Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 49
Undrandi Mayer er ástfanginn.
Nei takk Aniston hafnaði bónorði.
Hafnaði
bónorði
LEIKKONAN Jennifer Aniston
hefur hafnað bónorði söngvarans
John Mayers.
Aniston og Mayer tóku nýlega
saman aftur eftir að hafa hætt
saman fyrr á þessu ári eftir nokkra
mánaða samband. Hún á að hafa
hryggbrotið Mayer vegna þess að
hún vill ekki eyðileggja það sem
þau eiga saman nú. „Jennifer sagði
nei þegar John bað hennar. Hún
sagði John að allt væri svo full-
komið á milli þeirra núna að þau
ættu ekki að eyðileggja það með
því að taka fókusinn af samband-
inu. Brúðkaup væri svo stressandi
og Jennifer vill bara njóta sam-
bandsins, að vera brjálæðislega
ástfangin og fá fiðring ef annað
þeirra sendir hinu símaskilaboð
þegar þau eru ekki saman,“ lét
vinur parsins hafa eftir sér.
Mayer á að hafa orðið svolítið
undrandi á höfnun Aniston en er
ákveðinn í að láta ekki ákvörð-
unina hafa áhrif á rómantíkina, og
er enn á því að það sem sé þeirra á
milli sé hið eina sanna. „John sagði
Jennifer að hann væri viss um að
hún væri rétta stúlkan fyrir hann.
Hann er fús til að gera allt sem
hún vill svo lengi sem þau eru sam-
an.“
Mayer var í skýjunum þegar An-
iston tók aftur við honum í sein-
asta mánuði og hann vill ekki að
þau verði aðskilin aftur. „Hann vill
virkilega koma sér fyrir með
henni, eignast börn, giftast og allt
það sem því fylgir,“ sagði vinurinn
við Look tímaritið.
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
BODY OF LIES kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 8 LEYFÐ
RESCUE DAWN kl. 10:20 B.i. 16 ára
BODY OF LIES kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
HOW TO LOSE FRIENDS... kl. 8 B.i. 12 ára
QUANTUM OF SOLACE kl. 10:20 Síðustu sýningar! B.i. 12 ára
QUANTUM OF SOLACE kl. 8 Síðustu sýningar! B.i. 12 ára
QUARANTINE kl. 10:20 Síðasta sýning! B.i. 16 ára
PATHOLOGY kl. 8 Síðasta sýning! B.i. 16 ára
RIGHTEOUS KILL kl. 10:20 Síðasta sýning! B.i. 16 ára
- MMJ, KVIKMYNDIR.COM
BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM UM
ÓTRÚLEG AFREK STRÍÐSFANGA Í VÍETNAMSTRÍÐINU
STÓRLEIKARINN, CHRISTIAN BALE
ÚR THE DARK KNIGHT SÝNIR STJÖRNULEIK.
OG AKUREYRI
STEVE ZAHN ER MAGNAÐUR
SÝND Í ÁLFABAKKA,
OG AKUREYRI
ANNE HATHAWAY
ÚR GET SMART OG DEVIL
WEARS PRADA KEMUR HÉR Í
MÖGNUÐUM SPENNUTRYLLI.
MYND SEM KEMUR
STÖÐUGT Á ÓVART
FYRSTATEIKNIMYNDIN SEM ER
FRAMLEIDD MEÐ ÞRÍVÍDD Í HUGA!
ÓTRÚLEG UPPLIFUN,
SJÓN ER SÖGU RÍKARI!
ATH.
SÝND
MEÐ
ÍSLEN
SKUT
ALI
SÝND Í KEINGLUNNI
TOPP
GRÍNMYND
SÝND Á SELFOSSI SÝND Á SELFOSSI SÝND Á SELFOSSISÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI
- D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM
- V.J.V., -TOPP5.IS/FBL
ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA!
