Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 3
SKINFAXI
3
Landssjóðsstyrknum á sambandsjiing að
ráðstafa sérstaklega. Samband og sam-
vinna milli þessara héraðasambanda yrði
ekki annað, en rnilli fjórðunganna nú.
II.
Beinasti vegurinn til þess að gera sér
Ijóst, hvort affarasælla myndi fyrir sam-
band U. M. F. L, þessar nýju tillögureða
skipulag það sem nú er, er sá, að gera
sér grein fyrir hver er meginástæða og
meginhugsun þess, að fjelögin hafa stofnað
sambandið. U. M. F. I. er stofnað i þeim
tilgangi, að hin einstöku fjelög innan þess
geti haft lótti, gagn og stuðning hvert af
öðru, til þess að þau i sameiningu geti haft
veruleg not þess fjárstyrks sem þeim er veitt-
ur sameiginlega, og geti einnig haft veruleg
not þess fjár, sem þau hafa komið sér
saman um að greiða, hvert um sig, í sam-
eiginlegan sjóð. Sambandið er reist vegna
þeirrar viðurkendu reynslu, að það sem
eitt félag getur ekki veitt sér, áhuga-
málum sínum til stuðnings og félögum sin-
um til þroskaauka, það geti það veitt sér
i samvinnu við önnur. En hér bætist eitt
meginatriði við. Því fleiri sem félögin eru
í sambandinu, því meiru verður á veg kom-
ið hverju einstöku félagi til gagns, þvi að
kostnaðurinn við starfsemi sambandsins
vex ekki í hlutfalli við fjölgunina. Þvi
fleiri sem félögin eru í sambandinu, þvi
minni verdur kostnadurinn hlutfallslega.
Með öðrum orðum: Því fleiri sem félög-
in eru í sambandinu, þvi meira gagn get-
hvert einstakt félag haft af því með sama
framlagi frá sér.
En því minni sem samböndin eru, því
meir sem niður er bútað féð, sem er handa
á milli, því meiri verður kostnaðurinn hlut-
fallslega, og því erfiðara verður að koma
nokkuru verulegu i framkvæmd.
Nú lægi næst að segja, að ísland ætti
þá alt að vera óskift samband. Rétt er
það, það væri best — ef samgöngur væru
svo, að ein stjórn gæti átt greið viðskifti
við félögin. En vegna samgangnanna og
fjarlægðar verða miðstöðvarnar — aðset-
ur stjórnanna — að vera fleiri en ein, en
þær eiga að vera sem fæstar. Nú ræði ég
hér aðallega um Sunnlendingafjórðung sem
svo kallast hjá okkur. Þar er Reykjavik
slík sjálfkjörin miðstöð, fyrst og fremst
vegna póstsamgangna, bæði á sjó og landi,
sem eru það bestar þangað, að jafnvel
ósjaldan eru þær betri við Reykjavík en
milli staða innan sömu sýslu; i öðru lagi eiga
erindi til Reykjavíkur margir menn úr þess-
um héruðum, tíðar ferðir eru þangað og
oft alllöng viðstaða þar, og í þriðja lagi
er þar svo góður staður að koma á fót
og sækja námsskeið, þing og annað, er
félög sambandsins vildu til stofna.
Nú eru það tillögur Páls Zóphónías-
sonar, að húta Sunnlendingafjórðung sund-
ur í ein 4 eða 5 héraðasambönd. Um
það segi eg: 1. Það er gagnstcett aðal-
hug-suninni með að stofna samband,
því samböndin eiga að vera sem stærst.
2. Kostnaður verður hlutfallslega miklu
meiri en gagn hlutfallslega minna. 3. Kostn-
aður verður líkabeinlínis meiri því þá þarf að
kosta 4—5 stjórnir í staðeinnar. 4. Miklu
verður hættara við því, að árekstur veiði
um fyrirlestrastarf, iþróttakenslu og ann-
að, er 4—5 stjórnir, hver um sig, skipaðar
mönnum hingað og þangað um héruðin,
eiga að ráðstafa ferðum, semja áætlanir
o. s. frv., því að aldrei verður svo mörg-
um fyrirlesurum á að skipa. 5. Engu veru-
legu fyrirtæki verður til leiðar komið, því
nauðalítið fé kemur hver stjórn til að hafa
handa á milli. 6. Samhandið verður miklu
lausara og óverulegra en verið hefir.
III.
Nú hefi eg sýnt fram á, hverjar afleið-
ingar yrðu af því fyrir Sunnleudingafjórð-
ung i heild sinni, yrði hann bútaður nið-
ur eftir hinum nýju tillögum.
. En hér bætist enn við atriði sem gerir
nýju tillögurpar enn óaðgengilegri.