Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Page 32
176
Fjöldi þessa ómagalýðs stafar, mestmegnis, af tveim
orsökum: almennri óbeit íslendinga á erviðri vinnu, nú
á dögum, og svo því, hve auðvellt var að fá sjer lán,
fyrir og eptir aldamótin síðustu.
Almenningur veit það ofur vel, að til eru tvær leiðir,
til þess að afla sjer lífsnauðsynja. Fyrri leiðin: að vinna
þær sjálfur úr skauti náttúrunnar, með orfinu eða árinni,
finnst mörgum býsna torsókt og ervið. Hún gefur opt
svo smátt í aðra hönd: Ijelegan fatnað, fábreytt viður-
væri, Ijeleg húsakynni og litla virðingu í lífinu; bogið
bak og djúpar andlitshrukkur í ellinni. það er allt annað
að fara hina leiðina: að láta aðra afla fyrir sig. Þeir sem
hana fara, eru feitir og sællegir. Peir hafa hvítt lín um
hálsinn, hreinar og mjúkar hendur; húsin þeirra eru
hallir, móts við kofana hinna; þeir erviða ekkert sjálfir,
en hafa samt nóg af öllu, sem hinir verða að framleiða,
— seiða það til sín með tómum tölustöfum og villuljósi.
Og eðlilega finnst mörgum manninum sjálfsagt að
fara seinni leiðina. Hann byrjar einhverskonar verzlun,
fjárbrask eða hrossabrask upp til sveita, eða þá vöru-
verzlun niðri á mölinni. Varla getur svo efnalítinn spjátr-
ung, að eigi þykist hann fær um að stofna ofurlitla
búðarkytru og fá »slatta« af vörum til að byrja með.
Leiðin er um bankana. Sjaldan vantar ótortrygga ábyrgð-
armenn. Verzlunin gengur bærilega á yfirborðinu, fyrsta
sprettinn.
Nýi kaupmaðurinn á nokkra kunningja og venzlamenn,
sem vilja verzla við hann, og svo vilja margir »prófa
nýju búðina«. Til stuðnings verzluninni á hann einnig
part í »sjávarútvegi«. En hann þarf auðvitað á pening-
um að halda, maðurinn. Og lánstraustið er peningar.
Það er svo sem óhætt að ganga í ábyrgð fyrir hann;
hjálpa honum til að hafa sig upp. Skárri er það nú
bölvuð meinsemin að neita því, að lána nafnið sitt, dá-
Iítinn tíma. Efnuðu bændurnir ofan úr sveitinni, sem við
hann verzla, og hásetarnir á »útveginum« hans eru ekki