Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 8
SKINFAXI Samgöngubót. Lyftingin var mikil í Ungmennafélögun- um í upphafi. Að henni húa þau Iengi. Og innileg var hún og alvarleg. Eg man eftir einu kvöldi sérstaklega. Þá held eg að hugurinn hafi komist hvað hæst. Við vorum nokkurir saman, og gengum fram á Nes. Þar var Jakob 0. Lárusson. Og ekki var um annað lalað en ungmenna- félagsmál. Ungmennafélag Reykjavíkur var þá nýstofnað. Allar þær skýjaborgir, sem þá voru reist- ar! Aldrei hefi eg vitað unga menn jafn stórhuga. Altaf var verið að tala um það sem gera þyrfti og gera ætti. Fyrsta árið fór alt í það. Og altaf voru menn sammála, ef það að eins var nógu stórt, sem um var rætt. Hugurinn gladdi sig ekki eingöngu yfir vonunum um andlegar og líkam- legar framfarir æskumannanna i rikari mæli en verið hefði — en þær áttu að vinnast með sjálfsefling — heldur voru það glæsilegar skóggróðurs- og jarðræktar- vonir í hverri mynd sem var, sem menn gerðu sér. Gaman væri að allmargir Ungmenna- félagar tækju sig saman og settust að í einhverri fallegri sveit og á sinni jörðinni hver, til þess að sjá hvert komast mætti með ötulum vilja, hagsýni, fórnfýsi og drengilegri samvinnu. — Ellegar að aðrir gengju í fóstbræðralag, færu til framandi landa, til þess að sjá sem flest og leita alls þess, er koma mætti að gagni hér heima, vinna sig áfram í hverju landi og vinna svo vel, að þegar heim yrði snúið, á sett- um tíma, hefði hver um sig drjúganskild- ing til þess að koma áhugamálunum og þekkingunni í framkvæmd. Þetta áttu að' vera víhingaferðir samboðnar nútíðinni. — Þá báru samgöngumálin á góma. Skíð- in voru nefnd, þau þyrfti hver maður að eiga. Og þá var meira að segja talað iun< innlent eimskipafélag, öfluga sjómannastétt og sjálfbjarga al-innlenda verslun. Eg veit það vel, að ungum mönnum, á öllum tímum, eru glæsilegar vonir i hug. En þó efast eg um, að þær hafi hér heima nokkurntíma verið jafn-djarfar. Þetta liggur ekki í mönnunum sjálfum nema að litlu leyti, heldur i tímanum — í öllu sem gert hefir verið og í því, hvernig öllum málum er komið. Og þótt allar ]>ess- ar vonir ungu mann- anna sem sagt var frá séu sjálfsögð aíleiðing staðar og stundar, mun naum- ast hjáþví fara, að margur telji þær angurgapakendar, barnalegar fjarstæð- ur, Eu á eitt má þá benda. Ein vonin, ogekkisú minsta, er að rætast. Siglingar eru að verða innlendar. Að vísu eru það ekki ungu mennirnir sjálfir, sem það mál bera til sigurs. Enda skiftir það minstu máli. En það sýnir að vonin sú var tima hær — var engin fjarstæða. Og ætli svo geti ekki farið um hinar. Eimskipafélagið fékk vonleysið eitt í vöggugjöf frá mörg- um manninum, og ekkert hefir verið því örðugri þrándur í götu. En trúin er þar vantrúnni sterkari, það gerir gæfumuninn. Eg rifja þetta upp hér, af því það stend- ur i beinu orsakasambandi við atburðinn sem um á að geta. „Ef ég liefði ekki verið Vngmenna- félagi, vœri þessi bifreið ekki komin Sveinn Oddsson. Jakob Ó. Lárusson. J6n Siemundsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.