Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 3
SKINFAXI 17 nútímans skifta örlögum manna: Setur eftirlætisgoðin í banvænan ofurhita auð- magnsins, en hin, og þau langtum íleiri, á nástrandir örbirgðarinnar í bæjunum. Sambandsmál. Herra kennari Páll Zophoníasson hefir vakið máls á skiftinguSunnlendingafjórð- ungs í Skinfaxa, fi. og 8. tbl. f. á. Þó ég taki ekki til mín hólmgönguboðið í enda grein- arinnar, vil ég hiðja Skinfaxa fyrir fáein- ar línur, vegna þess að mér er ant um málið. — En um leið verð ég að biðja lesendurna að afsaka, að ég býst ekki við að geta rökrætt málið til nokkurrar hlitar og að grein mín verður sjálfsagt meir sundurlausar hugsanir en samfeld ritgjörð, og veldur því annriki mitt o. íl. ástæður. Mér virðist of snemt að breyta sam- bandslögunum frá 1911 í meginatriðum á næsta sambandsþingi, vegna þess, að þau eru of lítið reynd enn. Ef þeim er röggsamlega fylgt, hygg ég þau vel geti náð tilgangi sinum, að tengja U. M. F. i fasta, öfluga heild; en áhuga skortir mjög tilfmnanlega í félagsskapnum. Fjórðungs- stjórnir hafa t. d. verið helst til afkastalitlar, félögin i fjórðungunum oft naumast vitað að þær væru til, — og hið sama hygg ég að fjórðungsstj. gæti sagt með sama rétti um félögin. Þegar samvinna er svona, er ekki von á miklum framkvæmdum. En þetta er alls ekki afleiðing af stærð fjórðungsins, heldur af öðrum orsökum. Þó tjórðungurinn sé svo stór sem hann er nú, geta nágrannafélög vel sameinað 6i’g um ýmsar framkvæmdir, t. d. skóg- rækt eða íþróttir, og notið til styrks úr fjórðungssjóði. Þetta hafa félögin þegar gert, og hefir farið allvel. Því má ekki gleyma, að [íþróttir eru aukaatriði en ekki meginatriði í starf- semi U. M- F. og að vel getur farið á þvi, að þau starfi að þeim i samvinnu við önnur félög. Slíkt samvinnufélag er t. d. Skarphéðinn, og hygg ég að hann verði ekki rofinn, þó Sunnlendingafjórðungur verði klofinn. Iþróttafélögum þeim, sem eru i Skarphéðni, verður ekki bægt frá samvinnu við U. M. F. um íþróttirnar, þau hafa lagt sinn skerf til iþróttavallarins og annara framkvæmda, en munu naumast öll gerast ungmennafélög. Það er satt, að fjórðungurinn getur ekki haft eitt iþróttamót fyrir alt sambands- svæðið, en það gerir ekkert til. Má vel halda mót fyrir minna svæði, eins og Skarphéðinn hefir gert, Mosfellingar o. fl. En eitt námsskeið fyrir kennaraefni af öllu svæðinu má halda í Reykjavík, eins og þegar er byrjað á. Um skógræktina er það að segja, að jafnvel þó fjórðungnum væri skift þannig að Suðurlandsláglendið væri sérstakt sam- band, þá mundu Skaftfellingar og Rang- æingar alment ekki ferðast vestur í Þrasta- skóg, til að vinna að skógrækt, heldur mundu þeir vilja vinna nær sér, og það er alveg rétt. Hver sýsla þarf að eiga sitt skógræktarland, og gætu félögin ef til vill fundist og unnið saman, ef viljinn væri góður. — Þrastaskógur er eign sambandsins alls, og á því sambandssjóður einn að kosta það verlc, sem þar verður unnið. Hið besta, sem af sambandinu getur leitt, eru þau kynni, sem félögin fá hvert af öðru, og sá samúðarandi, sem sprettur af kynningunni. Allur fjárhagslegur styrk- ur er aukaatriði hjá þessu, því vinátta verð- ur ekki keypt með fé. Þingin eiga að vera aðalarinn þessarar kynningar, og um leið alls félagsstarfsins. En til þess að þau geti orðið það, verða þau að veravel sótt. Finst mér að þau geti verið vel sótt þó fjórðungurinn sé stór, ef þeim er vel hagað. Sambandsþing er háð þriðja hvert ár, og koma því þrjú fjórðungsþing á hvert sam- bandsþingstímabil. Ef fjórðungsþingstað-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.