Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 6
6
SKINFAXI
og bogmaður var margfalt hraðskeytari, en
byssumaður, skaut 6 örfum meðan hinn
kom af einu skoti.
A 17. öld tók þessari íþrótt að hnigna
á Englandi og lagðist í dá, þegar kom
fram á 18. öld. En í lok 18. aldar var
hún vakin upp aftur og lifir þar enn í dag
í góðu gengi. Eru þar mörg bogmanna-
félög. Eitt af þeim elstu er „The Royal
Toxophilite Society“, stofnað 1781.
Boglist er framúrskarandi fögur og
skemtileg og holl1) iþrótt, sem allir geta
tamið sér, jafnt konur sem karlar, ungir
og gamlir. Ágœti þessarar iþróttar er i
því fólgið, að henni fylgir útivist, marg-
breytt og holl áreynsla á líkamann, án
þess nokkur hœtta sé á ofraun, og mjög
mikil framför í ýmsum bestu mannkost-
um: glöggri eftirtekt, stillingu og árœði.
Bestu bogmenn nú á dögum jafnast til
fulls á við þá, sem áður voru uppi. Þeir
þreyta bogskot á 30—100 faðma færi, en
konur á styttra færi (35—30) faðma. Hver
bogmaður verður að hafa boga við sitt
hæfi, hér um bil hæð sína á lengd, og
ekki stinnari en svo, að honum veiti létt
að draga hann upp.
I Englandi má fá ágæta boga og örvar
af margskonar gerð. Bogar eru smíðaðir
úr álmi og ýmsum öðrum við. Bestir
þykja ýbogarnir (úr ýviði), eins ogtilforna
(„jöfur sveigði ý, flugu undabý“ segir í
Höfuðlausn). Enskir bogar eru ekki dýr-
ir, 5—20 krónur, og drengjabogar enn ó-
dýrari, örvar verður að kaupa með hverj-
um boga; smíðið á þeim er engu vanda-
minna, en þær eru mjög ódýrar.
Þegar menn reyna bogfimi sína á Eng-
landi nú á dögum er alltítt, að hver keppi-
nautur (karlmaður) skýtur 6 tylftum örva
á 50 faðma færi, 4 tylftum á 40 faðma
færi og 2 tylftum á 25 faðma færi, en
konur 4 tylftum á 30 faðma færi, og 2
1) Yiðreisn sína á Englandi á ofanverðri 18
6ld á hún því að þakka, að merkur maður, en
heilsulaus, tók það fyrir að fara með boga sér
til styrkingar — og náði fullri lireysti og heilsu.
tylftum á 25 faðma færi. Er skotspónninn
vitanlega mismunandi stór eftir færinu.
Jón sagnfræðingnr segir („Gullöld íslend-
inga“ bls 304) að Norðmenn og forfeður
okkar hafi haldið boganum með hægri hend-
inni, en tekið í strenginn með vinstri hendi,
og þar af sé komið orðið „örvhendur“.
Eg veit ekki hvaðan hann hefur þá kenn-
ingu. I Englandi hafa menn jafnan hald-
ið um bogann með vinstri hendi og dreg-
ið hann upp með hægri hendi, og það
verður hverjum manni ósjálfrátt, sem á
boga tekur, að beita honum á þann hátt.
Enda mun það alls ekki rétt að „örv“-í
örvhendur komi af ör — skeyti, heldur
mun það vera stofninn í lýsingarorðinu
örr2) = snar, fljótur, vinglaður, ruglaður;
o. s. frv. Eg hygg sanni nær, að örv-
hendur sé komið af örr og liönd og
merki „með vinglaðar (villar) hendur“ (sbr.
„Kejthaandet" á dönsku, á þýsku „die
linke Hand“. En „Kejl-“ ætla menn runn-
ið af sömu rót og íslenska orðið „keikur“
og „skeika“. Og „link er náskylt okkar
orði „hlykkur“). I þeim málurn sem ég
þekki til, felur heitið á vinstri hendi oftast
í sér einmitt þessa merkingu: „skakka
hendin“ eða „lakari hendin“ („rasshend-
in“), og hlýleg heiti á henni sjaldgæfari
(elst?) t. d. „vinstri“ á íslensku (líklega
skilt „wnur“) og „sinister" á latínu, sem
þó var tvírætt („hollur“ — „óho!lur“).
Mér er svo mikil skapraun i því, að sjá
íslenska íþróttamenn vera að spreyta sig
á að kasta kúlum og kringlum, en engan
snerta á boga. Boglistin er þó gömul ís-
lensk íþrótt, og margfalt meira í hana var-
ið, en þetta kúlu og kringlusveifl, sem menn
eru að herma eftir Forngrikkjum.
Og sömu raun hef ég af grísku glím-
unni. Það er ruddaleg íþrótt, á við okk-
ar ágætu islensku glímu, og miklu vara-
samlegri fyrir heilsu manna.
G. Björnsson.
2) örr, þolf.: örvan, fleirt.: örvir, sbr. Brand-
ur enn örvi.