Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 1
1. BLAÐ REYKJAVÍK, JANÚAR 1914. V. ÁR Áhugi. Hálfdán lávarður, mjög góðkunnur stjórn- málamaður á Englandi, hélt nýlega ræðu til vngra manna. Eitt r;iö. Eg gef ykkur aðeins eitt ráð, sagði hann, verið áhugasamir, með opin augu fyrir þeirri iniklu fegurð og göfgi, sem til er í heiminum. Ekkert er eins hættulegt og að vera trúlaus á alt og sama um alt. Þeir menn sem svo eru gerðir, eru þjóðfélaginu minna en einkis virði. Þeir eru beint skaðlegir. Eg held því fram, og ég hefi ekki all- litla lífsreynslu og mannþekkingu að baki mér — að hver ungur maður, sem vill gera eitthvað og koinast eitthvað í heimin- um, verði að hafa áhugamál, sem fylla sál hans og láta hann skilja hvílík dýpt og göfgi er í hinum miklu áhugaefnum mann- lífsins. Það skiftir næstum engu, hvort þetta áhugaefni er trúin, vísindin, heim- spekin eða hinar fögru listir. Það sem öllu skiftir er að vera úti á hinum djúpu vötnum, að vera kominn í náið og inni- legt samband við einhverja aðalgrein heims- hugsunarinnar, að geta verið heitur, hrifinn og fullur af lotningu fyrir því, sem mikið er og göfugt, því að sá skilningsgóði og lotningarfulli hugsunarháttur gerir manninn áhugasaman og bjartsýnan ogþúsund sinn- um meira virði að hverju verki sem hann gengur. And- Ekkert er jafn kæfandi-drep- stœða. andi eins og það skilningslausa, dauða sjálfstraust, sem alt af horíir inn á við, sem tilbiður sjálft sig, en lítur með blindri fyrirlitningu á þá fegurð og dýrð, sem snild og viska mannsins hefir verið að skapa í mörg þúsund ár. Slíkir menn eru dauðir, jafnvel meðan þeir lifa. Frá þeim kemur enginn andi, engin hugsun, ekkert nýtilegt starf, því að í þá vantar hreifiaflið: Þá sterku tilfinningu fyrir þvi sem vel hefir verið gert á undan þeim, og löngunina til að halda áfram i sömu stefnu. íslenska Þessi viðvörun Hálfdáns lávarð- álmga- ar mun engu síður eiga við hér leysið. en i ættlandi hans. Við höfum orðið fyrir því mikla óláni að eiga tiltölu- lega mikið af áhugaleysingjum, sem er saina um alt, sem er utan við þeirra eigið skinn. Og þeir eru ætíð og undan- tekningarlaust steinblindir fyrir „heims- ljósunum miklu“. Það eru þessir andvana- fæddu menn, sem eru aðal hindrun um- bótanna í landinu. Þeir hafa engin rök, ekkert nerna tómahlátur skilningsleysisins. I þeirra augum er skógræktun barnaskapur. Ur því landið er bert og kálgarðar í kring um bæina, þá er óþarfi að breyta nokkfu um. Iþróttirnar eru hlægileg vitleysa, betra að sitja inn á knæpum og drekka sig fullan. Alþýðumentun skaðleg heimska. „Skríllinn“ á að vinna og hlýða möglun- arlaust. Aukinn siðferðisþroski til ills eins „því að hart er að taka af þeim fátæku réttinn til að svíkja“. Maðurinn sem sagði þessi orð — og það er þjóðfrægur borg- ari i Rvík. — hefir líklega ekki gætt að því, að fátæklingarnir nota sér ekki oft

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.