SÝND Í ÁLFABAKKA VIP
SALURINN
ER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA
OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA
OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA,
Anne Hathaway Patrick Wilson ZACH EFFRON OG VANESSA HUDGENS
GERA ALLT VITLAUST Í HIGH SCHOOL MUSICAL 3!
frumsýnd næstu helgi!
- H.J. Morgunblaðið.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
SÁLIN hans Jóns míns fagnar um
þessar mundir 20 ára starfsafmæli
og hefur í tilefni þess ráðist í útgáfu
á safndiskapakka sem gerir áratug-
ina tvo upp. Í þessu myndarlega boxi
er að finna þrjá hljómdiska sem inni-
halda 45 vinsælustu lög Sálarinnar,
DVD-disk með 25 myndböndum við
smelli bandsins, tónleikaupptökur á
tveim diskum – annars vegar á CD
og hins vegar á DVD og loks heim-
ildarmynd um sveitina á DVD í leik-
stjórn Jóns Egils Bergþórssonar.
Það eru tónleikaupptökurnar og
heimildarmyndin sem hér skulu tek-
in til kostanna.
Smellir á smelli ofan
Það er vitaskuld kúnst að raða
saman tónleikaupptökum svo úr
verði spennandi lagalisti þegar lögin
eru aðdáendum sveitarinnar löngu
kunn og hefur öll borið ótal sinnum
fyrir eyru landsmanna. Getur slík
runa bætt einhverju við, þegar stór
hluti þjóðarinnar á lögin þegar á
plötum og geisladiskum? Hér, á 4.
disk safnsins, hefur vel tekist til
hvað þetta varðar, ekki síst af því
nokkur laganna birtast hér í bún-
ingi sem er nokkuð frá-
brugðinn upprunalegri
útgáfu þeirra. „Á nýj-
um stað“ er hér
með léttum
reggae-dub,
„Krókurinn“ birt-
ist sem tæplega sex
mínútna fönksk-
rímsli með kóf-
sveittum spunakafla
og „Ekki“ lýkur að
sama skapi á heil-
löngum kraumandi
spuna sem lengir þannig
lagið í næstum sjö mínútur.
Þá er fyrsti smellur Sálar-
innar, hið tví-
tuga en um
leið síunga
stuðlag
„Á tjá og
tundri“, kominn með djassaðan
swing-takt í upptöku af tónleikum
sveitarinnar í Circus-byggingunni í
Kaupmannahöfn í apríl 2007.
Tónleikaupptökurnar á hljóm-
disknum eru héðan og þaðan, bæði
að því leytinu að
lögin fimmtán eru
tekin af sjö mis-
munandi tón-
leikum en einnig
af því þau eru frá
öllum tímabilum
sveitarinnar.
Lagavalið er í
sjálfu sér ekki til
að deila um en
þess meira er um
vert að leyfa fjöl-
breytninni að
njóta sín, ekki síst með fram-
angreindum tónleikaútgáfum. Það
er alltaf virðingarvert að taka sénsa,
ekki síst þegar um er að ræða ráð-
setta reynslubolta á borð við þá Sál-
arverja.
Fagmenn við öll tækifæri
Þegar DVD-diskurinn, sem er
númer 6 í safninu, er skoðaður sést
enn betur að Sálin hefur hin seinni
ár verið alls ófeimin við að prófa
nýja hluti með tónlist sína þegar
kemur að tónleikahaldi. Hér er að
finna alls 25 lög og
fyrirkomulag-
ið er það
sama
og á hljómdisknum, lögin eru af
ýmsum tónleikum og lögin tekin
héðan og þaðan af ferli sveitarinnar.
Þar á meðal eru lög af víðfrægum
órafmögnuðum tónleikum sem Sálin
hélt í Loftkastalanum í ágúst 1999
og einnig af
tvennum sam-
krullstónleikum
sem báðir þóttu
afbragðsvel
heppnaðir, Sálin
og Sinfó í nóv-
ember 2002 ann-
ars vegar og Sálin
og Gospel í sept-
ember hins vegar.
