Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Page 31

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Page 31
175 menna venju, nema að minnka sig sjálf um leið. Hjú og annað verkafólk fæst ekki til að fara þangað, sem viðurværið er »verra« en almennt gerist. Og flestar hús- mæður eru ekki hræddari við nokkurn hlut, en »nápínu« nafnið, sem fylgir sparneytnu húsfreyjunum. Orðið »bú- kona« lætur nógu illa í eyrum sumstaðar. Eyðslusemin gengur greiðlega inn um dyrnar, en fer óvíða út aptur fyr en dóttir hennar: fátæktin, rekur hana burt með valdi. Eptir þessu valdboði megum við ekki bíða. Við verðum að sníða eyðsluseminni spennitreyju til stöðvunar; að minnsta kosti megum við ekki líða henni frekari vöxt eða viðgang, en þegar er orðið, fyrst hún verður ekki alveg brott rekin. Eptir öllu þessu að dæma getur sparnaðurinn, einn saman, ekki veitt okkur þann þjóðþroska, sem við þurf- um sem fyrst að öðlast. * * * Pá er að minnast svo lítið á hitt ráðið: hvernig við getum aukið framleiðsluna. Par er eflaust um marga vegi að velja. í Þetta skipti ætla eg að eins að benda á þetta: Það verða fleiri að stunda nytsama framleiðslu, fleiri að auka fjáraflann, og allir þeir sem það gera, verða að leggja alvarlega stund á það, að framleiða meira, en hingað til hefir átt sjer stað. »Hverjir eru svo þessir fleiri?« munu margir spyrja. Allir þykjast víst vera þjóðfjelaginu gagnlegir, eptir föng- um. En sannleikurinn er nú samt sá, að þessi fámenna og fátæka þjóð á marga menn, sem sjaldan eða aldrei vinna nýtilegt handarvik. Við eigum marga menn, sem vinna eitthvað, að nafninu til, en þó ekki það, sem nauðsynlegt er og arðvænlegt fyrir þjóðfjelagið. Við, fram- leiðendurnir: bændur, sjómenn og iðnaðarmenn, höfum allt of marga ómaga á vinnu okkar.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.