Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Qupperneq 52
196
á að taka til starfa, og eptir það að til starfs er tekið;
þegar einhverju á að skila á tilteknum tíma, o. s. frv.
Pú kemur á tiltekinn stað á fastsettum tíma, og sá,
sem hafði stefnt þjer þangað, eða lofað að koma, fyrir-
finnst ékki; verður þú þá að bíða hans góða stund og
má ske fara erindisleysu á endanum. Petta er harla al-
gengt, um háa sem lága, og það enda á þeim stöðum,
þar sem ætla mætti að hin æðri þekking »uppljórnaði«
vegu manna. Sjaldnar mun forföllum um að kenna, held-
ur er þetta miklu optar skortur á því, að hafa tamið
sjer stundvísi, sem þá leiðir til óorðheldni. En svo langt
er þó ekki komið, að óorðheldnin sje talin kostur.
Verkamaðurinn vill hafa ákveðinn vinnutíma og setur
upp tímakaup. Um þetta er gerður gildur samningur,
sem bótum varðar ef rofinn er. Samt er það ekki talið
saknæmt að hafa það, svo að segja, fyrir reglu, að taka
nokkrum mínútum of seint til vinnunnar, þegar byrja skal,
eða hve nær sem hlje verður veitt, og hvíla þar að auki
hönd, fyrir óþarfa mas eða ógætni. Allir þeir, sem lengi
hafa fengizt við verkstjórn, munu kannast við, að þetta
á sjer optlega stað. Mínúturnar verða að stundum, stund-
irnar að dögum, sem tapast frá vinnunni, þegar samn-
ingurinn nær til langs tíma. Þetta stafar enn af óstund-
vísi, sem leiðir til vanskila og samningsrofa, þó þeir
má ske athugi það ekki, sem hlut eiga að máli, nje vilji
við það kannast.
Pá er það og töluvert algengt að óstundvísin kemur
fram, þegar rækja skal skrifleg störf á rjettum tima, bæði
á æðri og lægri stöðum: að gefa reikning, kvittanir, til-
kynningar, skýrslur, vottorð o. s. frv. Ekki er vöntun á
þessu annað en skyldurof, opt og tíðum, þó það orð
hljómi ekki vel í eyrum.
A öllum sviðum viðskiptalífsins kemur óstundvísin
þannig fram sem þjóðargalli, meira og minna.
Að leiða rök að því nána sambandi, sem er á milli
stundvísi og skilsemi ætti ekki að þurfa. Hver sem hugs-