Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Page 9
153
í íslénzkri haustull eru nú 20 — 25 % af óhreinindum,
en það er nokkru meir en í sunnlenzkri vorull.
Að öllum þeim upplýsingum athuguðum, er jeg fjekk
um haustullina, tel eg heppilegast að hún sje þvegin á
sama hátt og vorull, en flokkun á henni er talin óþörf.
Hvernig íslenzka ullin er r>ú-
Eins og öllum, er við það fást, er vitanlegt, þá þarf
hver verksmiðja, er notar ull, að hreinþvó hana. Engin
ull, hversu vel sem hún er verkuð, er svo vel þvegin,
að minna sje en 8 % í henni af óhreinindum, enda má,
vegna tolllaganna í Bandaríkjunum, ekki vera minna en
það af óhreinindum í henni, er þar kemur.
íslenzku ullinni er allmjög ábótavant, hvað þvottinn
snertir.
Bezta ull, er komið hefir frá Norðurlandi, hefir haft
12% af óhreinindum; annars hefir norðlenzk ull 12—18
% óhreinindi. /
Sunnlenzk og önnur íslenzk ull er að mun verri, því
að óhreinindi hennar eru frá 16 — 25 %; auk þess er
mjög kvartað yfir því, hversu mikið af grasi, lyngi og
sandi sje í henni; er hún yfirleitt afarilla þvegin og illa
með farin, að dómi Ameríkumanna.
En þetta, hversu mikill óhreindamunur er í ullinni,
hefir mikil áhrif á verð hennar. Sá, er ullina kaupir,
verður allt af að reyna að sjá um, að hann skaðist ekki
á kaupunum, og verður því allt af að áætla, hversu
mörg pund af alhreinni ull hann fær. Er kaupandi veit,
t. d. að fjórði hluti allrar sunnlenzkrar ullar getur verið
óhreinindi, er hætt við að hann áætli 25 og jafnvel 28 —
30 %, en hins vegar getur ullin verið miklu betri, jafn-
vel nokkur hluti hennar niður í 16 %; þess vegna er
það, að það er mikil verðhækkun, sem má vænta að fá-
ist, er ullin er svo verkuð, að seljandinn getur sjálfur
sagt, hversu mikil óhreinindi eru í ullinni, eins og t. d.