Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Page 49

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Page 49
193 sameiginlega vörumerki fjelaganna. Vara fjelaganna þarf að verða viðurkennd á markaðnum fyrir það, að engin samkyns vara frá öðrum standi henni jafnfætis. Sje alls þessa trúlega gætt, getum við rólega litið til þessara nýju keppinauta. Peir verða þá ekki svo hættu- legir. Standi sláturhús kaupmanna auð, eða lítið notuð, mega þeir sjálfum sjer um kenna. Ekki byrjuðu þeir á því að ryðja brautina. Engir báðu þá liðsinnis. Engin var heldur þörfin fyrir þá, sökum verzlunar þeirra með útlenda vöru. Það sýna dæmin af Suðurlandi. Kjötverðið gátu þeir fengið hjá bændum í peningum og gildum á- vísunum, að því leyti sem bændur þurftu á að halda fyrir varnjng kaupmanna. í ár hefir verið árgæzka fyrir rjómabúin, að því Ieyti sem snertir smjörverðið í útlöndum, sem var í jafnhæsta lagi. Þrátt fyrir það eiga norðlenzku búin í vök að verj- ast, sökum þess að þeim bændum fer smáfækkandi, sem hafa ær í kvíum. Hið háa verð á dilkakjöti, síðari árin, veldur þar mestu um. A framfarir í smörgjerðinni hefir nokkuð verið minnst í II. hepti ritsins þ. á. og verður því eigi meira um það atriði talað á þessum stað. 5. /. IV. Stundvísi og skilsemi. Um það eru opt skiptar skoðanir, í hvaða innbyrðis sambandi kostir manna og brestir standi, hver þar sje aðalþátturinn og frömuður hinna. Sama kemur einnig fram, þegar verið er að grennslast eptir framförum þjóð- anna, staðnæming eða apturför. Einn segir að þetta sje aðalundirrótin, annar hitt, o. s. frv. Tímaritið telur. sig ekki fært um að fara langt út í 14

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.