Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Blaðsíða 5

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Blaðsíða 5
149 verkun og flokkun á ull, og því næst til að ferðast um landið og kynna bændum meðferð á ull til útflutnings. Stjórnarráðið rjeði Sigurgeir Einarsson til fararinnar. Hefir hann samið fróðlega skýrslu um ferð sína, sem ýms dagblöð vor hafa tekið upp. Þykir vel við eiga að birta skýrsluna einnig í þessu tímariti, svo hún geymist þar þeim, er hennar vilja leita. Efni skýrslunnar er líka svo nátengt verkefni þessa rits, að hún á þar fyllilega he'ima. Verður þá jafnframt nokkuð minnst á tillögur höfundarins og að endingu komið fram með nokkrar reglur um ullarverkun, sem hafa gefizt vel, þar sem þeim hefir verið fylgt. SKÝRSLA til stjórnarráðs íslands frá Sigurgeir Einarssyni. Hjeðan frá Reykjavík fór eg beina leið til Hull. Að loknu starfi þar fór eg til London; því næst fór eg til Bradford, og gerði þar ullarhúsið Messrs. Tattersfield & Co. allt til þess, að greiða fyrir erindi mínu, eptir að eg kynntist Tattersfield sjálfum og syni hans. Þeir Tatters- field & Co. hafa skrifstofu bæði í Bradford og Phila- delphiu, og hafa í 15 ár keypt mikið af íslenzkri ull. í borgum þessum er, eins og kunnugt er, mikill ullar- iðnaður og stórir ullarsalar. Fjekk eg þar ýmsar upplýsingar um ull og meðferð hennar, en ábótavant var þeim svo, að eg gat ekki við þær unað og byggt skýrslu mína á þeim. Eg taldi því óhjákvæmilegt að fara til Ameríku, til þess að fá frekari og nákvæmari upplýsingar, enda af ýmsum orsökum ekki hægt að byggja á enskum upp- lýsingum. Fór eg því til Liverpool og tók mjer far það- an með »Mauritania« til Ameríku. í Bandaríkjunum fór eg um borgirnar New-York, Boston, Philadelphia og Bristol. í borgum þessum er mestur og stærstur ullariðnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.