Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 48

Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI BODY OF LIES kl. 5:50D - 8D - 10:40D B.i. 16 ára DIGITAL BODY OF LIES kl. 8 - 10:40 LÚXUS VIP PASSENGERS kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára HOW TO LOSE FRIENDS .. kl. 5:50 - 8:30 - 10:40 B.i. 12 ára FERÐIN TIL TUNGLSINS kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL EAGLE EYE kl. 10:30 B.i. 12 ára HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:30 - 8 LEYFÐ RESCUE DAWN kl. 8:10 - 10:40 B.i. 16 ára BODY OF LIES kl. 8D - 10:40D B.i. 16 ára DIGITAL W kl. 5:50 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára PASSENGERS kl. 8:30 - 10:30 B.i. 12 ára FERÐIN TIL TUNGLSINS kl. 66D LEYFÐ 3D - DIGITAL SEX DRIVE kl. 5:50 B.i. 12 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI Frá óskarsverðlaunaleikstjóranum Oliver Stone EIN BESTA MYND ÞESSA ÁRS ÓSKARSVERÐLAUNAHAFARNIR RUSSELL CROWE OG LEONATRDO DICAPRIO FARA Á KOSTUM Í ÞESSUM MAGNAÐA SPENNUTRYLLI. “OUTSTANDING AND SPECTACULAR.” “INTENSE AND HARD HITTING!” TIM WASSBERG / INSIDE REEL - ROGER EBERT NEW YORK TIMES VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA - ROGER EBERT - SÆBJÖRN, MBL - GUÐRÚN HELGA, RÚV ÁSGEIR - SMUGAN FRÁ RIDLEY SCOTT, LEIKSTJÓRA AMERICAN GANGSTER OG GLADIATOR. Josh Brolin Elizabeth Banks Thandie Newton Richard Dreyfus James Cromwell saga umdeildasta stjórnmálamanns aldarinnar. MICHAEL Connelly er þekktastur fyrir bókaröð sína um lögregluforingjann Hie- ronymus „Harry“ Bosch. Connelly hefur skrifað þrettán bækur þar sem Bosch er í aðalhlutverki, en hann hrinti einnig af stað annarri bókaröð fyrir þremur árum þegar hann skrifaði bók, The Lincoln Lawyer, með lögmann í aðalhlutverki. Sá heitir Mickey Haller og önnur bók í þeirri röð, The Brass Verdict, kom út um daginn. Mickey Haller er ekki bara óvenjulegur lög- maður, m.a. með skrifstofu í bíl (Lincoln), heldur er hann og nokkuð frábrugðinn Bosch og þá helst í því að á meðan Bosch eltist við óþokka, og lætur oft tilganginn helga meðalið, þá er Haller verjandi og tek- ur á stundum að sér það verk að verja óþokkana sem Bosch og fleiri hafa fangað. Bosch kemur meira að segja fyrir í The Brass Verdict sem aukapersóna en þó með býsna veigamikið hlutverk þegar á reynir. Connelly er fínn penni og fagmannlegur í krimmaskrifum. Hann þekkir greinilega ekki síður vel til starfa lögmanna en lög- reglumanna, eða í það minnsta finnst manni svo lestur á bókunum um Haller. Í bókinni er málum annars svo komið að Haller, sem komst naumlega af í lok fyrri bókarinnar, er á batavegi þegar hann fær upp í hendurnar heila lögmannstofu þegar fjandvinur hans í lögmannastétt er myrtur. Fljótlega kemur í ljós að morðinginn er væntanlega aðili að einu málanna sem hinn látni skildi eftir sig. Fléttan er ekki ýkja snúin, en bókin skemmtileg aflestrar engu að síður. Hún gefur svo til kynna að fram- undan sé framhald, nema hvað. Fagmannlegur krimmi The Brass Verdict eftir Michael Connelly. Orion gefur út. 422 bls. innb. