Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 14
158
Fyrsta tillagan um þvottahús og þvott ullarinnar er
veigamesta tillagan, en jafnframt sú, sem reynast mun
einna örðugast að koma í framkvæmd, eptir hugsun-
arhætti almennings að dæma, og því, hversu gengið
hefir að koma áþekkum fyrirtækjum í framkvæmd, og án
undanbragða hjer á landi, enn sem komið er.
Tillagan fer í þá átt sem Tímaritið hefir eindregið talið
hina rjettu stefnu að takmarkinu: samræmislegri vöru-
vöndun. Petta samræmi getur ekki náðst, hvað landbún-
aðarvörur okkar snertir, nema framleiðendur gangi í fje-
lagsskap, fylgi þar föstum reglum og hafi á þann hátt
sjálfir allan útbúnað vörunnar ineð höndum, án óvið-
komandi milliliða, og útiloki gersamlega alla keppinauta,
sem að einhverju leyti ætla að skreyta sig með fjöðrum
samlagsframleiðenda.
Við höfum nokkuð svipað dæmi, þar sem meðferð okkar
og flokkun á saltkjötinu er. F*ar eru menn, meir og meir,
farnir að beygja sig undir skipulagið og fylgja almennum,
föstum reglum, þó það sje dálítið kostnaðarsamara í bili
en gamla aðferðin. Til skamms tíma var það býsna al-
gengt að slátra talsverðu af fjenu heima og flytja svo
kjötið á klökkum í kaupstaðinn í misjöfnum umbúðum,
stundum margar mílur. Þessi heimaverkun þótti svo
»þægileg«, en um hitt var lítið hugsað, hvaða áhrif þetta
hefði á verðmæti vörunnar.
Heimaverkaða smjörið er að sæta sömu örlögum og
meðferð, sem saltkjötið. F’að þykir borga sig að hætta
við hina »ódýru«? heimaverkun.
Að sama brunni virðist hljóta að bera, fyr eða síðar,
með verkun ullarinnar, og það þess heldur, sem þar er
enn meiri vandkvæðum bundið, að heimaverkunin geti
orðið samræmisleg, heldur en þó á sjer stað með kjöt
og smjör, eins og allir kunnugir hljóta að skilja, án fr$k-
ari skýringa.
Að vísu má nokkuð bæta ullarverkunina, víða hvar, á
heimilunum sjálfum, frá því sem nú er. En þar »slær sinn