Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 9
SKTNFAXI. 9 að þvi, að fá unga menn í örðrum bygð- arlögum til þess að fara eins að, mynda félög, og að félög þessi gengju síðan i eitt bandalag — samband. Félög risu upp eigi allfá, og nœsta ár, 2. ágúst 1907, var samband U. M. F. I. myndað á Þingvöll- um, Nú eru félögin um 50 i þessu sambandi, og sýnir það að þeir félagar, Jóhannes og Þórhallur, hafa bitt naglann á höfuðið. Auk þessa, að bafa komið Ungmenna- félögunum á fót, hafa þeir hvor í sínu lagi Jóhannes og Þórhallur, verið áhrifamenn þótt ungir séu. Jóhannes kom fyrstur manna iþróttavakn- ingunni af stað sem nú er að ná nokkurri festu og allir góðir menn telja vel farið. Hann gerði það, þegar hann efaði orð mannsins á Akureyri, sem fullyrti að einn vœri þar sá glímumaður er enginn stæði snúning og gekk sjálfur til móts viðhann. Hér er átt við „Veðglímuna“ milli Jóhann- esar og Ólafs V. Davíðssonar. Mun það mega teljast merkust glíma sem glimd hefir verið á þessum mannsaldri — því nú eru allir hættir að glima við drauga — bæði af þvi, að hún var fyrsta glíman er glímd var á almanna færi, og jafnframt vegna þess, að hún mun hafa verið lang- fegurst glíma og sönnust er nútíðar glímu- menn hafa glímt. — Að íþróttaframförum vann hann á margan hátt. Mætti í því sambandi minnast á heitstrengingu hans um að halda velli á Þingvellum þegar glímt yrði fyrir konunginn. Það hefði engum farið betur að gera slíka heitstreng- ingu en Jóhannesi. Honum fórst að treysta vilja sínum og dugnaði, þó að þarna yrði undantekning. En það hygg ég, að þó að Jóhannes ætti þar við lieppna glímumenn og frækna, að þá hafi það einkum verið heitstrengingin sjálf, er feldi. En sunn- lenska sigrinum fylgdi sá vandi, að láta ekki alt lenda í kaldakoli, og er óvíst hverju sigurinn heíir valdið umþað, sem nú er fram komið. — Þá var Jóhannes fyrsti sambandsstjóri U, M. F. í. (1907—1908). — Nú er hann úti í löndum að reyna hreysti íslendingsins við erlenda kappa, og hefir hlotið frægðarorð. Og ólíklegt þykir mér það, að þeir séu andlega betur að manni en Jóhannes, þeir sem hann reynir við, enda mun svo oft hafa verið áður, þegar íslendingar fóru í víking. Þórhalli mun það fremur að þakka en nokkrum einum manni öðrum, að við höf- um sent menn á alheimsleikmót — Olympíu- leikana. Hann átti hugmyndina um það og bar hana fram með þeim krafti er einn mundi nægt hafa til að veita því máli þá eftirtekt og fylgi er þurfti, til þess að nokk- uð yrði úr. En það munu ílestir telja, að afskektri og lítt þektri þjóð sé það eigi ónýtt að gela fylt hópinn þar. — Þór-hallui* er og hefir altaf verið starfandi Ungmenna- félagi. Var hann kjörinn forseti síðasta sambandsþings, og hefi ég fáum séð fund- arstjórn fara jafnvel úr hendi. Þórhallur á enn heima á Akureyri, vinnur að prent- iðn og á í prentsmiðju. Jóhannes er fæddur í Hamarskoti við Oddeyri 18. júlí 1884, en Þórhallur í Hlé- skógum í Höfðahverfi 21. júli 1881. — — Að svo stöddu verður ekkert um það ákveðið, hver áhrif Ungmennafélaganna kunna að verða, tíminn einn sker úr um það, en ólíklegt er, að upphafsmennina þurfi nokkurntíma að yðra þess að hafa hrundið þeim af stað. G. M. Kjörorð U. M. F. i. Skinfaxi hefir nýlega flutt grein með yfirskriftinni: „Stóru orðin“ (9. tbl. bls. 70), þar sem kjörorð U. M. F. I. er gert að umtalsefni, og eftir því sem mjerskilst er hugsun höfundarins sú, að réttast væri að leggja kjörorðið: „Islandi alt!“ niður, vegna þess að í því felst „loforð um, að láta hagsmuni þjóðarinnar sitja i fyrirrúmi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.