Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Blaðsíða 29
173
Skattanefndin hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að
við værum fátækasta þjóð álfunnar: ættum minnstan
höfuðstól, miðað við fólksfjölda. Og um skuldirnar hefir
víða verið getið. þaðersýnt: að við erum stórskuldugir
fátæklingar.
Stundum er dæmt um hag þjóðanna eptir eyðslu þeirra.
Væri sá mælikvarði hafður við okkur, myndum við taldir
mjög vel megandi. Peir landar okkar, sem lifað hafa
meðal alþýðu í öðrum löndum, votta það, einum rómi,
að daglegt viðurværi manna þar sje lakara og nautnin
minni, en hjer gerist. Og þó hafa þessir menn naumast
kynnzt fátækustu alþýðunni: verkálýðnum.
Danir eru taldir meðal auðugustu þjóða. Pó las eg
nýlega danska bók, þar sem kvartað er yfir því, að ekki
sje hægt að kenna börnunum þar í sveitunum: Pau taki
ekki eptir kennslunni fyrir sulti. Margar enn svartari lýs-
ingar mun þó vera hægt að fá af skuggahverfum stór-
borganna. Hjer á landi, að minnsta kosti í sveitunum,
hygg eg þá fjölskyldu sjaldfundna, sem eyði ekki miklu
um þarfir fram,
* *
*
Eyðslusemin hjer á landi, borin saman við fátæktina
og skuldirnar, sannar okkur það, að alþýða okkar lifir
betra lífi en alþýða annara landa; landið sjálft veitir henni
allt eins vel, til fæðis og klæða. En framleiðslan gengur
líka öll í eyðsluna. Við erum svo fátœkir af því við
kunnum ekki að spara okkur saman í höfuðstól. Við er-
um svo skuldugir af því við eyðum meiru en framleitt
er, — og af því við þurfum að fá höfuðstól að láni, til
allflestra fyrirtækja.
F*að er þessi voðinn: eyðslan fram yfir framleiðsluna,
sem þarf að girða fyrir og »stemma að ósi«. F*að hygg
eg öllum hljóti að skiljast.
En þar kemur margt til greina, þegar úr skal bæta,