Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 13
SKINFAXI 27 jíffp *TTiiiiiiiiiiiiiií^iiiiiiiiiiiiiiinl*^jnin)inii|j^~'jnnlninimn[^p]][ll^>'/j))lillljl]|]jj^,'^iiiijmiyjiliH|'^ ^niiiiiiiiiiin^^ >iiiiiiii)iiinnr^ VTnnr^l I yí SKINFAXI 1 — raánaðarrit U. M. F. í. — kemur út í Reykjavlk j og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RITSTJÓRI : Jónas Jónsson frá Hriflu. Skólavörðustig 35. | Afgreiðslumaður: Bjarni Þ. Magnússon Skólavörðustlg 6 B. Ritneind: Agúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon, Tr. Þórhallsson. _w þenja borgirnar meira og meira út, svo að ]iœr verði heilnæmari en nú er. Lítill vafi er á að frumvarp þetta nær bráðlega fram að ganga, enda er það hin þarfasta réttar- bót, og hún miðar eins og aðrar umbæt- ur L. G. að því að lækna djúpu sárin. Frelsið í Kína. Kínverjar hafa átt í ströngu að stríða árið sem leið. Fániennur flokkur yngri manna, sem mentast höfðu í Vesturlönd- um, eða orðið fyrir áhrifum þaðan, höfðu hrundið keisaraættinni frá völdum, og stofn- að Iýðveldi, með þingstjórn að sið Vest- manna. En breytingamennirnir voru of fáir; fólkið vant að hlýða, en ekki að stjórna, og kunni ekki með valdið að fara. Lenti því alt í máttlausri sundrung og flokkadrætti bæði út um land og í þing- inu. Bráðabirgðarforsetinn sá að eigi dugðu hér mildar tiltektir,og að með hörk- unni einni fengist friður í landinu, en stjórnin var félaus og þingið kom sér aldrei saman um að samþykkja lántöku. Forsetinn tók þá 400 mill. kr. að láni í Vesturlönd- um, og bauð út hér móti óvinum sinum. Þeir voru margir en fjárvana, enda fór hér sem oftar að margir eru vinir þess sem féð hefir. Beygði forsetinn nú óvini sína, suma með valdi en aðra með mút- um og fégjöfum og var hann nú Iöglega kjörinn forseti. Heldur líkaði honum illa flokkaskipunin í þinginu, og hreinsaði það- an alla mótstöðumenn sína, en þeir voru um 400. Var þá þingið orðið of fáment til að geta haldið löglega fundi, og gaf forseti vinum sínum heimfararleyfi um óá- kveðinn tíma „þar til þing getur komið saman næst“. En til aðstoðar stjórninni heíir hann 71 fulltrúa með ráðgefandi valdi.. Er því svo komið að einveldi er í Kína, svo sem fyr var, aðeins skift um nöfn á einvaldsdrotninum. Stjórnarbyltingin hefir til einkis orðið og allar hinar aðfluttu frelsis- fjaðrir úr Vesturlöndum eru foknar út í veður og vind. Hver ómentuð og and- lega ósjálfstæð þjóð lendir áltaf undir ein- veldi, hvernig sem hún brýst um ; og engu skiftir, hvort harðstjórinn er nefndur keis- ari, konungur, forseti eða flokksforingi á þingi, það er einveldi samt, sem byggist á þroskaleysi þegnanna. Öræfajökull. Asgr. Jónsson, málarinn okkar góði, fer um landið á hverju sumri og málar marga fegurstu staðina. Málverk hans eru reynd- ar mjög ódýr borin saman við erlend mál- verk jafngóð, en þau eru samt ofdýr til að þorri manna í landinu geti glatt sig við að hafa snildarbrag þessa listamanns fyrir augunum. Þó hafa flestir þörf og löngun til að prýða heimili með myndum en þar sem á fáu er völ ber valið alt of oft vott um lítinn smekk. En það kemur auðvitað af því að um fátt og lélegt var að velja. Nú hefir Þórarinn Þorláksson málari og kaupm. í Rvík látið litprenta, eitt af málverkum Ásgríms, mynd af Örœfajökli. Hún er ágætlega prentuð, og svo lík frum- myndinni sem framast má verða. Mynd þessi fæst hjá öllum bóksölum og kostar 2 kr. Allir listavinir, sem ekki hafa efni á að kaupa dýr málverk, ættu að kaupa þessa mynd. Með því eignast þeir ágæt- an grip, og styðja að því að hr. Þ. Þ. geti gefið út sem flestar slikar myndir, svo að* list og snild Ásgríms komist inn á hvert heimili í landinu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.