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. The Christmas Sweater - Beck, Balfe, Wright 2. Just After Sunset - Stephen King 3. Divine Justice - David Baldacci 4. The Hour I First Believed - Wally Lamb 5. A Mercy - Toni Morrison 6. The Gate House - Nelson De- Mille 7. Extreme Measures - Vince Flynn 8. Salvation in Death - J. D. Robb 9. The Lucky One - Nicholas Sparks 10. Swallowing Darkness - Laurell K. Hamilton New York Times 1. The White Tiger - Aravind Adiga 2. The Gift - Cecelia Ahern 3. The Shack - William P. Young 4. The Book Thief - Markus Zusak 5. A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini 6. Azincourt - Bernard Cornwell 7. Just After Sunset - Stephen King 8. This Year it Will be Different - Maeve Binchy 9. The Almost Moon - Alice Sebold 10. The Business - Martina Cole Waterstone’s 1. World Without End - Ken Follett 2. Hold Tight - Harlan Coben 3. Remember Me - Sophie Kinsella 4. Timebomb - Gerald Seymour 5. Front - Patricia Cornwell 6. Compulsion - Jonathan Kellerman 7. Rough Justice - Jack Higgins 8. Quicksand - Iris Johansen 9. Thread of Fear - Laura Griffin 10. Exit Ghost - Philip Roth Eymundsson Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is SAGNFRÆÐINGURINN Simon Sebag Montefiore, fæddur 1965, er metsöluhöfundur víða um lönd. Þekktastur er hann fyrir tvær ævisögur um Stalín. Stalin: The Court of the Red Tsar og Young Stalin sem báðar eru verðlauna- bækur. Nýjustu bækur hans, sagnfræðilegs eðlis, eru bók um helstu hetjur mannkynssögunnar og önnur um illmenni. Alls kyns illmenni Monsters - History’s Most Evil Men and Women er titill bók- arinnar um illmennin. Hún hefst með sögu hinnar blóðþyrstu Íse- bel (Jezebel), konu Akabs Ísr- aelskonungs sem sagt er frá í Biblíunni en örlög hennar urðu þau að vera hent út um glugga og étin af hundum. Bókinni lýkur á Osama bin Laden. Bókin er rúmlegar þrjú hundr- uð síður, skemmtilega og líflega upp sett og ríkulega myndskreytt. Úrval illmenna er fjölbreytt og Montefiore hefur greinilega haft af nógu að taka. Hann viðurkennir sjálfur að valið sé vafalítið gallað að mörgu leyti, endalaust væri hægt að bæta við og skipta út. „Við eigum öll að þekkja þessa einstaklinga, muna eftir glæpum þeirra og dæma sjálf,“ segir Montefiore. Illmenni njóta aðstoðar Það er sjálfgefið að í bók eins og þessari sé að finna Hitler, Stal- ín og Maó og ýmsa kóna þeirra: Beria, Himmler, Eichmann, Men- gele og fleiri. Og þar eru einnig Caligula, Neró, Ívan grimmi, Robespierre, Leopold II. Belg- íukóngur, Lenín, Mussolini, Al Capone, Idi Amin, Pol Pot og Saddam Hussein. Og þarna er að finna fjöldamorðingja á borð við Elizabeth Bathory, en hún myrti í byrjun 17. aldar tugi ungra stúlkna og var sögð baða sig í blóði þeirra til að viðhalda eilífri æsku. Höfundurinn segir í formála að illmennin eigi það sameiginlegt að hafa notið aðstoðar fjölda venju- legs fólks sem varð að morð- ingjum og pyntingameisturum en var í fæstum tilvikum refsað fyrir þátttöku sína. Þetta fólk beri ábyrgð á ódæðunum ásamt leið- togum sínum. Það segir sig sjálft að bók Montefiore er engin unaðslesning. Höfundi tekst hins vegar einkar vel að klæða efni sitt í áhugaverð- an búning og lesandinn sökkvir sér ofan í verkið og verður ögn betri manneskja á eftir. Forvitnilegar bækur: Bók eftir Simon Sebag Montefiore Illmenni sögunnar Stalín Eitt af mestu illmennum