Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 4
18 SKINFAXI. urinn vœri færður til, að eitt þing væri háð austanfjalls, annað í Reykjavík oghið þriðja i Borgarfirði, gætu allir notið a. m. k. eins þings á milli sambandsþinga. Austan- menn og Vestanmenn gætu hvorirtveggja sótt þing til Reykjavikur, og Reykvíkingar og nágrannar þeirra gætu sótt hin þingin bæði. — Með þessari tilhögun mælir sú staðreynd, að þingin njóta sin betur annarstaðar en í Reykjavík. Það vita af eigin raun þeir, sem sátu fjórðungsþing 1911 að Þjórsár- túni og sambandsþing sama ár í Reykja- vík. Orsökin er sú, að í Reykjavík koma menn aðeins saman á þingfundum, en dreifast til máltíða og gistingar; i sveit verður allur þingheimur sem eitt heimili meðan þing stendur yfir. — En óréttlátt er að flytja þingin algerlega úr Reykjavík vegna hinna fjölmennu félaga sem eiga þar heima og í nágrenninu. Sú spurning hefir vaknað hjá ýmsum Ungmennafélögum, hvort ekki mætti að skaðlausu fækka þingmönnum á fjórðungs- þingi til muna. Með því mælir einkum það tvent, að fé sparast, og að störfþing- anna ganga ekki þeim mun betur sem þau eru mannfleiri, því meir er um það vert, að þau séu aðeins skipuð góðum og gegn- um mönnum en mörgum. Sá annmarki er þó á fækkun þingmanna, að fjölmenn félög eru með henni svift rétti sem þau hafa nú, en sá réttur er raunar meiri i orði en á borði, því þau félög, sem hafa rétt til að senda marga fulltrúa, kveinka sér alloft við að kosta marga menn í þing- för. — Annar hængur er á, sem mér virð- ist öllu verri, — að því færri sem sækja þing, þess færri njóta kynningarinnar, sem af því leiðir. Ef fjórðungunum verður skift, þá verð- ur jafnsnemma að fjölga sambandsþingum til þess að vinna upp að nokkru sam- vinnutapið, og kemur þá nýr kostnaður, sem vegur á móti hinum ímyndaða sparn- aði við skiftinguna. Því mun verða haldið fram, að sam- bandsþing eigi að bæta úr þeim kynningar- missi, sem leiða mundi af klofningnum. En til þess er því að svara, að á sam- bandsþingi sitja aðeins „þeir útvöldu“, örfáir menn, og allflest félögin eiga þar engan fulltrúa. En í mínurn augum eiga þingin að vera hjartaslög, sem færi félags- heildinni nýtt blóð, nýtt Iífsloft, og má ekki stýfla æðarnar, sem eiga að bera það út'til allra limanna. Þi'öngsýni, einangrunartilhneiging og skældatog eru einhver hin verstu átumein í félagslífi þessarar þjóðar. Gegn þeim, sem öðrum meinum, eiga U. M. F. að ganga af alefli, fylktu liði. Eitt öflugasta ráðið gegn þeim er samvinna manna af stórum svæðum, og því virðist mér skift- ingartillaga sú, sem hér hefir verið rætt um, þver öfugt spor og gersamlega gagn- stætt þeirri grundvallarhugsun félagsskap- arins, að „sameinaðir stöndum vér, sundr- aðir föllum vér“. Október 1913. Sigurður Vigfússon. Ungmennaskólinn að Núpi í Dýrafirði. Mér er Ijúft að verða við þeim tilmælum sambandsstjóra U. M. F. I. að senda Skin- faxa nokkrar línur um Ungmennaskólann hér á Núpi. Eg veit að Skinfaxi er lítill og skal því reyna að vera ekki of langorður. Skólinn tók fyrsta sinn til starfa hinn 4. jan. 1907 með 20 nemendum hér úr nágrenninu; er því nú yfirstandandi 7. starfsár hans. Þetta fyrsta ár var námstíminn aðeins 3 mán. en síðan 5 mán. Námstimi hvers nemanda er ákveðinn 2 skólaár.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.