Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 36

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 36
Í80 Éins er um hitt, að allur annar kostnaður: hús, áhöld o. s. frv. hlýtur að verða margfaldur. Víða hjer á landi hagar einmitt svona til. Með sam- tökum gætu landsmenn steypt mörgum verzlunum sam- an í eina. Allur sá kostnaður, sem við þetta sparaðist, kæmi fram sem aukið verð á innlendri vöru og lækkað verð á hinni útlendu. Hann kæmi fram sem aukinn á- góði af aðalatvinnuvegum landsmanna. Og allur sá fjöldi fólks: kaupmenn og verzlunarþjónar, sem yrði verzlun- inni óþarfur við þessa breytingu, hlyti að neyðast til þess, að leita sjer arðvænlegra starfa; starfa sem væru þeim og landinu í heild sinni til gagns. En eg veit að margir halda því fram, að þetta sje ekki til vinnandi. Þeir segja á þessa leið: Éetta eyðilegg- ur samkeppnina. Pví fleiri kaupmenn, því meiri sam- keppni. Og blessuð samkeppnin er bót allra meina í verzlunarefnum. Öldin sem leið þreyttist aldrei á Iofdýrð samkeppninn- ar, taldi hana hið æðsta hnoss, uppsprettu farsældar, auðs og menningar. En allar mannlífsskoðanir og þjóð- fjelagshreifingar eiga sammerkt við öldur hafsins í því, að þær hefjast hníga og falla. Alda samkeppninnar er hætt að hefjast, hún er farin að hníga. Mönnum skilst það, fleirum og fleirum, að samkeppin er byggð á hnefa- rjettinum. Hún veitir hinum auðugustu völdin, en ekki hinum göfugustu. Hún setur þá eigingjörnu og slægvitru í hásætin, en ékki hina góðu og sannvitru. Arangur samkeppninnar sjest líka æ betur og betur. Meðan hún hóf sig sem hæst, var það svo: að allar vísindanýjungar, uppgötvanir og vinnuvjelar, sem áttu að ljetta mönnum vinnuna og auka lífsþægindin, hafa ekki bætt hag vinnandi alþýðu í heiminum, heldur, mest- megnis, aukið auðæfi einstakra manna. Samkeppnin hef- ir stjórnað heiminum svo átakanlega illa, að allt, sem eptir hlutarins eðli átti að verða alþýðunni til góðs, hefir

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.