Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 1
Enn um vöruvöndun.
Ull og ullarverkun.
Um langan aldur hefir óunnin ull vérið ein af aðal-
útflutningsvörum sveitabænda. Svo er að sjá á fornsög-
um vorum, að fyr á öldum hafi ullin nær því eingöngu
verið unnin f landinu sjálfu, til fatnaðar handa lands-
mönnum, og til viðskipta við útlönd. Smám saman fór
það vaxandi sem flutt var út af óunninni ull, eptir því
sem heimaiðnaðurinn þvarr, og nú er'svo komið að
megnið af þeirri ull, sem fellst til í landinu, fer óunnið
til útlanda. Er þá eigi annað fyrir ullinni haft en hirða
hana af fjenu, þvo hana og laga svolítið til, áður en hún
er flutt í kaupstaðinn.
Árið 1882 var öll ull, sem fluttist frá íslandi 1,733,000
pd., en árið 1909 var hún 1,962,600 pd. Af þessu er
auðsætt að útflutningur ullar fer vaxandi og að hjer er
ekki um smámuni að ræða.
Eðlisgóð og velverkuð ull er einhver hin fallegasta
efnisvara og þægilegasta í allri meðferð. Og um nota-
gildi_ hennar og eptirspurn þarf eigi að efast, meðan
mannfólkið þarfnast fatnaðar til skjóls og fegurðaráhrifa.
Að vísu keppa ýmsar efnisvörur við ullina á markaðn-
11