Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 2
2
SKINFAXI
þennan „rétt“, einmitt af því að þeir eru
sjaldan alveg hugsjónalausir.
TTcuns- Þa?5 er mikil nauðsyn fyrir þjóS-
konar ina að þekkja greinilega sundur
mcnn. ^essar tvœr tegundir manna, þá
sem trúa á eitthvað göfugt, þá sem hafa
hugsjónir, þá sem vinna að því að bæta
heiminn, þá sem skoða sig þjóna hollra
hugmynda og hina, sem trúa og virða
ekkert sem er fyrir utan þá, sem engar
hugsjónir hafa, sem að engu vilja vinna
nema eigin gagni, og sem álíta sigþunga-
miðju heimsins er alt verði að lúta. Það
er létt að gréina menn samkvæmt þessu
— eftir ávöxtunum. Þá kemur í ljós,
að sumir þeir menn, sem mest er gumað
af, hafa alls ekkert gert, og geta aldrei
neitt nema að tylla sér á tá. Þeir hata
vanrækt, eða ekki haft hæfileika til, að
verða hrifnir af göfugum viðfangsefnum;
þessvegna orðið tómir, haldlausir og kraft-
lausir. Hins vegar eru aðrir menn sem
lítið ber á, fyr en þeir eru fallnir frá.
Það eru þeir sem „hlaupa í skarðið“ þar
sem hættan er mest og fæstir vilja standa.
Það eru þeir sem lyfta, þar sem hinir á-
hugalausu draga niður.
Fyrir þá sem standa á vegamótum
skiftir öllu hvora leiðina þeir lenda. Þeim
sem þora að fara þrönga og grýtta veginn,
sem til lífsins leiðir, verður varla fenginn
betri leiðarsteinn en þessi orð Goethes:
„Opnaðu hug og hjarta fyrir öllu því sem
stórt er og göfugt í samtíð þinni, og þá
munu verkin fylgja“.
Tilkynning frá stjórn Sunnl.fj.
U. M. F. Islendingur sent skýrslu og
skatt. —
Annars biður fjórðungsstjórnin félögin
að hraða sem mest að senda skýrslur og
skatt hið allrn fyrsta. Sérstaklega þurfa
þau félög, sem ekki hafa sýnt nema hálf
eða engin skil undanfarandi ár, að bæta
sem fyrst úr þeim misfellum.
Skipulag Sambands U. M. F. (.
i.
Nú í vor á sambandsþing U. M. F. I.
að koma saman. Sambandsþingið hefir
bæði löggjafarvaldið, um það hvernigsam-
bandinu skuli háttað, og lika aðalfjárveit-
ingavaldið. Það er því auðsætt, að vel
verður að vanda til þessa æðsta liðs sam-
bandsins, bœði um undirbúning mála og
kosning þingmanna.
Skinfaxi er sjálfkjörinn til þess að ræða
þau mál. En nauðalítið hefir þar sést.
Það eina, sem fram hefir komið í Skin-
faxa, eru tillögur Páls Zóphaníassonar um
skipum sambandsins. En þær tillögur
hljóta að ræðast vandlega, því að þær eru
hvorki meira né minna en að sundra
með öllu því skipulagi sem nú er á
17. M. F. I., og setja nýtt í staðinn.
Hver sem afstaðan er gagnvart þessum
nýju tillögum, er auðsætt að ekki má hrapa
að slíkri gjörbreyting. Því að það skipu-
lag sem nú er, er orðið allgróið, og hefir
að mestu staðið, síðan sambandið varð
til, og hins er líka að gæta, að raddir i
svipaða átt liafa hvergi heyrst af landinu
annarstaðar að.
Aðalefnið í hinum nýju tillögum um
samband U. M. F. I. er þetta: Fjórðungs-
sambandið, eins og það nú er, leggist nið-
ur. í stað þess komi héraðasambönd.
Giskar tillögnmaður á, að þau muni fyrst
um sinn verða 10, síðar fleiri. Engin á-
kvæði skulu vera í sambandslögunum er
marki takmörk þessara héraðasambanda
landfræðilega, þau ráði því algerlega sjálf.
Ekkert því til fyrirstöðu t. d., að félag norð-
ur í Húnavatnssýslu yrði í Borgfirðinga-
sambandi, ef samkomulag yrði um það
o. s. frv. Þessi héraðasambönd hefðu hvort
um sig sína stjórn líkt og fjórðungssam-
böndin nú. Tekjur þessara sambanda
væru eingöngu skattarnir af félögum
þeirra. Þau fengi ekkert úr sambandssjóði.