Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 13
157
í einu; ætti þar af leiðandi að geyma hana þar í vöru-
geymsluhúsi til söludags.
Tillögur
mínar verða því í stuttu máli þessar:
1. að komið sje upp þvottahúsum og ullin þvegin svo
vel, að í henni verði helzt sem næst 10 % af ó-
hreindum (að ekki sje farið nær lágmarkinu fyrst,
á meðan reynsla er að fást).
2. að þvottahús þessi starfi undir opinberu eptirliti.
3. að ullin sje flokkuð í þrjá flokka, eins og tekið er
fram undir flokkuninni.
4. að haustull sje öll aðskilin;
5. að ullin verði flutt hjeðan beina leið til Boston.
Skýrsla þessi er að mörgu leyti íhugunarverð, og
bregður nýju Ijósi yfir ýms atriði, er snerta ullarverkun
landsmanna. Hún getur eflaust að miklu gagni komið,
ef almenningur vill hagnýta sjer, á rjettan hátt, þær
bendingar, sem í henni koma fram.
Þó að önnur ferð, í tilbót, verði farin til útlanda í sama
tilgangi, og þá kunni að koma fram nánari skýringar og
bendingar, má telja líklegt, að meginatriði þau, sem
skýrslan tekur fram, haldist að mestu óbreytt, og tillög-
ur þær, sem skýrslan flytur, taki þá heldur eigi veruleg-
um breytingum.
það er því líklegt, að eigi sje of snemint að athuga til-
lögurnar nú þegar og reyna að gera sjer Ijóst, hvernig þær
koma heim við fengna reynslu og hagi almennings, og
enn fremur hversu líklegar þær eru til þess að geta kom-
ist til framkvæmda, áður en langir tímar líða.
Um þetta vill Tímaritið fara nokkrum orðum,