Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI. alstaðar og ávalt, að hugsa fyrst og fremst um heildina, en láta eigin hagsmuni sitja á hakanum“, og þetta loforð sé svo strangt að varla megi búast við nema sárfáum mönnum á hverju tímabili, sem nálgast bókstaflegar efndir þess,“ endasé það heppi- legur skotspónn fyrir mótstöðumenn félags- skaparins. Mér er orðið svo hlýtt til kjörorðsins, að ég get ekki felt mig við að það sé Iagt niður, og skal ég nú í stuttu máli leitast við að flytja fram þær ástæður, sem ég hef til þess. Mér virðist óviðfeldið, jafnvel viðsjálft, að slá undan straumnum vegna þeirrar mótspyrnu sem kjörorðið kann að hafa mætt, enda hætt við að sú tilslökun gæti ekki haft þau áhrif, að sætta mótstöðu- menn U. M. F. við félagsskap okkar,held- ur mundi hún verða Iögð út á þann veg, að við breyttum stefnunni. færðum lak- markið neðar, og færi svo fyrir okkur eins og feðgunum við asnann, í dæmisögunni. Þetta er því óviðfeldnara, vegna þess að kjörorðið er í fullu samræmi við félags- hugsjón okkar, og í rauninni einkar hnitti- lega valið, stutt og laggott, nógu rúmt til þess að við getum bygt á enda þess, en þurfum ekki að hengja okkur í bókstöf- unum. Alt okkar starf, sem nianna, ung- mennafélaga og þjóðfélaga, á að stefna að þvi, sem er aðalhugsjón félagsskapar- ins: göfug menningarþjóð í frjálsu og rækt- uðu landi, þar sem hver einstakur mað- ur hefir sitt hlutverk að vinna, og Iifir fyrir það. Og „hvert líf, sem græddi einn lítinn reit og lagði einn stein í grunninn“ vinnur að þessu marki. — Við þurfum -ekki að vera jafnokar Jóns Sigurðssonar og George Washingtons til þess að slík orð fari vel á okkur. En við þurfum að vera trú yfir litlu; það er galdurinn, Einka hagsmunir manna og heill þjóð- félagsins á oftar samleið en mörgum sýn- ist. Mér virðist mega líkja þeim hugtök- um við tvær stærðir, og sé hin fyrri frum- gjörandi hinnar síðari. En ef til vill verð- ur þess alllangt að bíða, að allir geti fall- ist á þá skoðun, og sett upp reiknings- dæmi sinnar eigin æfi samkvæmt henni, og meðan svo er, geta þeir oft orðið hart úti, sem henni fylgja. I mínum augum á kjörorðið „Islandi alt!“ að vera gunnfáni á þjóðfélagsbygg- ingu hins unga Islands, þeirri sem við er- um að byggja og ætlum niðjum okkar að byggja ofan á, — gunnfáni, sem bendir upp yfir smáþýfið á framsóknarbrautinni. Ef við viljum ekki gangast undir þær skyld- ur, sem honum fylgja, getum við ekki með góðri samvisku og fullum rétti haldið frarn þeirri kröfu, sem felst í kjörorði okkar í sjálfstæðisbaráttunni: Island fyrir Islend- inga. Við megum ekki láta hugfallast, þó seint gangi. Skáldið segir satt: Sé takmark þitt hátt, þá er altaf örðug för. Sé andi þinn styrkur, léttast stríðsins kjör. Sé markið hreint, sem hátt og djarft þú ber, snýr hindrun sérhver aftur, semmætirþér. Lif U. M. F. I. og — þjóðarinnar ligg- ur við þvi, að við lærum að sjá og „glæða vel þann neista, sem liggur innst“ hjá okk- ur og öðrum, séum samtaka, allir eitt, — og reynum eftir föngum að lita samkvæmt kjörorðinu Islandi alt! 13. okt. 1913. Sigurður Vigfússon. Ræða á jólagleði. [Ræðu pessa flutti snmbandsstjóri Guðbrandur Magnússon á jólagleði Ungmennatelaganna í Rvík. 27. des. síðastl.] Um þetta leyti árs eru menn hvað best- ir menn. Það er af því, að þaðerujólin. Alla æfina er ekkert orð, nema ef vera skyldi „pabbi“ og „mamma“, sem lætur betur í eyrum. Þá reyna menn að syndga sem minst og gleðja sem mest. Og við

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.