustri. Svo keppti ég í sex tíma og auðvitað varst þú alltaf tilbúinn með bensínbrúsann og drykk þegar ég kom í mark. Ég verð aldrei sami Ármann án þín. Við vorum svo góðir vinir, já bara eins og bræður. Ég mun alltaf hugsa hlýtt til þín og minnast þín sem besta vinar, trausts, sterks, fyndins, skemmti- legs, fallegs stráks sem hafði svo gaman af lífinu og elskaði allar uppákomur sem okkur duttu í hug. Þú varst alltaf tilbúinn að prófa eitthvað nýtt og því asnalegra sem það var því skemmtilegra var það. Ég ætlaði að þjálfa þig eftir ára- mót, koma þér í keppnisform en það verður að bíða þar til við hitt- umst næst og hefjum nýtt líf sam- an. Ég trúi því að það sé líf eftir dauðann, að maður fæðist sem önn- ur persóna og fái tækifæri til að gera betur en í síðasta lífi og þegar þar að kemur hefjum við nýtt, ferskt og betra líf. Fullt af mögu- leikum og hamingju. Það verður fullkomið. Ég vona svo innilega að þú sért kominn á betri stað þar sem þú finnur hlýju og umhyggju. Þú veist að við hugsum hlýtt til þín hérna niðri og söknum þín svakalega. Þín verður sárt saknað úr vinahópnum. Það er komið stórt gat í vinahópinn sem verður aldrei fyllt. Sjáumst seinna, frændi. Þinn kæri vinur og frændi Ármann Örn. Elsku Sigurður Heiðar okkar. Þetta er enn allt svo óraunveru- legt. Við getum varla trúað því sem gerst hefur, okkar yndislegi, fallegi frændi og vinur er horfinn á braut betri vegar. Lífið mun aldrei verða samt á ný, stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna og mun aldrei verða endurnýjað. Öll jól og áramót vorum við fjölskyldurnar saman og mátti aldrei neinn vanta, en nú mun vanta einn til eilífð- arnóns. Það kom fyrir eitt eða tvö ár að önnur fjölskyldan hélt upp á jólin að heiman og var þá eftir á einróma samþykkt að eitthvað hefði mikið vantað þau jólin og ára- mótin, hátíðarnar voru einfaldlega ekki þær sömu. Mikil og djúp vinátta var alltaf til staðar á milli Ármanns Arnar og þín og brölluðuð þið ýmis góð og misgóð prakkarastrik saman, þið stóðuð ávallt við bakið hver á öðr- um og studduð í gegnum hverja þá erfiðleika sem á vegi ykkar urðu. Við söknum þín öll svo mikið, þú varst okkur sem bróðir og sonur og áttir alltaf samastað á okkar heimili. Við viljum minnast þín með þessari fallegu vísu sem á vel við: Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Við verðum að halda þétt og fast utan um allar okkar fallegu minn- ingar um þennan yndislega dreng sem kvaddi þennan heim alltof fljótt, aðeins tvítugur að aldri. Við huggum okkur þó við það að við er- um þess fullviss að vel hafi verið tekið á móti þér hinum megin, þar hafi amma Helga Ásta og Sveinn Magnússon ásamt mörgum öðrum kærum vinum tekið þér opnum Sigurður Heiðar Þorsteinsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.