Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 18
162
ast til framkvæmda, hið allra fyrsta, eins og áður hefir
verið bent á í Tímariti þessu, hvað sem stofnun þvotta-
húsanna líður. Ef vel hæfur móttökumaður eða mats-
maður er skipaður á hverjum ullarútskipunarstað, lærist
mönnum smám saman að sækja í rjetta horfið, þó eigi
verði allt sem fullkomnast. Matsmanninn ættu ullarútflutn-
ingsfjelögin að launa sjálf að miklu leyti, en fá þó nokk-
urn opinberan stuðning, ef matsmaðurinn verður stjórn-
kjörinn, sem líklega færi bezt á að yrði.
Priðja tillagan, um flokkunina, fer í nokkuð líka stefnu
og menn hafa sumstaðar reynt að fylgja: þó er þar að
ræða um nokkra nýbreytni, sem hægt er að taka upp,
og líkleg er að geti orðið til bóta, eptir þeim upplýsing-
um, sem skýrslan gefur.
það þarf að reyna að koma á sameiginlegum föstum
reglum, er fylgt sje, með flokkunina, á hverju ullarheim-
ili. Kaupfjelög og ullarkaupmenn, hjer á landi, þurfa að
leggjast á eitt með það, að halda fast við flokkunina og
gera hæfilégan verðmun, alveg án manngreinarálits.
Sumstaðar, t. d. í Kaupfjelagi þingeyinga, hefir hvítu
ullinni verið skipt í þrjá flokka, að undanförnu.
I. fl. Hvít vorull, greið og vel hrein, með bjartan blæ,
laus við allan smáka, gula lagða, mor, og þess-
konar óskild efni.
II. fl. Hvít vorull, sem ekki er með eins fögrum blæ
og ullin í I. fl. eða sem eitthvað hefir mislukkast í
þvotti. Þar eru og gulleitir lagðar. Flokkur þessi
sje og laus við allan smáka, mor og þess konar.
III. fl. Hvít ull; allur smákinn úr hinum flokkunum: smá
lagðar, kviðull og fætlingar; þar er og hvít haust-
ull þvegin, ógreiðir vorullarlagðar, nema verstu
flókar. Ur öllum flokkunum eru týndir, vandlega,
allir mislitir lagðar.
Eptir tillögu S. E. ætti að eins að flokka vorullina í
tvennt. Lenti þá talsvert í betri flokknum úr öllum okkar
gömlu flokkum, t. d. allur smákinn, sje hann að ein§