Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI Með hinu nýja fyrirkomulagi yrðu sum félög í sambandinu mjög grátt leik- in, og það einmitt þau, sem þegar áður áttu erfiðast aðstöðu. í þjettbýlustu sveitunum í fjórðungun- um, þar sem félögin eru flest, öflugust og ná best hvert til annars, gæti þetta héraða- samband haldist, þó verra væri en það sem nú er. En strjálbygðu sveitunum, þar sem Ungm.fél. eru fá, fámenn og langt á milli, yrði með öllu ókleift að koma nokkru verulegu til leiðar með sambandi. Þau fáu félög og strjálu sem eru í Skaftafells- sýslum t. d., hefðu ekkert bolmagn til að kosta íþróttamót, fyrirlestramenn o. s. frv., þau yrðu alveg afskift kostum sambands- ins með þvi skipulagi, þau gætu blátt á- fram engu sambandi á komið. Mér ligg- ur við að segja, að ef hið nýja skipulag kemst á, þá sé nafnið Samband Q. M. F. í. orðið rangnefni. Það ætti að heita: Sam- band U. M. F. í hinum fjölbygðustu og best settu sveitum Islands. Nú njóta félög þessi góðs af því, að Sunnlendingafjórðungur vill og telur sjálf- sagða skyldu að hafa þau með, þau geta a. m. k. notið þess. Kostnaður við það að láta fyrirlesara, sem er kominn austur undir Eyjafjöll, halda áfram, hann er hlut- fallslega miklu minni en að kosta sérstak- an mann fyrir Skaftafellssýslur einar. Ög Sunnlendingafjórðungur nú, hefir það bol- magn, að geta stutt útkjálkana við og við svo að eitthvað um muni. Svo gæti það a. m. k. verið. Það er afar-ranglátt að láta félögin sem erfiðast eiga aðstöðu gjalda þess. Þeim yrði sparkað úr sambandi U. M. F. I. með hinu nýja fyrirkomulagi. Það er skylda þeirra telaga sem besta eiga aðstöðuna að hjálpa hinum, sem ver eru sett. IV. Eg á enn eftir eitt atriði, og með því skal ég reka úrslitahnútinn á röksemda- færslu mína gegn hinum nýju tillögum. Það er hið mesta drep hverjum félags- skap, að vera að gjörbreyta skipulagi hans. U. M. F. 1. ervissulegaþvílögmáliháð. Venja og æfing ræður miklu um það, að hvertsamband sem er, geti biessast, en venja og æfing vinst aldrei, ef oft er hvarflað til um starfsaðferðir og skipulag. Það þætti ekki búmannlegt ef bóndi ein- hver byrjaði að búa kúabúi hartnær ein- göngu, fargaði fám árum síðan öllum kún- um, kæmi sér upp fjárbúi fyrir. En er féð væri farið að ná kynfestu og gefa góðan arð, þá fargaði hann því öllu og byrjað á stóðeign. Fjórðungaskiftin, eins og þau nú eru hjá okkur, bafa þegar náð nokkurri festu, og eru að ná henni meir og meir. Ef ég hefði sannfærst um að hvorttveggja væri jafngott, hinar nýju tillögur og fjórðunga- skiftin nú, þá myndi ég samt hiklaust snúast gegn hinu nýja, því hið nýja myndi valda ringli í fyrstu og verða lengi að ná sömu festu og hitt hefir nú. Eg legst því með enn meiri festu á móti nú, er ég þyk- ist viss um, að hið nýja sé afturför. Ef við tökum tré, gróðursetjum það, hlúum vel að því og berum að áburð, þá getum við vænst góðs árangurs, ef við síðan leyfum trénu að vera í friði og festa rcelur. En ef við erum að smá- rifa tréð upp með rótum, og tylla því nið- ur hingað og þangað, þar sem okkur í það eða það skiftið sýnist skjóllegast, þá visnar það alveg áreiðanlega í höndun- um á okkur, þótt við berum á í ríkasta mæli. Að lokum skal ég fúslega kannast við, að hinar nýju tillögur eru ekki alveg að ástæðulausu fram komnar. Þær eru fram komnar af því að mönnum hefir fundist þeir ekki hafa haft full not sambandsins. Þrent er þar aðallega bent á: 1. Menn hafa þótst verða lítið varir við fjórðungsstjórnina. 2. Fjórðungsþingin séu ónýt, oft skip- uð óhæfum mönnum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.