Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Blaðsíða 43
187
höfum við lítið með ullina ykkar að gera. Síld og annan
fisk kaupum við austan frá hafi, en við teljum víst að
Hudsonsflói sje auðugur af allskonar fiski, og þarf því
ekki að sækja slíkt til íslands. Þessar vörur eigið þið
því að selja öðrum, og kaupa svo það sem þið fáið
með beztum kjörum frá okkur, fyrir peninga. En ennþá
er ótalin sú vara, sem jeg álít þið getið selt okkur með
mestum ágóða. Það eru ullardúkar og tilbúin föt. Fyrir
þá vöru er svo mikill markaður hjá okkur, að þó öll ís-
lenzka ullin væri unnin í dúka, og föt saumuð úr þeim,
þá gengi það allt út hjá okkur og meira til. Og það,
sem þið getið ekki selt okkur, yrðum við að kaupa frá
löndum, þar sem kaupgjald er miklu hærra en á íslandi,
svo þið hefðuð ekki að óttast samkeppnina. Aðalatriðið
er, að dúkarnir og fötin sje vandað. Hitt hirðum við
minna um, þó vörurnar sjeu nokkuð dýrar. Og til þess
að tilbúin föt yrðu við hæfi Kanadamanna, þyrftuð þið
annaðhvort að senda skraddara vestur, til að kynnast
fatasniði okkar, eða fá þá að vestan, til að kenna ykkur.
Og helzt ætti að vinna allt undir umsjón manna, sem
væru vel að sjer í þeirri grein, að öðrum kosti væri allt
yfirlitið af þeim.«
Jeg þakkaði Vestmanninum fyrir lesturinn og bað
hann að vekja máls á umræðuefni okkar þar vestra. Hann
bað mig að gera slíkt hið sama hjer heima.
Eptir að samtal það, sem frá er skýrt hjer að framan,
átti sjer stað, las eg í blaði frá Akureyri frásögn um
síldarbræðslu Norðmanna á Siglufirði. þar var sagt að
síldarlýsið væri aðallega notað til smurninga á vjelar, en
það sem ekki bræðist (úrgangurinn), væri haft til áburð-
ar og myndi fara til Ameríku. Kom mjer þá til hugar,
hvort þarna væri eigi vara, sem hentugt væri að senda
á skipum okkar til Hudsonsflóa, og þaðan með járn-
braut til landa okkar, sem stunda hveitirækt vestur í
Manitoba, og fá aptur hveiti og aðrar kornvörur.
Einnig fannst mjer að vel færi á því, að sjómenn