Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 11
SKÍNFAXl 25 lífsnauðsynleg hverjum sem fylgjast vill roeð í hugsun samtíðarinnar; þau eru verk- fœri sem bann verður dáglega að nota. En hvað er ]rá orðið um latínuna? Hún er strönduð upp á þurru landi, hún er i skólum nútímans eins og steingerv- ingur frá horfinni öld, eins og skel í há- um fjallstindi, sem sýnir að þar var eitt sinn fjöruborð. Hvar eru nú vísindamenn- irnir sem rita á latínu ? Þeir eru ekki til. Jafnvel fræðimenn okkar birta nú rit sín þýsku og frönsku og ensku. (Þ. Th., dr. H. P., dr. H. J., próf. E. A., dr. G. F.) Bréf á milli landsstjórna eru rituð á frönsku, ekki á latínu. Kirkjan notar móðurmál hverrar þjóðar sem hún kennir, en ekki latínu. Kaupsýslumenn og ferðamenn nota einkum ensku, aldrei latínu. Og jafnvel hinir fornmentuðu menn lesa að jafnaði nútímhöfunda sér til skemtunar en ekki höfunda Grikkja og Rómverja, þótt snjall- ir væru. Kunnugir fullyrða að í Rvík. sé nú ekki nema tveir menn sem lesa latínu að jafnaði, og einn sem les grísku. Á Landsbókasafninu fá fornhöfundarnir að hvíla í ró þrátt fyrir alt málanámið í skól- anum eins og hann var. Þetta yfirlit sýnir ljóslega hversu menn eru fastheldnir við hið forna. Af þvi fornmálin voru einusinni óhjákvæmi- lega nauðsynleg halda sumir kyrstöðumenn að þau séu það alt af, þótt tíminn og lífið hafi yfirgefið þau; þótt þau hafi dagað uppi eins og nátttröll sem sól skein á. Eftir að notagildi fornmálanna var horfið myndaðist hin barnslega þjóðtrú um vís- indalegt gildi þeirra. Undarleg eru þau vísindi, því að á þeim öldum, þegar hér var mest um fornmálamenningu, þá var íslenska þjóðin lang-aumust og máttarminst, gat engu af sér hrundið. Við áttum menn seni ortu á latínu, en enga sem kunnu að hlaða stæðilegan húsvegg, gera vatnshelt þak, brú eða veggspotta. Býli þau sem latínumentuðu mennirnir hafa setið á, eru nú auðþekt úr hópnurn á því, hvað manns- höndin hefir verið þar máttlaus. En spyrjum nú vísindamennina sjálfa hvað þeir eigi fornmálunum að þakka. Eg nefni aðeins tvo, en þá ekki af lakari endanum. Darwin var öll æsku- og ung- lingsárin í fornmálaskólum. En sem vís- indamaður kvaðst hann hafa þeim skólurn alls ekkert að þakka. Þeir hefði reynt á ininnið, en ekki á shilninginn. Vísinda- starfsaðferðirnar hefði hann orðið að kenna sér sjálfur, þegar lrnnn var fulltíða maður. Ostivald heitir einn hinn frægasti náttúrufræðingur sem nú er uppi. Hann er þýskur. Nýlega ritaði hann bók sem heitir „Miklir menn“. Segir hann þar æfi- sögn allmargra hinna mestu vísindamanna sem til hafa veriý til að sanna aðtungu- mála hœfileiki og sa>nnarleg vísindagáfa eigi ekki samleið; að „miklu mönnunum“ hafi annaðhvort gengið illa við fornmálin, verið neðstir í fornmálaskólunum, eða alls ekki lært þau. Hann sýnir fram á að málanámið er minnisverk, og mjög oft deyfandi og lamandi fyrir athugunargáfu og skilning, sem eru dýrustu eiginleikar vísindamannsins. Hér skal engri rýrð kastað á dómgreind fornmálavinanna hér á landi. En þeir þurfa samt að koma með mjög sterk rök, áður en þeir hnekkja dómi Darwins og Ostwald i þessu efni, því að enga munum við eiga þeim fremri í sannri vísindamensku. Óefað eru tillögur hr. A.. P. bornar fram af einlægum hug. En þær virðast vera nokkuð gamaldags, og furða að jafn- mikill gáfumaður skuli ekki þekkja neitt þær mörgu nýju og frjóu öldur, sem uppi eru í uppeldisheiminum, en hyggja aðeins á að bæta embættismannamentun okkar með að endurinnleiða þau mál, sem heim- urinn hefir verið að ganga af sér nú í seinustu þrjár aldirnar. Lloyd Gteorg'e fjármálaráðherrann á Englandi er vafa-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.