Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 45

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 45
189 aurar fyrir pundið í reikninga fjeiagshlanna. Eigendur urðu að leggja til umbúðir, salt og smjörlit, verkun smjörsins og flutning í kaupstað; rýrir þetta allmikið smjörverðið móts við það, sem rjómabúamenn leggja sjálfir til í sömu greinum. Sláturfjárafurðir, nyrðra, voru í góðu verði f. á. fyrir sláturhúsin: Bezta kjöt 21 eyrir, mör 25, gærur 35 aura pundið, að frá dregnum öllum kostnaði. Útlit er fyrir að þetta verðlag þurfi eigi lægra að verða þ. á., en sölu- reikningar eru eigi allir komnir, þegar þetta er ritað. Bæði haustin undan farið hafa verið fluttir út tveir skipsfarmar af lifandi fje til Belgíu frá Norður- og Aust- urlandi (um 4700 sauðir). Var hvert pund borgað með 14 aurum, lifandi þyngd, eptir heimavigt, staðfestri af dómkvöddum mönnum. Báru kaupendur alla ábyrgð fjár- ins, eptir að það var á skip komið. Prátt fyrir allgott verð á sláturfje þykir þó þessi sauðaverzlun borga sig betur, enn sem komið er. Sauðfje reyndist í betra lagi í haust til frálags. Langflest er nú orðið um dilka á slátur- húsunum; þó er frá sumum hjeruðum nálægt 'h vetur- gamalt fje og mylkar ær. Sláturfjenu fjölgar ár frá ári, á fléstum stöðum. Prátt fyrir það mun samt sauðfje óvíða fækka í sveitum, frek- ar fjölga. Ærstofn bænda er víða orðinn miklu meiri en var fyrir fáum árum. Viðurgerningur ánna fer batnandi og margar þeirra eru nú vanalega tvílembdar á vorin. þegar svo engin kreppa kemur fyrir, gefur ærin mikið af sjer í sæmilega landgóðum sveitum, nálægt 10 kr. yfir árið, þó einlembd sje. Fráfærnamenn telja »brúttó« arð- inn enn meiri, um 12 kr., auk ullar: hagalambið nálægt 7 kr. og mjólk allt að 5 kr. yfir sumarið. Enn er þó haldið nokkuð í eldra geldfje í beztu útigangsstöðum. Búskaparhagur sveitabænda, norðanlands, sýnist fara batnandi hin síðari árin. Bústofninn heldur sjer vel og skuldir minnka. Verzlunarbraskið minnkaði með peninga- kreppunni, um árið. Búskaparlagið varð rólegra og með

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.