Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Síða 48
192
Yfirleitt mun því mega segja að kaupfjelagsskapurinn
hafi gengið allvel þ. á.
Aðsóknin að sláturhúsunum norðanlands fer, á flestum
stöðum, allt af vaxandi, og fjelögin halda sömu stefnu
og áður með samvinnu sín á meðal.
En nú er þar komið nýtt atriði til greina, þar sem
ýmsir kaupmenn eru nú farnir að stofna sláturhús. Þetta
er að vísu gott, að því leyti til, að þá má þó vænta dá-
lítið vandaðri kjötverkunar en áður gerðist. En í sam-
keppnisskyni sýnist þetta samt vera gert, og til þess að
hindra frekari framgang þeirrar einu rjettu og hollu stefnu
ímálinu: að framleiðendur taki alveg umráð og meðferð
þessarar verzlunarvöru í eigin hendur.
Tímaritið hefir áður bent á, að ekki væri vel álitlegt
fyrir kaupmenn að stofna sláturhús: viðskiptafestan við
verzlanir þeirra væri eigi svo viss; þeir ættu óhægt með
að ná samræmi sín á meðal í verkun og flokkun kjöts-
ins, en það hamlaði aptur verðhækkun vörunnar. í stuttu
máli: þeir gætu eiginlega ekki keppt við samlagshús
bænda, þar seni hagnaðarvon hvers einstaklings heimtar
alúð og vandvirkni, frá fyrsta stigi til hins síðasta. Tíma-
ritið vonast einnig eptir því, í einlægni að segja, að
svona rætist úr; alls ekki vegna þess, að því sje illa við
kaupmenn eða vilji gera þeim skaða. En kaupmenn eru
að reyna að gera eðlilegum og nauðsynlegum samtökum
þjóðarinnar skaða með þessu aukabrölti sínu. Og, ímynd-
aður hagnaður einstaklinganna á að rýma fyrir þjóðar-
nauðsyn.
Nú er þess þá enn meiri þörf en áður, að bændur
haldi fast við sinn fjelagsskap, hver flokkur á sínu svæði,
og efli hann sem bezt. Eins er því varið með næsta at-
riðið, að þrátt fyrir ýmislega vöntun og misfellur, verða
sláturfjelögin, enn betur en áður, að treysta samband
sitt og samvinnu, og kosta hins fremsta kapps um það
tvennt: að vanda allt sem bezt og sjá svo til, að engin
aðskotadýr geti smeygt sínum varningi inn undir hið