Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Side 56
200
Astæður þess tel eg góðar og tryggar. Eptir því, sem
eg hefi bezt getað athugað, er Iögð áherzla á það í fje-
laginu, í öllum greinum, að festa fjelagsskapinn með því,
að leggja fram ríkulegan skerf, árlega, til þeirra sjóða,
sem eiga að tryggja stnrfsemina og mæta áföllum, sem
fyrir kunna að koma. Vil eg eindregið mæla með því,
að slíku sje haldið áfram, því styrkur fjelagsins hlýtur að
vaxa við það, að eiga sem mestan höfuðstól sjálft, til
fullra umráða.<i:
í þetta skipti er með ýtarlegra móti skýrt frá hag og
starfsemi þessa fjelags, í því skyni, að íslenzku kaupfje-
lögin heimfæri til sín það, sem þau geta, af reynslu ann-
ara og nútíðarstefnu. F*ó ólíku sje saman að jafna með
afl og viðskiptaveltu, þar sem okkar smáu kaupfjelög eru
annars vegar, en útlend risafjelög hins vegar, þá eru al-
staðar hin sömu meginatriði, sem hafa þarf hugföst, ef
vel á að farnast, og þá ekki sízt þau: að vanda sem
bezt til allra reikningsskila, og verja árlega talsverðu af
ágóðanum til að auka stofnfjeð og tryggingarsjóðina.
Þetta er reynslan búin að kenna útlendu fjelögunum,
og hún hefir sýnt okkur hið sama. Sem betur fer erum
'við nú, hin síðari árin, að verða hlýðnari lærisveinar
reynslunnar en áður, eins og Timaritið, bæði nú og áð-
ur, hefir sýnt fram á.
2. Frá Englandi.
Það er algengt í útlöndum, að sambandskaupfjelögin
senda menn á aðalfundi erlendra fjelaga. Sendimaður
enska fjelagsins á aðalfundi danska Sambandsins talaði
þar nokkur orð, og fjellu þau á þessa leið:
Samvinnufjelögin hafa þegar afkastað miklu starfi, þar
sem þau hafa sannað það, að alþýða manna getur, með
góðum árangri, framleitt lífsnauðsynjar og úthlutað þeim
(verzlað með þær). Hin stóru samlagsfjelög hafa stýrt
verzluninni heiðarlega á allan hátt, og auk þess haft