Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 5
SKtNFAXl 5 3. Menn fái Iítið í aðra hönd fyrir fé sitt. Þetta er alt rétt, en það má bœta með því skipulagi sem nú er, og skal ég benda á leið til þess. Fyrsta skilyrðið er að skipa fjórðungs- stjórnina hæfum mönnum. Þeim mönn- um, sern eru nokkuð kunnugir félögunum i fjórðungnum og sem eru lifandi, starf- andi félagar. Auðvitað vissu menn meira af stjórnunum, ef þær yrðu 4—5, í stað einn- ar nú. En það sem ynnist, yrði hverfandi hjá samvinnuleysi og kostnaðarauka. Um tvö seinni atriðin langar mig að segja að mjög hægt væri úr að bæta. Þannig, að ákveða að þau þrjú fjórðungs- þing, sem verða milli sambandsþinga, skuli haldin, eitt austanfjalls, annað i Borgar- firði og þriðja í Reykjavík. Þetta gæti orðið sambandslagaákvæði. Með þessu móti kæmi það af sjálfu sér, að austan- þingið sætu aðallega austanmenn. Þeir væru þar i meiri hluta og gætu ráðstafað megninu af fénu sínum fjórðungshluta til einhvers verulegs hagræðis. Eins færi um borgfirska þingið Reykjavíkurþing- ið yrði svo til jafnvægis. Það ætti á- valt að vera það þingið, er kysi á sam- bandsþing, svo bæði austanmenn og Borg- firðingar stæðu jafnt að vígi að sækja. Á þennan hátt trúi ég ekki öðru, en að fá mætti góð fjórðungsþing og verulegt gagn fjársins. Áð ætla að meira verði úr fénu, ef bút- að verður niður í 4—5 hluta, og kosta af því 4—5 stjórnir í stað einnar, er fjar- stæða. En þegar nú verið er að mæla hvað menn fái í aðra hönd, þá er þess að minn- ast, sem að vísu mun á fárra vitorði, að sambandið hlaut 800 kr. skell af síðasta sambandsstjóra og fær það fé aldrei aft- ur. Okkur munar um minna, og skiljan- legt að það dragi úr. En það vonum við að komi ekki fyrir oftar. Hvanneyri 22, nóv. 1913. Tr. Þórhallsson. Bogalist. Handboginn er eldri en alt, sem sögur fara af. Allar fornþjóðir kunnu að fara með boga. Fornegiftar voru ágætir bog- menn. Grikkir og Rómverjar voru líka góðir bogmenn. Svo var um Norðurlanda- búa, er sögur hófust. Forfeður okkar urðu sumir frægir fyrir bogaskot, t. d. Gunnar á Hlíðarenda. En þó lítur út fyr- ir, að þessi íþrótt hafi ekki verið í miklu gengi hér á landi í fornöld, líklega af því, að gott efni í boga var ekki til í landinu. Á miðöldunum voru Englendingar mest- ir bogmenn i heimi, frá því á 13. öld og fram um 1700. A þeim öldum kunni hver maður þar í landi að skjóta af boga, þótti annars ekki maður með mönnum, enda var margsinnis lögboðið, að hver karlmað- ur skyldi temja sér boglist. Og var séð fyrir því með lagasetningum, að alstaðar, í hverri sveit, væru til sölu góðir bogar og örvar, með lágu verði. Konungar og aðalsmenn þar í landi mátu bogskot um fram allar aðrar íþróttir; var svo um langan aldur, og allir höfðingjar gengu í skotbakka á hverjum degi meðan þeir voru á uppréttum fótum. Þetta er ekki að furða því það kom jafnan í ljós i orustum, að Englendingar áltu alla sína sigursætd bog- fimi sinni að þakka. Það voru bogmennirnir, sem réðu sigr- inum i orustunni við Hastings, Agin Conrt og oft endranær. Ríkharður fyrsti, var einu sinni á krossferð og hafði ekki ann- að lið, en 17 brynjaða kappa og 300 bog- menn; réðust Tyrkir og Serkir á hann og hötðu ógrynni liðs; en hann stóðst árás- ina svo hinir urðu frá að hverfa. Eng- lendingar köstuðu ekki niður bogunum fyr en löngu eftir að eldvopnin komu á gang. Er það síst að furða, þvi að byssurnar voru fremur léleg vopn lengi framan af. I orustum hófu bogmenn skothríðina á 150—200 faðma fœri (16—20 score yards),

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.