Lagavalið er
sem fyrr stór-
smellasafn úr
digrum sarpi Sálarinnar. Í það heila
er þessi diskur fyrirtaks yfirlit af
vönduðum poppsmíðum. Það ber
líka fagmennsku Sálarinnar glöggt
vitni að þeir félagar eru jafnsterkir í
lifandi flutningi hvort heldur um er
að ræða smærri hljómleika með lát-
lausri umgjörð eða þá stórtónleika í
Laugardalshöll með þúsundir æp-
andi aðdáenda hoppandi og klapp-
andi. Það er talvert áhrifaríkt að sjá
kjaftfulla Höllina syngja fyrsta er-
indið af „Sódómu“ af slíkum radd-
styrk að það skilar sér vel á hljóð-
rásina; Stebbi Hilm-
ars og Gummi
Jóns eru
óumdeil-
anlega
fagmenn á sínu sviði, með salinn full-
komlega í vasanum. Fínasta upp-
rifjun fyrir þá sem voru þar og um
leið ljómandi gluggi inn í stemn-
inguna fyrir þá sem voru fjarri góðu
gamni.
Mynd um band
Heimildarmyndin, sem er hálf
þriðja stund að lengd, rekur sögu
sveitarinnar. Það er skondið til þess
að hugsa að í upphafi var tjaldað til
einnar nætur svo að segja, en mjór
er oft mikils vísir og kunnara en frá
þurfi að segja hvernig sveitinni hef-
ur farnast frá því upprunalegi kvin-
tettinn glataði þremur af fimm með-
limum og endurmannaði sig svo til
enn frekari sigra, þvert á flestar
væntingar. Sagan er sögð gegnum
viðtöl við meðlimi og tengda ein-
staklinga og dúkka margar
skemmtilegar sögur upp, bæði af
ævintýrum og óförum. Hér er margt
áhugaverðra mola, þó harðir aðdá-
endur þekki máske mestan partinn
af því sem hér kemur fram. Líklega
hefði líka mátt kaflaskipta efninu
betur niður; sem einn rennandi
flaumur reynir á athyglina þegar á
líður.
Ósjálfrátt læðist þó fljótlega að
manni sú tilfinning að dýpra hefði
mátt kafa, ekki síst í samband þeirra
Stefáns Hilmarssonar og Guð-
mundar Jónssonar. Hefur sam-
starfið verið átakalaust gegnum tíð-
ina eða hafa þessir karakterar flotið
á fagmennskunni gegnum súrt í
bland við sætt? Guðmundur talar á
einum stað um að þeir hafi einhverju
sinni grafið stríðsöxina, „eins og við
gerum nú reglulega“. Einmitt það,
já?! Hér er greinilega aðeins tæpt á
einhverju viðameira sem gera hefði
þurft skil – núningurinn er jú partur
af sögunni sem verið er að segja.
Svona hlutir eru alltaf spennandi
efni þegar hljómsveitarferlar eru
gerðir upp, ekki síst hjá bandi sem
hefur notið jafn mikilla vinsælda og
það í jafn langan tíma.
Þetta breytir því ekki að hér er
kominn pakki sem er ómissandi fyrir
aðdáendur sveitarinnar, og það er
við hæfi að Sálin fagni tuttugu
ára afmæli sínu með þessu
myndarlega safni. Það er
hreint enginn kreppubrag-
ur á þessari samantekt
þeirra Sálarverja og frá-
gangur allur til stakrar
fyrirmyndar, hvert sem
litið er.
TÓNLIST
Sálin hans Jóns míns – Hér er draumurinn
– viðhafnarútgáfa bbbbn
Jón Agnar Ólason
Hvar? „Guðmundur talar
á einum stað um að þeir
hafi einhverju sinni graf-
ið stríðsöxina, „eins og
við gerum nú reglulega“.
Einmitt það, já?!“
Afmælisgjöf við hæfi