Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.01.1914, Blaðsíða 13
SKINFAXI. 1B Og talsvert niunu skíðafarir að færast í vöxt, sem betur fer. Myndin er af drengjum úr Reykjavík, á skíðum uppi í Hamrahlíð í Mosfellssveit. Voru þeir sjö saman, en einn þeirra tók niyndina. G. M. Heima og erlendis. Báðaiiautur samTÍnnufélag-anna. Þingið í sumar veitti 4000 kr. gegn jafn- miklu fé annarsstaðar frá, til að launa erindreka fyrir samvinnufélögin. Skyldi hann sitja erlendis, útvega sambönd og markaði Sláturfélagi Suðurlands og kaup- félögunum; ef til vill selja íslenskan varn- ing og kaupa útlendan. Var þetta hið þarfasta fyrirtæki, því að samvinnufélögin eru hið eina vopn sem við höfum til að geta tekið framförum, án þess að ofurselja þjóðina auðvaldinu. Sláturfélag Suður- lands tók það undarlega ráð að mæla með D. Thomsen, kaupmanni og ræðismanni Þjóðverja i stöðu þessa. Hann var að fornu fari svarinn óvinur þessa fyrirtækis (eins og kaupmenn i Rvík voru yfirleitt) og er mælt, að hann hafijafnvel heitstrengt að standa yfir höfuðsvörðum félagsins. Þó varð það ekki í bráð; en verslun ræðismannsins sjálfs, er hann tók við að eríðum, hlómlegri mjög, hnign- aði smátt og smátt, uns hún má heita horfin með öllu. Hugðist Th. þá að stofna hér banka úr skuldum gömlu versl- unarinnar, en ekki þótti það fyrirtæki líf- vænlegt, enda varð ekki meira af. Mjög er Thomsen áhugasamur, e'n ekki að sama skapi gæfumaður. Hann sá um landssjóðs- útgerð Vestu hér á árunum, en sú útgerð endaði með skelfingu og tekjuhalla. Hon- um voru veitt nokkur þúsund kr. til að koma hér á bifreiðarferðum, en alt fór á sömu leið. Farþegarnir urðu að ýta „bíln- um“ áfram í stað þess, að hann flytti þá. Hugðu menn síðan fyrir „tilraunir11 Thomsens, að bifreiðar gætu ekki gengið hér, uns einn kjarkgóður og hugheill Ung- mennafélagi varð til að sýna annað í sum- ar sem leið. Margt mætti íleira segja um gæfuleysi Thomsens í verslunarmálum, sem hefði átt að vera nóg sönnun þess, að hann á ekki heima hjá samvinnufélögunum, þó nýt- ur maður sé í ýmsu. Þeir menu sem nú eru ungir, en seinna kunna að eiga að ráða fyrir kaupfélögum og því lík- um fyrirtækjum, ættu að athuga, hvort kaupmenn, gamlir kaupmenn séu ekki fremur óæskilegir starfsmenn fyrir þau félög. Hvort þeir hafi þann rétta hugs- unarhátt: að vera þjónar fólksins, og vinna fyrir lágt, ákveðid kaup. Vissara mun samvinnufélögunum að ala sjálf upp þá menn er þau velja til forystu innan lands og utan, menn sem eru heitir og einlægir, trúir og tryggir hagsmunum þeirra ótal smáu og fátæku heimila, sem þeir eru að berjast fyrir. — Norðlendingar hafa hall- ast á þessa sveif og mælt með ungum manni, Oddi Jónassyni frá Hrafnagili. Hann hefir lengi unnið við kaupfélög í Danmörku. Biskup og- Mentaskóliun. Biskup hefir hafið alldjarflega herferð í N. Kbl. nú í vetur gegn ýmiskonar kyr- stöðu í Mentaskólanum. Sú stofnun hefir að almannadómi verið talsvert gölluð nú um langan tíma. Fyrir nokkrum árum var þar logandi uppreist, hatur milli nem- enda og kennara, æsingar svo miklar að nemendur unnu ýms spellvirki með spreng- ingum og öðrum óhæfuverkum. Lauk svo að skólastjórinn hröklaðist frá skólanum, en í hans stað kom ellihrumt gamalmenni, komið að fótum fram. Var það á almanna vitorði að hann þekti ekki lærisveina sína i sjón. Gat því varla verið- um mikla stjórn að ræða frá hans hálfu. Enginn mintist samt opinherlega á þess- ar misfellur, og kom það af því tvennu!: að flestir eru hér svo hreinlega fáfróðir,.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.