Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 9
SKINFAXI. <23 32 hingað“, sagði Jakob Ó. Lárusson við vin sinn, einn eitt sinn er um hana var rætt. Jakob fer vestur um haf, gegnir þar prestsverkum um þrjú missiri og auðgast talsvert af fé. Hann ákveður að verja því i ferðalög, til þess að sjá sem mest, en hann getur gert eitthvað meira. Um margt var að velja. Margt vantaði það heima, sem fyrir augun bar. En sem von- legt var, skar þó mest úr um samgöng- urnar hér og í hinum löndunum. I bæj- unum voru sporbrautanetin, en járnbraut- ir um alt landið. Til þess var ekki að hugsa. Það var of risavaxið að svo stöddu. En bifreiðar! Yestur- heimsmenn áttu þær í miljónatali, en Islendingar enga. Voru skil- yrðin svona gjör- ólík ? Gat bif- reiðin ekki orðið að álíka gagni heima og þar? Ekki varð annað séð. En svo kom vafinn og óttinn, því að tilraun hafði verið gerð — Thomsenshifreiðin hafði reynst hörmulega, tilraun sem land- ið sjálft hafði þó staðið á bakvið. Átti hann að þora að fórna þúsund krónunum sínum í nýjatilraun? Hann íhugar þetta sem best, og nú er hann ákveðinn. En þúsund krónur nægðu ekki. Þá hittir hann tvo menn álíka skapi farna. Það voru þeir Sveinn Oddsson og PállBjarna- son. Þessir þrír menn lögðu fram féð fyrir bifreiðina. — En alt gat farið illa ef sérfræðingur fengist ekki til að fara með hana. Og áður langt leið fékst hann. Það var Jón Sigmundsson. Og hann var ekki dýrkeyptari en það, að hann ætlaði að eiga alt undir því hvernig færi um til- raunina. Jón hafði flutt til Vesturheims á fjórða ári, en þó var svona mikið eftir af ræktinni til gamla landsins. Páll er kaupmaður og fasteignasali vest- anhafs og átti ekki heimangengt. Jakob fór sinna ferða. En þeir Sveinn og Jón fóru í veg fyrir bifreiðina, sem send var beina leið frá New York. Er óþarfi að rekaþá sögu lengur. Allir vita nú til hvers þetta hefir orðið. Sönnur eru færðar á það, að bifreiðar geta orðið hér að álíka gagni og annarstaðar. Enda flytjast þær nú óðum inn í landið og það jafnvel í tugatali. En því er frá þessu sagt héiy að í sjálfu sér er þetta atvik — bif- reiðartilraunin — all-mikilsverð menningarfram- för, og jafnframt uppfylt von ung- mennafélagans í nokkrum mönn- um, því fleiri eru Ungmennafélagar en þeir sem í félögunum eru — sem betur fer. q ^ Heima og erlendis. Fornmálin. Síðari ræða Á. P. var sprottin af skyld- um hvötum, þótt aðrar væru, eins ogtil- lögur biskups um Mentaskólann. Báðir eru óánægðir með skólann eins og harin er nú. Á. P. snýr sér að reglugjörðinni hinni nýju, sem lagði niður grísku, og. minkaði latínu að stórum mun. Taldi Bifreiöin.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.