Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Page 8
152
orsök þess, að sumir hafa dregið af nafninu, að hún
væri notuð sem fyr getur. En það er misskilningur.
Annars er ull vor talin jöfn »Lincoln«-ull að gæðum.
Óhrein ull. F*ví hefir verið hreift hjer, hvort ekki væri
heppilegt að hætta ullarþvotti, og senda hjeðan alla ull
óþvegna.
Eg rannsakaði þetta efni svo vel sem eg hafði föng
á, og svöruðu allir, er eg spurði þar um, bæði ullar-
salar og ulliðnrekendur því á einn veg, að sjálfsagt væri
að þvo hana sem bezt.
Þær ástæður, sem þéir töldu fram með þvottinum,
voru:
1. Að ullin skemmdist ekki. í ullinni væri mikið af
sauðfitu og sandi, er gæti eyðilagt ullina meira eða
minna, ef hún væri geymd lengi og ekki þvegin, og
gæti það gert ullina ónotandi og óseljandi.
2. Að tollur af ullinni yrði minni, því þá þyrfti ekki
að greiða toll af þeim óhreinindum, er burtu hefðu ver-
ið þvegin. Einkum lögðu Ameríkumenn áherzlu á þetta
atriði, enda er tollurinn þar mjög hár.
3. Að ullin seldist ver, ef hún væri óþvegin, bæði af
því, er fyr nefndan toll snerti, og líka vegna þess, að
ullarsalarnir yrðu, er þeir keyptu ullina, að áætla hversu
mikið af óhreinindum væri í henni, og tækju þá eðlilega
sem hæst óhreinindahlutföll, svo þeir töpuðu ekki.
Petta virðist mér engum efa undirorpið, einkum og
sjerstaklega, ef takast má að þvo ullina vel, og vil eg
því mæla móti því, að nokkur ull sje send utan óþvegin,
hvort sem það er haustull eða vorull.
Haustull.
Hún er mest öll flutt út óþvegin. Allir lögðu þeir á-
herzlu á það, Ameríkumennirnir, er jeg þar um spurði,
að hún yrði þvegin, því þeir töldu haustullina góða, og
hún væri að mun fíngerðari en vorullin.
»