Morgunblaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 ÞAÐ er frekar fátt um fína drætti í löggumyndinni Pride and Glory, reyndar fátt sem við höfum ekki margoft séð í tugum sjónvarpsþátta á borð við NYPD Blue og flóðbylgju bíómynda á undanförnum áratugum. Nægir að nefna raunsæar lýsingar Sydneys Lumet á þessari viðsjálu veröld í fjölda spennudrama á of- anverðri síðustu öld. Nýjar myndir um háskalegt líf lögreglumanna í stórborgunum þurfa sannarlega á ferskum vindum að halda. Þeir gusta ekki um Pride and Glory, þó margt smátt sé vel gert og nokkrir leikarar standi sig trúverð- uglega, dugar það ekki til að lyfta löngu og lúnu verki um spillingu, fjölskyldubönd og bræðralag innan lögreglunnar í Washington Heights upp fyrir meðallag. Rétt er að geta þess að Washington Heights er fjarri fjölförnum ferðamannaslóð- um, þetta er illræmt glæpahverfi í hjarta Harlem og sjálfsagt ekki fyrir neina kórdrengi, heldur harðsoðna og útsmogna lögreglumenn á borð við þá Tierny-feðga, að þrauka af vaktina í þessu óhugnanlega víti for- dæmdra sálna. Þeir Ray (Norton) og Francis (Emmerich), eru í hópi hinna blá- klæddu, líkt og Francis eldri (Vo- ight), faðir þeirra. Enn er einn ótal- inn úr ættgarði Tierneyanna í lögguliðinu, Jimmy Egan (Farrell), sem er giftur Megan Tierney (Bell). Francis yngri er foringi í harð- svíruðu gengi lögreglumanna sem fæst mestmegnis við eiturlyfjasal- ana á svæðinu. Ray hefur haldið sig til hlés eftir að hann lenti í vondum málum nokkrum árum áður en Jimmy starfar undir stjórn Francis, sem hefur ekki hugmynd um að mágur hans er fremstur í flokki gjörspilltra lögreglumanna sem í skjóli starfsins gera hvað sem er fyr- ir peninga. Sú iðja leiðir til dauða nokkurra lögreglumanna úr liði Francis og nú tekur pabbi gamli til sinna ráða. Hrottaleg myndin dregur upp ljóta og sjálfsagt sanna mynd af átökunum í fátækrahverfunum þar sem mannslífið er álíka mikils virði og á vígvellinum. Hinn írskættaði O’Connor reynir með þokkalegum árangri að vega upp á móti grimmd- inni og ofbeldinu á götunum og í dóphjöllunum, með jólahaldi á heim- ili Tierneyanna og Emmerich (Little Children), er sannfærandi þrátt fyr- ir klisjukennda rullu lögreglufor- ingjans sem vill engu illu trúa um sína menn. Norton, Farrell og Vo- ight, reyna árangurslítið (einkum sá síðastnefndi), að gera dramatískar persónur úr litlu, mun betri eru óþekktu leikararnir sem fara með hlutverk krimmanna og Jennifer Ehle, sem heldur vel á litlu hlutverki dauðvona eiginkonu Francis yngra. Það er eina bitastæða kven- hlutverkið og í venjulegum sjón- varpsþáttahasar um styrk og veik- leika þeirra sem eiga að gæta laga og réttar í borgarhlutum þar sem blóð, dóp og peningar renna í stríð- um straumum um göturæsin. Brostin bönd KVIKMYND Háskólabíó, Laugarásbíó Leikstjóri: Gavin O’Connor. Aðalleikarar: Edward Norton, Colin Farrell, Jon Voight, Noah Emmerich. 125 mín. Bandaríkin. 2008. Pride and Glory bbmnn Klisjukennd „Nýjar myndir um háskalegt líf lögreglumanna í stórborg- unum þurfa sannarlega á ferskum vindum að halda.“ Sæbjörn Valdimarsson Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Nick and Norah´s kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Quantum of Solace kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Traitor kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára My best friend’s girl kl. 5:45 - 8 B.i. 14 ára Quarantine kl. 10:15 B.i. 16 ára Igor kl. 6 500 kr. fyrir börn og fullorðna LEYFÐ Pride and Glory kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára Quantum of Solace kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 B.i. 12 ára Reykjavík Rotterdam kl. 5:40 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Igor kl.5:30 LEYFÐ Nick and Norah´s kl. 8 - 10 LEYFÐ Quantum of Solace kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Igor kl. 5:50 LEYFÐ SÓLARHRINGUR Í NEW YORK OG ALLT GETUR GERST... TÝNDAR GUGGUR OG TOPPTÓNLIST! HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÆÐISLEG GAMANMYND SEM KEMUR Á ÓVART SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ VILT KOMAST AÐ ER SANNLEIKURINN HÖRKUSPENNANDI MYND UM SPILLTA LÖGREGLUMENN FRÁBÆRA TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI! Aðeins 500 kr. SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI M.A. BESTI LEIKSTJÓRI OG BESTA HANDRIT 5 EDDUVERÐLAUN! Aðeins 500 kr. SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga 650k r. 650k r. 650k r. TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! 650k r. 500k r. 650k r. 500 kr. 500 kr. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.