mannkynssögunnar fær vitanlega um- fjöllun í bók Simons Sebag Montefiore. Í DIMMUM rósum, vinsælu ís- lensku dægurlagi frá 1969, söng hljómsveitin Tatarar um ást, söknuð og dauða. Í samnefndri bók Ólafs Gunnarssonar er fjallað um sama efni af þeirri frásagnar- og stílgáfu sem einkennir skáldverk hans. Sag- an er í þremur hlutum og gerist á ár- unum 1969-1971. Hippafílingurinn er í algleymingi, hassreykurinn svíf- ur yfir og menn takast á um stríðið í Víetnam af mismiklu hyggjuviti. Kynslóðabil er að verða til, ungling- ar gera uppreisn gegn foreldrum, skóla og samfélagi, gömul gildi verða smáborgaraleg eða úrelt og rokkið ryðst yfir hvað sem fyrir verður. Í þessari hringiðu gerist dramatísk fjölskyldusaga þar sem líf fólks flétt- ast margvíslega saman með af- drifaríkum afleiðingum. Persónur sögunnar eru margar og frásögnin borin uppi af þeim til skiptis. Þær eru líflegar og trúverð- ugar og sagan er knúin áfram af sér- lega lifandi samtölum og spennandi atburðarás. Átökin á milli persón- anna eru margs konar, systurnar Hrafnhildur og Harpa bítast um sama manninn, Þórður endur- skoðandi girnist Ásthildi, fóst- urdóttur sína, leikkonan Bryn- hildur hefur enga stjórn á dramanu í lífi sínu og Har- aldur, eiginmaður hennar, eltist við stundarfró og skyndigróða. Ásthild- ur er sú sem öll bönd berast að í sög- unni, ráðvillt unglingsstúlka sem verður leiksoppur örlaganna. Auðun, afi hennar, er sterkur karakter sem berst gegn sorg og elli með því að lyfta lóðum. Á milli hans og Ásthild- ar er sérstakt og fallegt samband. Á lífsleiðinni hefur hann misst trúna á guð en trúmál eru áleitin í sögunni líkt og í fleiri verkum Ólafs. Auðun spyr dótturson sinn, djáknann Krist- ján, ögrandi spurninga: „Þeir her- menn sem nú eru að berjast í Víet- nam og láta þar lífið svo guðstrú verði ekki útrýmt af jörðinni og við megum um frjálst höfuð strjúka vegna kommúnistanna, þeir eru þá í raun og veru að gera það sem Krist- ur bauð okkur að gera?“ (188). Dimmar rósir er breið og raunsæ skáldsaga. Hún er ekki beinlínis sagnfræðileg þjóðfélagslýsing eða heimildaskáldsaga þótt sögulegir at- burðir eins og tónleikar Kinks og Led Zeppelin á Íslandi séu þunga- miðja sögunnar og þjóðþekktar per- sónur eins og Arngrímur flugkappi , Robert Plant og Rúnar Júlíusson skjóti upp kollinum. Hún er ekki heldur uppgjör við rokkið eða hug- myndafræði 68-kynslóðarinnar þótt greina megi vissa gagnrýni. Var hippamenningin á Íslandi kannski bara eins og Hrafnhildur lýsir systur sinni: „Hún er ekki hippi frekar en Henry Kissinger … Hún bara rétt- lætir alla hluti og þá sérstaklega hvað hún er mikið skítseiði með þessu helvítis hippakjaftæði …“ (23). Sagan er mjög dramatísk og svo myndræn að það liggur beint við að kvikmynda hana sem fyrst. Hér stendur manneskjan andspænis guði og tilviljanakenndum örlögum og fengist er við spurningar um frelsi, fyrirgefningu, hefnd og réttlæti. Þótt það sé dimmt yfir sögunni á köflum og atburðarásin skuggaleg er hún glitrandi af hárfínum húmor, djúpri samkennd og mannúð. Hippar á Íslandi? Steinunn Inga Óttarsdóttir Bækur Skáldsaga JPV 2008, 408 bls. Dimmar rósir eftir Ólaf Gunnarsson bbbbn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.