Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 11
SKINFAXI. 11 vitum öll hvað þessu veldur, vitum að það er minningin um mesta og fórnfúsasta gœfusmið mannkynsins, sem því veldur. Og við erum öll hingað komin af því, að það eru jólin — jól í Ungmennafólög- unum í Reykjavík. Við erum auðvitað komin hingað til að óska hvert öðru ham- ingju, eins og siður er á jólunum, og til þess að gera okkur glaða stund. En erum við þá ekki komin til neins annars? Eg vildi að við værum öll komin hing- að til þess að óska félögunum okkar hamingju. — — Fyrir mér eru félög eins ogver- ur, æðri mönnunum, verur með einni en óvenjumikilli sál, af því að hún er gerð úr mörgum; verur sem geta glaðst og hrygst, unnið og tapað. Og svona er um félögin okkar! Og væri þá ekki rangt af okkur að gleyma þeim, þegar farið er með jólaósk- irnar ? Jú, það væri rangt. Og það er eins með félög og menn, að þau eiga kosti og lesti, þor og þolleysi, dugnað og ódugnað, staðfestu og freist- ingar. Því fremur er áslæða til að biðja þeim góðs líka. — — — 011 eigum við vini, vini sem okkur þykir ósegjanlega vænt um, vini sem við viljum að verði að mönnum og sem við trúum að verði að mönnum. Trúin okkar margra á framtíð landsins snýst kannske um þessa vini og styðst við þá, og við vitum öll hversu sú trú er okkur hjartfólgin. Væri það ekki sárt, að vita slikan vin bregðast vonum manns, og enn sárara að sjá hann verða að ómenni? Ellegar-væri það ekki óbærileg tilhugsun að horfa á hann deyja í blóma lífsins að nýbyrjuðu æfistarfi ? Þetta myndi hann gera, ef enginn ósk- aði honum hamingju. Að minsta kosti færi svo um félag, sem fyrir slíku yrði. Og eru ekki félögin okkar, Ungmenna- félögin, vinir okkar, vinir sem okkur hefir þótt ósegjanlega vænt um, vinir sem við höfum viljað að yrðu til gagns og trúað að yrðu ti! gagns, og hefir ekki trúin á framtíð landsins okkar stuðst við þau að meira eða minna leyti? Væri þá ekki sárt að sjá þau bregðast vonum okkar, enn ömurlegra að sjá þau lenda á villubrautum, eða, hugsið ykkur, að þau dæju að óloknu verki? Jú, ég þori að svara fvrir okkur öll, okkur mundi fátt mæta þyngra. — — — Við höfum öll óskað og hlot- ið óskir á jólunum, og við höfum öll þegið og gefið jólagjafir, og öllum finst okkurtil- veran sælli fyrir bragðið. Eg tala nú ekki um bágstadda fólkið,. sem góðir menn gleðja á jólunum, þó ekki sé nema með Iítilli gjöf, hvað slíkt má sín mikils í tilverubaráttu þess. En hafa félögin okkar hlotið nokkrar gjafir? — Getum við gefið þeim gjafir? Eigum við að láta þau fara i jólakött- inn ? Við getum gefið þeim. Og eigum við þá ekki að gera það? Við getum, hvert um sig, gefið þeim,. gefið þeim eitthvað af öllum miklu og mörgu ónotuðu kröftunum sem i okkur búa, eitthvað af ónotuðu tómstundunum, eitthvað af viljaþrekinu og starfsþrekinu og drenglyndinu okkar! Það myndi gleðja þau ósegjanlega, og auka lífsgildi þeirra. ------— Það er sagt, að enginn verði fátækari þótt hann gefi. Og þvi treysti ég, að gefum við Ungmennafélögum pess- ar gjafir, þá verðum við margfalt auðugri og sælli eftir en áður!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.