Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 44

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 44
188 okkar stunduðu klæðagerð á vetrum og seldu Vestur- heimsmönnum fyrir dollara, í stað þess að vera iðju- lausir og jeta upp allt sumarkaupið sitt, eins og sagt er að margir þeirra geri. Einar Sigfússon. III. Verzlun og samvinnufjelagsskapur 1911. Árið 1910 var mjög gott verzlunarár hjer á landi. Inn- lendar vörur: landbúnaðarvörur og saltfiskur, náðu frem- ur góðu verði, og útlendar vörur voru ekki mjög dýrar; rúgur sjerlega ódýr. Þetta útlíðandi ár (1911) var verzl- unin nokkuð óhagstæðari, en þó ekki til stórra muna. Af landbúnaðarvörum var það eiginlega ekki nema ull, sem seldist til muna lakar en 1910. Ýmsar útlendar vör- ur fóru hækkandi, töluvert, einkum síðari hluta ársins. Munaði þetta mestu á kaffi, sykri, rúg o. fl. kornvörum. Verðlag á algengustu útlendum vörum, síðastliðin 5 ár, er að finna í þessu tímariti, og vísast því þangað. þar er miðað við pöntunardeild í kaupfjelagi á Norðurlandi, að við bættum öllum kostnaði frá innkaupsverði, ogó% til almennra fjelagsþarfa. Á innlendum vörum verður reikningaverðið í sama kaupfjelagi þ. á. líkt og áður, nema á ull. Hún er nú 85 aurar pundið, í bezta flokki (um % ullarinnar), lakari tegund 81 og lægsti flokkur — þvegin haustull og smáki — 71, allt að frá dregnum kostnaði. Rjúpur seldust vel bæði árin: 22 — 28 aura hver f. á. (reikningsverð) og sum- ar sendingar enn betur þ. á. Rjómabúasmjör seldist almennt með bezta móti þ. á. Nokkur tilraun var gerð með það, á Norðurlandi, að senda heimaverkað smjör til Englands, og heppnaðist hún ^remur vel, þessi tvö síðustu ár. í ár fengust 82

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.