Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Page 57

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1911, Page 57
201 rtiikla menningarþýðingu fyrir fjelagsmenn. Og þó erum vjer vissir um, að ókomni tíminn mun leiða enn meiri framfarir í Ijós, ekki sizt hvað framleiðsluna snertir, sem að líkindum hefir engu minni þroskaskilyrði en úthlutin, sem ekki er sjáanlegt að hafi nein veruleg takmörk. Enn fremur álítum vjer, að þessir aðalfundir, þar sem sendimenn frá mörgum löndum koma saman, muni hafa mikla þýðingu fyrir hina alþjóðlegu eindrægni, og verða til þéss að aptra styrjöldunum, sem eyðileggja friðsæla starfsemi þjóðanna. Frá mínu eigin landi vil jeg að eins sýna yður yfirlit yfir kaupfjelagsskapinn þar, árið 1910: Tala kaupfjelaganna var: 1,557; fjelagsmannatal : 2,661,799; fjelagseignir: 634 miljónir króna; viðskipta- veltan: 2,020 mil. kr. og árságóðinn 217'/4 mil. kr. Á því ér enginn vafi, að hin frjálsa samvinna hefir stórmikla þýðingu í lífi hinnar ensku þjóðar. Tölurnar sem hjer eru fram settar, sýna vald samvinnunnar betur en orð geta gert, og það er ekki auðvelt að benda á takmörkin fyrir joví, hversu langt vjer getum komizt. 3. Frá Noregi. Norska sambandsfjelagið er að eins fárra ára gamalt og hefir ekki haft mikið í veltunni, enn sem komið er. Samt er ótrauðlega unnið að þróun kaupfjelagsskaparins víða í Noregi. Viðskiptavelta Sambandsins hafði aukizt um 49 %, árið sem leið. 4. Frá Svíþjóð. I sambandsfjelagi Svía eru 471 fjelagsdeild. Fjelags- mannatala, árið sem leið, var 78,608. Viðskiptaveltan rúmlega 4'k mil. kr.; árságóði um 71 þús. kr. Sænska fjelagið kostar miklu til upplýsingar og útbreiðslu, eins og áður hefir verið vikið á (II. hepti þ. á.), enda eiga fjelögin þar í vök að verjast gegn einstökum kaupmönn- um og kaupmannasamtökum.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.