Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 21

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 21
165 úr V3 af gamalli keitu og 2ls vatns. Bezt er keitan til þvotta, þegar hún er orðin þriggja til sex mánaða gömul, og betra það sem er undir í ílátinu en ofan á. Bezt er hreint tjarnarvatn í löginn, ef hægt er að ná í það. Löginn skal hita allt að 50 stigum Réaumur, eða svo, að illþolandi sje að halda hendinni niðri í honum*. Hitann skal hafa sem jafnastan í pottinum, og aldrei meiri en hjer segir. Sje ullin óhrein mjög og sauðfitumikil, þarf hún að vera 10 — 15 mínútur í leginum, en sje hún þur og hrein, nokkru skemur. Varast skal að hafa þröngt á ullinni í leginum. 4. gr. Mjög vandlega verður að skola ullina úr köldu vatni, eptir að hún er tekin úr pottinum. Skal það gert í renn- andi vatni, helzt lækjarbunu, svo skólpið renni burt sem fyrst. Áríðandi er að greiða ullina vandlega í kalda þvott- inum, og tína úr henni öll óhreinindi. 5. gr. Velja skal góðan þerrivöll undir ullina, helzt vel hreins- aðann túnbala, sem farinn er dálítið að spretta. Ekki er ullin fullþur meðan kul finnst, þegar hlýrri hendi er stungið inn í ullarbynginn. 6. gr. [Þessi grein er um flokkunina, og er hún lík því sem fyr segir, bls. 162.] 7. gr. Um. leið og ullin er aðgreind í flokka, skal enn skoða hana vandlega, tína úr henni fætlinga, sem eptir hafa orðið; lagða, sem ekki hafa þvegist vel, flóka, sem eigi verða greiddir, og öll óhreinindi, sem í hafa slæðst. Pá skal og greiða hana úr þvælum þeim, sem hún lendir * Þetta er rtokkuð hærra hitastig en S. E. telur bezt við eiga. Sbr. skýrslu hans. S. /.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.