Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Page 27

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Page 27
Fjárþröng og framleiðsla. Opt hefi eg undrast eymdarhljóð það, sem að eyrum berst úr öllum áttum, á þessum dögum. Víðast er hjalað um fjárskort og vandræði manna á meðal. Fáir telja sjer fært að ráðast í nokkrar framkvæmdir fram yfir það, sem stundarþörfin krefur »í þessari óáran«. »Oáran.« Að kalla þetta blessað árferði óáran. Hvílík fjarstæða. Sjaldan hefir náttúran leikið betur við íslend- inga en það sem af er tuttugustu öldinni. Veðurfar, hey- skapur og fiskafli, allt betra en í meðallagi; og gamli erkifjandinn: hafísinn, hefir dottað norður í hafsauga. »En verzlunin ? Peningavandræðin í hittifyrra valda þung- bærri óáran. Auðmennirnir í Ameríku hleyptu öllu í bál og brand, og við, aumingja íslendingar, hlutum af því peningaóáran, sem komið hefir mörgum góðum dreng í kol!.« Svo segja menn. En eg er hræddur um að þetta sje ónýtt yfirskin. Samt getur það verið að »hrunið« og kyrrstæði »framfara« hafi stafað af ytri áhrifum þarna um árið, svo að það var þetta herrans ár, sem skellinn fjekk, en ekki annað svo lítið síðar. Við vorum búnir að vinna fyrir skuldadögum og skriftadögum gamalla synda. Og þeir dagar voru orðnir dýr nauðsyn, og gott að ekki drógust þeir lengur. Við þurftum að brenna okkur, og það sem fyrst, svo við lærðum að forðast eldinn. En, bara að við nú ekki reynumst meiri börn en börn-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.