Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 4
148
verði. Hann þarf ekki annað en stinga hendinni í sinn
eigin barm — þekkja aðra af sjálfum sjer —; hann vill
heldur kaupa við þann mann, sem selur honum góða
vöru, heldur en hinn, sem selur honum svikna vöru.«..
»Jeg vona að hver sá, sem að undanförnu hefir verk-
að ull illa, sökum þekkingarskorts, reyni að færa sjer
bendingar þessar í nyt, til að vita hvort ullin hans getur
ekki orðið betri. Hinum, sem slægjast til að hafa sem
mest óhreinindi og bleytu í ull sinni, til þess að hún
verði sem þyngst á metunum, verður ekki við hjálpað;
þeir verða að fara sínu fram; þeir kenna sjálfir á afleið-
ingunum. Peir hrifsa stundarhagnaðinn, svo að segja
með þjófshendi, ræna frá sjálfum sjer og þjóð sinni
þeim ómetanlega hagnaði sem því fylgir, að hafa gott
orð á sjer á verzlunarmarkaðinum fyrir vöruvöndun,—
ræna þjóðina verzlunarmannorði hennar, ef svo mætti
að orði kveða. þetta er heimskuleg, skammsýn eigin-
girni.« ...
»Lesarinn heldur, ef til vill, að eg þykist kominn í
prjedikunarstólinn, og sje farinn að kenna siðafræði, en
með henni verði ekki langt komizt í verzlunarefnum.
Pessu er ekki þannig háttað; eg vil að eins kenna skyn-
samlega framsýna eigingirni. Jeg ræð til að varan sje
vönduð í þeim tilgangi að hún fái gott orð á sig á
rnarkaðinum, og komizt, á þann hátt, í hærra verð. Petta
hlýtur hverjum manni að vera auðskilið, sem að eins
vill hugleiða það, þótt reynslan hafi sýnt, að allir hug-
leiða það ekki sem skyldi. Reynslan sýnir að ekkert
dugir annað, en að gera sem rjettlátastan verðmun á
vörunum, þegar hjer á landi.« ...
Síðasta tilraunin til að bæta ullarverkunina hefir verið
gerð á þessu ári.
Eptir talsverðar málalengingar og misjafnar undirtektir
veitti síðasta alþingi 1200 krónur í tvö ár handa hæfum
manni til utanfarar um nokkra mánuði, til að kynna sjér